Opnunartímar hjá félagsmálastjóra

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, Hildur Jakobína Gísladóttir, er með opnunartíma fyrir íbúa Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem hér segir:

Hólmavík: Skrifstofa félagsmálastjóra, 2. hæð Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3
Mánudagar: 9:30 - 15:00
Miðvikudagar 9:30 - 15:00
Fimmtudagar 9:30 - 12:00

Reykhólar: Skrifstofa sveitarfélagsins, Maríutröð 5
Þriðjudagar: 10:00 - 15:00

Viðvera félagsmálastjóra í Kaldrananeshreppi og Árneshreppi verður auglýst sérstaklega. Allir íbúar sveitarfélaganna fjögurra geta nýtt sér opnunartíma
félagsmálastjóra á Hólmavík og Reykhólum.

Einnig er hægt að ná í félagsmálastjóra á opnunartíma í síma 451 - 3510 og í síma 842-2511.

Kjörfundur í Kaldrananeshreppi, kosning til Stjórnlagaþings

Kjörfundur verður laugardaginn 27. nóvember
í Grunnskólanum á Drangsnesi, Aðalbraut 10.

Hefst hann kl. 10.00 og lýkur kl. 18.00


Við minnum kjósendur á  að kynna sér vel framkvæmd kosninganna í dreifiriti því sem þeir hafa fengið sent heim og að heppilegt væri að nota kynningarseðilinn sem fylgdi með  til að hafa allt tilbúið þegar komið er á kjörstað. Einnig er hægt að fylla út og prenta hjálparkjörseðil á http://kosning.is. Þar er auðvelt að leita eftir búsetu og/eða starfsheiti.

Kjörskrá liggur frammi í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar Borgargötu 2. Bendum einnig á vefinn http://kosning.is. Þar er hægt að fletta upp hvar hver og einn er á kjörskrá eftir kennitölu.

Ef einhver vill koma með athugasemdir við kjörskrá óskast þær sendar til sveitarstjórnar.

Kjörstjórn Kaldrananeshrepps.

Kjörfundur

Kjörfundur verður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 6. mars 2010. Ein kjördeild er í Kaldrananeshreppi og verður kjörstaður í Grunnskólanum á Drangsnes. Kjörstaður mun opna kl. 11.00 og verður lokað kl. 18.00. (Sbr. þó 93 greina laga um kosningar til alþingis nr. 80/1987). Kjósendur eru minntir á að framvísa þarf persónuskilríkjum á kjörstað.

Kjörstjórn Kaldrananeshrepps.

Rýmingaráætlun vegna ofanflóða

Samkvæmt lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá maí 1997 með breytingu í lögum nr. 71/2000 frá maí 2000 ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum, sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar, í samræmi við gildandi rýmingaráætlun.

Nánar: Rýmingaráætlun vegna ofanflóða

Rýmingaráætlun

EF VIÐVÖRUNARKERFIÐ FER Í GANG SKAL UNNIÐ EFTIR EFTIRFARANDI RÝMINGARÁÆTLUN:

Nánar: Rýmingaráætlun