Verslunarfélag Drangsness
Verslunarfélagið
Verslunarfélag Drangsness er staðsett í hjarta Drangsnesar þar sem hægt er að kaupa allar helstu nauðsynjavörur, gjafavörur og ýmislegt forvitnilegt sem kemur á óvart.
Á sumrin er hægt er að gæða sér á vöfflum eða nýbökuðum sætindum. Bæði er hægt að borða inni í verslun og út á verönd þar sem náttúruperlan Grímsey í Steingrímsfirði nýtur sín í bakgrunni.
Verslunarfélag Drangsness var stofnað í lok árs 2019 þegar Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu á Drangsnesi.
Verslunarfélagið var stofnað af heimamönnum og er Gunnar Jóhannsson stjórnarformaður.
Vetraropnun
Opið er alla virka daga frá 09.30 - 10.30 & 13.00 - 18.00
Lokað er um helgar.
Sumaropnun
Opið er alla mánudaga - fimmtudaga frá 09.00 - 18.00.
Föstudaga frá 09.00 - 19.00.
Laugardaga frá 11.00 - 15.00
Lokað er á sunnudögum.