Félagsmiðstöðin Ozon

Merki félagsmiðstöðvarinnar Ozon

Félagsmiðstöðin Ozon

Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett í kjallara Félagsheimilisins á Hólmavík.  Starfið er ætlað krökkum í 5.-10. bekk í  Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Félagsmiðstöðin er vel tækjum búin, virkur þátttakandi í starfi Samfés og í miklu samstarfi við félagsmiðstöðvar í nágrannasveitarfélögum.

Ozonráð, sem samanstendur af ungmennum, stýrir allri starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Rík hefð er fyrir félagsmiðstöðvarstarfi og hafa margir viðburðir fest sig í sessi svo sem foreldrakvöld, galakvöld, ferð á Samfestingin, útivistar- og ævintýraferð og góðgerðarkvöld.

Opið er mánudaga-fimmtudaga frá 14:40-16:00, á fimmtudögum er jafnframt opið kl 16-18 fyrir yngri hóp og kl. 18-20 fyrir eldri hóp. Yngri hópur miðast við 5.-7. bekk og eldri hópur við 8.-10. bekk.

Tómstundafulltrúi er Andri Freyr Arnarson.
Sími: 451-3510 & 866-0101
Netfang: tomstundafulltrui@strandabyggd.is 
Leit