Fréttir & tilkynningar

Kvennaverkfall í Kaldrananeshreppi

Kvennaverkfall í Kaldrananeshreppi

23.10.2023

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023 þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf þann daginn.

Vegna kvennaverkfalls eru eftirfarandi stofnanir í Kaldrananeshreppi lokaðar:

- Grunnskóli Drangsness
- Skrifstofa Kaldrananeshrepps
- Sundlaugin á Drangsnesi 

Samstöðufundur verður haldinn á Malarhorni á Drangsnesi þar sem horft verður á samstöðufundinn á Arnarhóli í beinu streymi. 
Fundurinn hefst með hádegismat klukkan 12.00 (öll koma með e-ð á borðið). 

Kaldrananeshreppur styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og biður því íbúa um að sýna þessu skilning.

Leit