Fréttir & tilkynningar
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi 29. október 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kaldraneshrepps 2010-2030 vegna nýrrar frístundabyggðar í landi Hveravíkur (FS14) og samsvarandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga.
Tillögurnar eru aðgengilegar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og þar er hægt að skila inn skriflegum athugasemdum á kynningartímanum fram til 22. desember 2023.
· Tillaga að breytingu aðalskipulags er aðgengileg á þessi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/451
· Tillaga að deiliskipulagi í landi Hveravíkur er aðgengileg á þessari slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/800
Einnig má skila athugasemdum til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða á skrifstofu Kaldrananeshrepps við Holtsgötu á Drangsnesi.
- Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar.