Gististaðir í hreppnum

Drangsnes

Malarhorn

Malarhorn opnaði um vorið 2008 og er fjölskyldurekið fyrirtæki en hjónin Ásbjörn og Valgerður tóku sig til árið 2007 og hófu uppbyggingu á ferðaþjónustu á Drangsnesi. Malarhorn er opið allan ársins hring en að auki er veitingastaðurinn Malakaffi opinn á sumrin sem og bátsferðir með bátnum Sundhana út í Grímsey í Steingrímsfirði.
Drangsnes

Gistiþjónusta Sunnu

Gistiþjónusta Sunnu er lítið og þægilegt gistiheimili þar sem í boði er lítil en rúmgóð stúdíóíbúð á neðri hæð. Sérinngangur er að íbúðinni og er rúm fyrir tvo ásamt ungbarnarúmi og dýnum ef þess er óskað. Einnig er eldhúsaðstaða með tveimur eldunarhellum, bakaraofni og örbylgjuofni ásamt öllum borðbúnaði. Á salerni og sturtu er innangengt úr íbúðinni.
Steingrímsfjörður

Bær III

Bær III er 180 fermetra einbýlishús að stærð, er staðsett rétt fyrir utan Drangsnes og rúmar a.m.k. 10 manns. Húsið var byggt árið 1980 og var uppgert árið 2012. Fimm rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu og leikherbergi. 

Í Bæ III er þvottahús með þvottavél og þurrkara, forstofa, stórt eldhús, hol, sólskáli, búr, tvö baðherbergi og stór stofa með mjög góðu útsýni. Einnig er útipallur nánast allan hringinn í kringum húsið.
Bjarnarfjörður

Laugarhóll

Hótel Laugarhóll er fjölskyldurekið gistihús í Bjarnarfirði þar sem boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum með eða án baðherbergis. Laugarhóll var upprunalega heimavistarskóli fyrir börn og var byggður á árunum 1963 - 1965. 

Á Laugarhóli er heimilislegur veitingastaður, notaleg setustofa, ylvolg sundlaug og náttúrupottur.

Bjarnarfjörður

Svanshóll

Svanshóll er bær í Bjarnarfirði, sannkallaður sælureitur og eru þar íbúðir til útleigu til ferðamanna. Íbúðirnar eru tvær og sú þriðja í undirbúningi. 

Íbúð 1 eru tvö herbergi (4 rúm) með sérinngangi, eldhúsi, stofu og sérbaðherbergi. Í eldhúsinu er ísskápur, frystir og uppþvottavél. Einnig er þvottavél inn á beðherberginu og ýmis búnaður á staðnum. 

Íbúð 2 er stúdíó-íbúð (rúm fyrir tvo auk svefnsófa), eldhúskrókur og baðherbergi. 
Bjarnarfjörður

Kaldrananes

Kaldrananes er fjölskylduhús í 160 fermetra fjögurra herbergja sveitahúsi við sjávarsíðuna í Bjarnarfirði. Kaldrananes er náttúruparadís þar sem fuglar, selir, klettar sem líkjast tröllum og strendur með rekavið skarta sínu fagrasta. Í Kaldrananesi er eldhús, þvottavél og þurrkari, sjónvarp og þráðlaust net. Einnig eru 10 rúm og eitt baðherbergi.

Bjarnarfjörður

Hvammur

Gistihúsin í Hvammi við árbakka Bjarnarfjarðarár eru útbúin með öllum helstu þægindum. Húsin eru fimm talsins, heitur pottur við þau öll og er tekið vel á móti gestum allan ársins hring. 

Hjónin Benedikt og Signý reka gistihúsin og hefur Hvammur verið í uppbyggingu síðan þau keyptu jörðina árið 2017.  
Leit