Hafnir í Kaldrananeshreppi

Kokkálsvíkurhöfn

Starfsemin í Kokkálsvíkurhöfn þjónar fiskiskipum, minni bátum og ferðamannabát sem siglir með ferðamenn í og kringum Grímsey í Steingrímsfirði yfir sumarmánuðina.

Á Kokkálsvíkurhöfn er viðlegukantur og flotbryggja í landi Gautshamars í Kaldrananeshreppi. Þar er pláss fyrir tíu til fjórtán báta við flotbryggju og u.þ.b. fimm báta við viðlegukantinn.


Þarna eru að jafnaði einn sextíu tonna dragnótabátur, þrettán plast fiskibátar og tveir minni plast fiski/skemmtibátar og þá hefur björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Bjargar pláss við flotbryggjuna.


Hafnarstjóri er Halldór Logi Friðgeirsson Sími 863 - 9964.

Drangsneshöfn

Drangsneshöfn er steypt löndunarbyggja og er á móts við Aðalbraut 30, Drangsnesi þar sem Fiskvinnslan Drangur ehf. er staðsett. 

Á bryggjunni er löndunarkrani og bæði heitt og kalt vatn. 
Bátar sem nýta aðstöðuna eru að jafnaði 13-14 talsins og þar af einn 60 tonna bátur en hinir eru minni dagróðrafiskibátar. 

Hafnarstjóri er Halldór Logi Friðgeirsson Sími 863 - 9964.

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa 

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs í Drangsneshöfn er sett fram í samræmi við kröfur í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Áætluninni er ætlað að tryggja að móttaka á úrgangi í Drangsneshöfn sé fullnægjandi og í góðri sátt við alla notendur hafnarinnar og að úrgangur berist til viðurkenndrar móttökustöðvar og hann meðhöndlaður á viðeigandi hátt.
Leit