Sumarstörf og umsóknir í vinnuskóla í Strandabyggð
- Details
- Miðvikudagur, 22 mars 2023 11:15
Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf og vinnuskóla, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega.
Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli og sumarnámskeið
- Umsjónaraðili með Íþróttamiðstöð- og tjaldsvæði, afleysing fyrir íþrótta- og tómstundafulltrúa v. sumarleyfis
- Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
- Sumarnámskeið – Umsjón með 2-3ja vikna námskeiði í júní, nánari lýsing hér
- Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér
Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
- Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
- Höfn. hafnarvigtun og skráningu afla og fl. vigtarréttinda krafist, almenn verkamannastörf
- Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)
Velferðarþjónusta
- Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst
- Liðveisla barna. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu, nánari upplýsingar hér
- Heimaþjónusta. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu. Nánari upplýsingar hér
Fræðslustofnanir
- Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf á leikskóla frá maí og fram ágúst. Leikskóli er lokaður 27.júní-8. ágúst
Stjórnsýsla
- Skrifstofa afleysing. Um er að ræða afleysingu á skrifstofu með möguleika á framlengingu starfs, æskilegt að starf hefjist sem fyrst. Hlutastarf
- Skjalavarsla átaksverkefni. Um er að ræða skönnun skjala frá stofnunum og vistun í skjalakerfi, sveigjanlegur vinnutími. Hlutastarf
Hægt er að sameina bæði störfin í eitt fullt starf eða sækja um minna hlutfall
Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. mars 2023 og sótt er um (apply here) hér gegnum google forms eða á eyðublöðum sem finna má hér
Ensk útgáfa:
Strandabyggð Municipality, announces the following vacancies:
Sports-center, camping site, summer school and children summer courses.
- We seek a person to manage the sports-center and camping site, in the absence of the Sports- and Recreation Manager of Strandabyggð
- We seek summer assistance at the sport-center and camping site. All applicants must be 18 of age and have passed the Swimming pool guards tests
- Children summer courses. We seek a person to supervise and control the summer courses, run by the municipality during 2–3-week courses in June
- Summer school and environmental projects. This job is scheduled for June.
Municipality Property Center
- Strandabyggð is offering a position as a general worker at the Municipality Property Center. Tasks will include, but are not limited to; general work, gardening, property repair, catch registration at the harbor (special licenses required) and garbage and waist collection, sorting and packing (extended driving licenses and others required).
Social services
- Various services required at the Strandir, Reykhólar Social Service Center
Educational Institutions
- Kindergarten: Temporary position from May – August. The kindergarten is closed from June 27th to August 8th
Municipality office
- Main office. Temporarily positon as general office clerk with possibility of extention. This position is open now
- Filing and sorting. This positon requires scanning of documents, filing in the Municipality filing system. Flexible hours. Part time position.
Both positions can, given all creitera are met, be combined for the same person.
Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu
- Details
- Mánudagur, 20 mars 2023 14:21
Kæru íbúar Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps.
Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir hversu vel það hefur verið flokkað hér á okkar svæði, en gegnum árin hefur það verið til fyrirmyndar.
Eins og kannski flest ykkar hafið heyrt, tóku ný lög um úrgangsmál gildi nú 1. janúar sl. og fyrir árslok 2023 þarf að skipta upp flokkun við heimili í fjóra flokka, þ.e pappa og pappír, umbúðaplast, lífrænan úrgang og almennt heimilissorp. Til að mæta þessu nýja lagaumhverfi er lagt upp með að fjölga tunnum fyrir hvert heimili en að auki verði hægt að fara með umbúðarmálma, textíl og gler á grenndarstöðvar.
Í mörgum sveitarfélögum er lagt upp með að setja fjórar tunnur við hvert heimili en starfsmenn og stjórn Sorpsamlagsins ásamt sveitarstjórnum eru að skoða ýmsa möguleika á útfærslum. Stefnan er á að halda íbúafund þegar við erum komin með leiðir til þess að fara eftir og vænlegar útfærslur.
Breytingarnar koma til með að verða töluverðar á allri þjónustu og flokkun. Nú þegar höfum gert breytingar á móttökustöð á Skeiði og erum komin með tvo nýja flokkunargáma fyrir plast annars vegar og hins vegar fyrir bylgjupappa, sléttan pappa, pappír og fernur. Biðjum við ykkur að setja plast og pappa nú í þessa gáma í staðin fyrir lúgurnar.
Eins og staðan er í dag eru aðrir flokkar óbreyttir en við komum til með að breyta þessu hægt og rólega. Upplýsingar um breytingar verða birtar inn á svæði Sorpsamlagsins á heimasíðu Strandabyggðar : http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessi mál, má endilega senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sorpsamlag Strandasýslu
Dear Citizens of Strandabyggð, Kaldrananeshreppur and Árneshreppur
We want to start by thanking you for all your effort and good work regarding classifying waist in our area, which has been very satisfactory throughout the years. Well done!
As most of you may have heard, a new regulation on handling of waste came into force on January 1st. and by the end of 2023 household sorting must be divided into four categories, i.e. cardboard and paper, plastic, organic waste and general household waste. To meet this new legal environment, it is proposed to increase the number of bins at each household up to four bins. As before, it will be possible to take packaging metals, textiles and glass to the local service stations, in each municipality.
It is proposed to place four bins at each home, as mentioned before, but the Board of the Sorpsamlag is looking at various other possibilities, when it comes to the implementation of the new legal framework. There will be a town meeting within not too long, when we have come up with suitable solutions to this part of the implementation.
This new legal framework calls for some infrastructure changes at the service stations. These changes are going to be significant across all services and categories. We have already made changes at the reception unit at Skeiði, Hólmavík, where we now have two new sorting containers for plastic on the one hand and corrugated cardboard, smooth cardboard, paper and ferns on the other. The main change here is that in stead of three classes for plastic and three for paper, there is only one for each now.
Please put plastic and cardboard in these containers instead of the hatches, as before.
As it stands today, other categories are unchanged, but we will slowly change this structure as well. Information about changes will be published in the Sorpsamlag's area on Strandabyggðar's website:
http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/ If you have any questions regarding these matters, please send an email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sorpsamlag Strandasýslu - Garbage collection of Strandasýsla.
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 8. mars 2023
- Details
- Fimmtudagur, 09 mars 2023 15:39
Miðvikudaginn 8. mars 2023 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Ingólfur Árni Haraldsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða sbr. liður 9 og sbr. liður 10
Dagskrá 11. fundar:
- Fundargerð 10. sveitarstjórnarfundar 16.2.2023
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Seinni umræða
- Deiliskipulag Ásmundarness
- Sameining umhverfis- og skipulagsnefnda Dalabyggðar, Reykhólahrepps & Stranda
- Heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi
- Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum
- Erindi frá Dalabyggð um aðild að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
- Framlag Kaldrananeshrepps til góðgerðamála
Fundargerð:
- Fundargerð 10. sveitarstjórnarfundar 16.2.2023.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir. - Aðrir fundir
- Fundargerð 50. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 18.01.2023. Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Fundargerð 51. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 15.02.2023. Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Fundargerð 49. fundar velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 15.02.2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 919. fundur stjórnar, 28.02.2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Stjórnarfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 13.02.2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Seinni umræða
Lög um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 tóku í gildi í lok maí þessa árs en helstu breytingar þess eru að umdæmi barnaverndarþjónustu skal vera í það minnst 6.000 íbúar og hafa yfir að skipa sérhæfðu starfsfólki í það minnsta tveim stöðugildum. Að auki þarf að hafa aðganga að félagsráðgjafa, sálfræðingi, lögfræðingi og einum starfsmanni með annars konar uppeldismenntun.
Fjórðungsþing Vestfirðinga fól stjórn að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum . Starfshópurinn hefur nú lagt fram drög að samningi að sérhæfðri velferðarþjónustu á Vestfjörðum og tillögu að samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Tillögur starfshóps lagðar fyrir til seinni umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag.
Oddvita falið að undirrita samning f.h. Kaldrananeshrepps.
Borið upp og samþykkt. - Deiliskipulag Ásmundarness
Kaldrananeshreppi barst umsögn Skipulagsstofnunnar varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 5.3.2.5. vegna fjarlægar frá vegi og nr. 5.3.2.14. vegna fjarlægðar frá sjó í landi Ásmundarness
Þjónustufulltrúi sendi Innviðaráðuneytinu bréf þann 7. desember sl. um beiðni um undanþágu frá gr. 5.3.2.5., lið d. og gr. 5.3.2.14. í skipulagsreglugerð nr.90/2013 og óskaði ráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunnar.
Rök hreppsins eru að náttúrulegar aðstæður gera það að verkum að ekki er unnt að uppfylla fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðar frá stofn- og tengivegum sem og frá vötnum, ám og sjó. Einnig í ljósi þess að Vegagerð gerir ekki athugasemd við deiliskipulag Ásmundarness.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd að undanþága verði veitt vegna fjarlægðar.
Umsögn lögð fram til kynningar. - Sameining umhverfis- og skipulagsnefnda Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Stranda
Tilboð liggur fyrir frá VSÓ ráðgjöf til að aðstoða Dalabyggð, Reykhólahrepps og Strandir við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa út frá því að ein umhverfis, bygginga og skipulagsnefnd taki yfir verkefnin á starfssvæðinu. Einnig mun VSÓ ráðgjöf taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa.
VSÓ Ráðgjöf hefur mikinn áhuga á að aðstoða sveitarfélögin á þessu svæði. Verðtilboð VSÓ er tvískipt (1) við mótun starfsumhverfis og (2) taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir tilboð frá VSÓ ráðgjöf við að taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa og mótun starfsumhverfis.
Samþykkt samhljóða. - Heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi
Ómar Bjarki Smárason frá jarðfræðistofunni Stapi ehf. gerir grein fyrir heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi. Fyrir liggur að bora skáholu númer DN-23 á Drangsnesi sem staðsett er á milli Aðalbrautar 8 og 10 við móts við gróðurhús.
Kynning Ómars Bjarka um heitavatnsborun í Kaldrananeshreppi lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn felur oddvita að undirbúa fyrirhugaða hitaveituborun.
Borið upp og samþykkt samhljóða. - Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum
Ríkislögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur unnið að viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi sínu í samstarfi við almannavarnanefndum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, ásamt fleiri aðilum frá hjálpar- og björgunaraðilum sem starfa innan umdæmisins.
Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.
Óskar því Ríkislögreglustjórinn á Vestfjörðum eftir samþykkt Kaldrananeshrepps sem verður sýnileg á forsíðu áætlunarinnar.
Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðbragðsáætlun og brýnir að æfa þurfi þessar viðbragðsáætlanir á öllum starfssvæðum með viðeigandi viðbragðsaðilum.
Oddvita falið að undirrita viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum f.h. Kaldrananeshrepps.
Borið upp og samþykkt samhljóða. - Erindi frá Dalabyggð um aðild að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
Dalabyggð óskar eftir samtarfi í félagsþjónustu og aðild að samstarfsverkefni Reykhóla og Stranda í málaflokknum. Horft verði til þess að eins sameiginleg velferðarnefnd starfi fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur jákvætt í erindið.
Þjónustufulltrúa falið að upplýsa aðildarsveitarfélögum ákvörðun sveitarstjórnar.
Borið upp og samþykkt samhljóða. - Framlag Kaldrananeshrepps til góðgerðamála
Beiðni hefur borist til sveitarfélagsins að styrkja Skíðafélaga Strandamanna sem stendur fyrir söfnun til góðgerðamála.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vill leggja söfnuninni lið að upphæð 50.000kr.-
Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
Borið upp og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 23:10
Dýralæknir kemur á Drangsnes
- Details
- Þriðjudagur, 28 febrúar 2023 17:32
Þriðjudaginn 7. mars næstkomandi klukkan 12.00 mun Dýralæknirinn í Búðardal sinna ormahreinsun hunda og katta á Drangsnesi með fyrirvara um veðráttu. Ormahreinsun er innifalin í árlegu dýraeftirlitsgjaldi Kaldrananeshrepps en þeir gæludýraeigendur sem eru með hunda og ketti í dreifbýli eru hvattir til að koma og kaupa ormalyf.
Ekki er nauðsynlegt að panta tíma.
Óskað er eftir því að dýr séu í bandi eða búri.
Staðsetning : Slökkviliðsstöð Kaldrananeshrepps, Grundargötu 17 á Drangsnesi
Álagning fasteignagjalda 2023
- Details
- Fimmtudagur, 23 febrúar 2023 15:51
Álagningaseðlar fasteignagjalda 2023 verða aðgengilegir á island.is í kvöld 23.02.2023 eða annað kvöld 24.02.2023.
Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalds.
Hvernig nálgast ég Álagningarseðilinn minn?
- Ferð inná www.island.is
- Skráir þig inn á "mínar síður"
- Smellir á "Pósthólf - er bréf til þín?"
- Þar er smellt á "Álagningarseðill fasteignagjalda 2023" sem er að finna þar í listanum.
- Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður sem pdf eða prenta hann út.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Kaldrananeshrepps og senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..