Fréttir & tilkynningar

Íbúafundur í Kaldrananeshreppi

Íbúafundur í Kaldrananeshreppi

13.11.2023

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps boðar til íbúafundar í samkomuhúsinu Baldri, miðvikudaginn 22. nóvember næstkomandi klukkan 19.00. 

Til umfjöllunar er meðal annars umsögn Innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar á stöðu sveitarfélagsins og sorphirðumál í Kaldrananeshreppi. 

Markmið fundarins er að leita álits íbúa á umfjöllunarefnum fundarins.
Að auki eru íbúar hvattir til að koma sínum hugmyndum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. 

Leit