Fréttir & tilkynningar

Verkstjóri óskast í unglingavinnuna á Drangsnesi

Verkstjóri óskast í unglingavinnuna á Drangsnesi

27.03.2024

Kaldrananeshreppur óskar eftir verkstjóra í unglingavinnuna á Drangsnesi sumarið 2024.

Starfstími verður ákveðinn í samræmi við verkstjóra en miðað er við sex vikur sem ljúka fyrir síðustu helgina í júlí (föstudaginn 26. júlí).

Helstu verkefni & ábyrgð:

  • Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi vinnuskólans.
  • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan starfsfólks
  • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
  • Staðfestir vinnutíma starfsmanna og skilar til launafulltrúa.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Hæfniskröfur:

  • Sé hæfur til að vera ungmennum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
  • Sé sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og lausnamiðaður.
  • Hafa frumkvæði og drifkraft í starfi.
  • Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki.
  • Bílpróf er kostur.

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2024.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu hreppsins eða á netfangið drangsnes@drangsnes.is.  

Nánari upplýsingar veitir Finnur Ólafsson, oddviti í síma 775-3377.

Leit