Pottarnir á Drangsnesi

Pottarnir á Drangsnesi
Í fjöruborðinu fyrir neðan veg á Drangsnesi eru þrír heitir pottar sem komið var fyrir eftir að heitt vatn fannst árið 1997. Tveir pottanna eru heitir en einn kaldur. Pottarnir hafa hlotið gífurlegra vinsælda hjá heimamönnum sem og ferðamönnum.

Opið er allan sólarhringinn og sturtuklefar hinum megin við götuna. Ganga skal vel um svæðið og ekki má skilja neitt rusl eftir. Tekið er á móti frjálsum framlögum og skilyrði að fara í sturtu áður en notið er í pottunum. 
Leit