Fréttir & tilkynningar

Heitavatnsborun á Drangsnesi

Heitavatnsborun á Drangsnesi

04.09.2023

Kæru íbúar Kaldrananeshrepps og aðrir,

Á morgun þriðjudaginn 5. september hefst vinna við borun á heitu vatni á Drangsnesi.
Borað verður á milli Aðalbrautar 8 og 10, við móts við gróðurhúsið hjá grunnskólanum.

Hluti af undirbúningi borframkvæmda er drenrör sem verður grafið frá borstað og í gegnum grjótgarð, því er ljóst að rjúga þurfi veginn á meðan sú framkvæmd stendur yfir.
Nánar verður tilkynnt þegar áætlað er að sú vinna hefjist en áætlað er að sú aðgerð taki klukkutíma og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum.

Megintilgangur framkvæmdarinnar er að efla Hitaveitu Drangsness og fá heitara vatn fyrir íbúa hreppsins.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Leit