Veitingastaðir í Kaldrananeshreppi

Malarkaffi

Malarkaffi er veitingastaður á hótel Malarhorni sem staðsett er á Drangsnesi. Staðurinn er aðeins opinn á sumrin frá 20. maí - 31. október.

Þú færð hvergi ferskari fisk en á Malarkaffi en boðið er upp á ferskan fisk daglega beint út héraði. Útsýnið frá Malarkaffi er einstakt en Grímsey í Steingrímsfirði prýðir þar allra augum og það er ekki óséð að sjá hvali njóta sín í sjónum.

Veitingastaðurinn er opinn öllum og er staðurinn opinn frá 12.00 - 21.30. Eldhúsið lokar klukkan 20.30.

Í október er Malarkaffi opið frá 18.00 - 20.00

Laugarhóll

Á Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði er boðið upp á ljúffengan mat úr héraði í bland við framandi rétti. Maturinn er framreiddur í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir fallegan fjörðinn.

Veitingastaðurinn er opinn frá 19.00 til 21.00 á sumrin en eftir 1. september er hann opinn frá 19.00 - 20.00.

Boðið er upp á ferskt og fjölbreytt hlaðborð þar sem lögð er áhersla á nýtt sjávarfang og heimagerðan hollan mat, nýbökuð brauð, næringarríkar súpur, græn salöt og kryddjurtir úr garðinum.
Leit