Félög í Kaldrananeshreppi

Björgunarsveitin Björg

Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi er lítil en afskaplega mikilvæg. Björg tekur þátt í björgun, leit og gæslu í Kaldrananeshreppi að beiðni stjórnvalda og sinnir því víðfeðmu svæði þar sem langt er í aðrar bjargir. 
 
Formaður Bjargar er Ingólfur Árni Haraldsson s. 777-0206.

Kvenfélagið Snót

Kvenfélagið Snót var stofnað árið 1927 til að standa fyrir félagsstarfi kvenna en meðal þess verkefna sem kvenfélagskonur taka sér fyrir hendur er sjávarréttasmakkið á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. Auk þess sjá þær um erfidrykkjur en það fé sem safnast til Kvenfélagsins er nýtt til þess að styrkja þá sem þurfa. 

Formaður Kvenfélagsins Snótar er Ísabella B. Lundshöj Petersen s. 762-8455

Ungmennafélagið Neisti

Ungmennafélagið Neisti var stofnað í Samkomuhúsinu á Kaldrananesi árið 1924. Strax á fyrsta ári voru félagsmenn orðnir 56. Aðalmarkmið félagsins voru ástundun íþrótta og almennt félagsstarf, þá var einnig lögð áhersla á blaðaútgáfu. 

Ungmennafélagið Neisti varð aðili að Íþróttasambandi Íslands árið 1940 og hefur félagið staðið fyrir ýmsum viðburðum á síðari árum.

Formaður Neista er Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir s. 854-3211

Sundfélagið Grettir

Sundfélagið Grettir var stofnað árið 1928 þegar ungir menn unnu í vegavinnu í Bjarnarfirði. Að loknu erfiði dagsins horfðu þeir á gufuna líða upp af heitum lækjum og ákváðu að kanna hvort ekki væri hægt að nota vatnið til sunds. Þeir tóku til við að grafa út lækinn mynduðu sundþró með hlaðinni stíflu. Í framhaldi af þeim framkvæmdum var Sundfélagið Grettir stofnað. 

Tilgangur félagsins er að standa fyrir iðkun íþrótta á ströndum meðal félagsmanna sinna og efla íþróttastarf í Bjarnarfirði. Allir geta orðið félagar í Sundfélaginu Gretti sem óska eftir inntöku og skal umsókn berast til aðalstjórnar. 

Formaður Sundfélagsins Gretti er Ingólfur Árni Haraldsson s. 777-0206.

Skíðafélag Strandamanna

Skíðafélag Strandamanna var stofnað 19. nóvember 1990 og er félag fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á skíðaíþróttinni. 

Markmið félagsins eru að efla vetraríþróttir og útivist og að gefa almenningi kost á að fá tilsögn í skíðaíþróttum.  Jafnframt að stuðla að öflugu félagsstarfi yfir vetrarmánuðina og styrkja félaga til þátttöku á skíðamótum. 

Skíðasvæði félagsins er í Selárdal við Steingrímsfjörð. 

Krabbameinsfélagið Sigurvon

Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001 og eru félagsmenn í dag rétt tæplega 400 talsins. Helsta hlutverk krabbameinsfélagsins Sigurvonar er að veita fólki í krabbameinsmeðferð á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum, og fjölskyldum þeirra, stuðning í gegnum baráttu þeirra. 

Sá stuðningur felst í upplýsingagjöf til fólks og fjárstuðnings. Fólk sem er í krabbameinsmeðferð getur sótt um ársstyrk til félagsins. Einnig greiðir félagið niður gistikostnað fyrir fólk sem þarf að dvelja í Reykjavík vegna sjúkrahúsdvalar.

Leit