Fréttir & tilkynningar

Tækifæri til nýsköpunar á sauðfjárræktasvæðum

Tækifæri til nýsköpunar á sauðfjárræktasvæðum

30.06.2023

Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason unnu að gerð tillagna að baki fyrstu landbúnaðarstefnunni sem Alþingi samþykkti nú 1. júní 2023. Þau vinna nú að tækifæragreiningu fyrir samstarfsverkefni SSV, SSNV og Vestfjarðastofu. Um er að ræða verkefni til að efla byggð á landsvæðum sem eiga mest undir sauðfjárrækt. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar og verðmætasköpunar á þessum svæðum.

Þau verða með viðveru á Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði milli klukkan 12.00 til 13.30, laugardaginn 1. júlí og hvetja alla áhugasama til samtals. Ef þið hafið t.d. áhuga á landbúnaði, stöðu sauðfjárræktar, tækifærum í afurðarvinnslu eða annarri nýsköpun – endilega kíkið við og viðrið ykkar hugmyndir. 

Ykkur er einnig velkomið að hafa samband við Hlédísi og Björn í gegnum netfangið hlediss@gmail.com  

Leit