Gönguleiðir í Kaldrananeshreppi

Í Kaldrananeshreppi eru margar skemmtilegar gönguleiðir sem vert er að skoða. Hér má finna helstu gönguleiðir í hreppnum þar sem gengið er um friðsælt og fallegt umhverfi. 

Bæjarfell Að ganga upp Bæjarfell hentar allri fjölskyldunni og af fjallinu er fallegt útsýni út á Steingrímsfjörð, Húnaflóa og til Grímseyjar. 

Bæjarfell er 345m yfir sjávarmáli og tekur gangan upp að toppi um eina klukkustund. Gönguleiðin að Bæjarfelli er merkt og byrjar hjá tjaldsvæðinu á Drangsnesi.
Leit