Útgerðarfélagið Skúli

Útgerðarfélagið Skúli ehf.

Útgerðarfélagið Skúli ehf. var stofnað árið 2002 með stuðningi Byggðastofnunar sem lagði því og fleiri fyrirtækjum á Vestfjörðum til eigið fé. Tilgangur félagsins er að eiga aflaheimildir og styrkja útgerð í Kaldrananeshreppi. 

Í byrjun október 2018 var nýtt húsnæði tekið í notkun undir beitningaraðstöðu og frystigeymslur. Um er að ræða viðbyggingu við frystihúsið á Drangsnesi sem staðsett er á Aðalbraut 30. 

Óskar Torfason er framkvæmdastjóri og starfa tíu starfsmenn hjá Skúla. Sex manns starfa við beitningu og fjórir starfa á bátunum Skúla ST 75 og Benna ST 5. Bátarnir eru línubátar og fara einnig á grásleppu.
Leit