Veiðidagar 2008
- Details
- Miðvikudagur, 04 júní 2008 17:15
Bjarnarfjarðará sumarið 2008
Veiðidagar fyrir íbúa Kaldrananeshrepps
Bjarnarfjarðará 2008
- Details
- Fimmtudagur, 29 maí 2008 15:34
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkt á fundi sínum þann 28. maí að hafa
sama hátt á og síðasta ár með úthlutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará. Fá allir
sem lögheimili eiga í Kaldrananeshreppi þann 1. maí s.l úthlutað veiðidegi í
Bjarnarfjarðaá í sumar. Fer úthlutunin fram á Sjómannadaginn 1. júní n.k
Verður dregið um hvaða daga hver fær.
Mikil ánægja var með þessa ráðstöfun síðasta ár og þrátt fyrir misjafna
veiði eins og gengur hjá veiðimönnum, því sumir eru jú betri veiðimenn en
aðrir.
Þetta er góð fjölskyldu samvera með hollri útiveru í yndislegu umhverfi.
F.h. sveitarstjórnar, Jenný Jensdóttir.
Myndin sýnir Baldur Stein Haraldsson með einn vænan í fyrra.
Bann við rjúpnaveiði
- Details
- Fimmtudagur, 06 september 2007 18:26
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.september s.l bann við rjúpnaveiði i landi Klúku í Bjarnarfirði. Telur sveitarstjórn aðalmenn skotveiði á Klúku samrýmist hreint ekki þeirri starfssemi sem er og er fyrirhuguð á jörðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ekki er samt ætlunin að gera jörðina Klúku að griðlandi fyrir ref og mink ogverður því meðferð skotvopna ekki bönnuð alfarið að sinni þó hún verði miklum takmörkunum háð.
Hallfríður Sigurðardóttir á Svanshóli mun hafa eftirlit með skotveiði á jörðinni og hefur fullt umboð sveitarstjórnar til að vísa veiðimönnum frá.