Sveitarstjórnarfundur 4. júní 2020

Sveitarstjórnarfundur 4. júní 2020

Fimmtudaginn 4. júní 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Oddviti leitar  afbrigða, að taka á dagskrá eitt viðbótar erindi:
21) Þríþætt erindi framkvæmdaráðs Umhverfisvottunar Vestfjarða (bréf Maríu Maack).

Eva K. Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 21. fundar:

  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 23.4.2020
  2. Fundagerðir nefnda
    1. Fræðslunefndarfundur 16.04.2020
    2. Fræðslunefndarfundur 27.4.2020
    3. Byggingarnefndarfundur 4.6.2020
  3. Aðrar fundagerðir
    1. Fundargerðir 881-884. stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga
    2. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019 og fjárhagsáætlun 2020
    3. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 25. fundur 21.4.2020
    4. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 26. fundur 7.4.2020
    5. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðarsvæðis, 128. fundur þann 28.5.2020
    6. Stjórnarfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 28.5.2020
  4. Samstarfssamningur 2020 við Byggðasamlag Vestfjarða
  5. Leyfisumsókn Evu K. Reynisdóttur um rekstur gististaðar í flokki IV
  6. Erindi Magneu Guðnýjar Róbertsdóttir um stöðuleyfi gáms
  7. Átak Minjastofnunar Íslands lagt fram til kynningar
  8. Kynningarátak Vestfjarðarstofu og þátttaka í Vestfjarðaleið
  9. Erindi Hermanns Valssonar, stafræn ferðaþjónusta
  10. Uppsetning ærslabelgs á vegum Ungmennafélag Neistans
  11. Erindi þriggja ferðaþjóna Kaldrananeshrepps um lækkun kyndikostnaðar
  12. Söluferli Grundargötu 9, Drangsnesi
  13. Tilboð Motus í innheimtuþjónustu
  14. Greining á fjárhagstöðu sveitarfélags, áætluð frávik og eftirlit
  15. Kynning SNR á aukaúthlutun úr „Ísland ljóstengt“ fyrir ljósleiðarauppbygginu
  16. Niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á neysluvatni Drangsness
  17. Samningur Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2020-2022
  18. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19
  19. Samhæfingarmiðstöð almannavarna, takmarkanir og tilslakanir
  20. Bjarnarfjarðará, veiðidagar

Fundargerð:

  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 23.4.2020

  2. Fundagerðir nefnda
    1. Fræðslunefndarfundur 16.04.2020
      Fundargerðir Fræðslunefndar lagðar fram til kynningar og sveitastjórn samþykkir.
    2. Fræðslunefndarfundur 27.4.2020
      Fundargerðir Fræðslunefndar lagðar fram til kynningar og sveitastjórn samþykkir.
    3. Byggingarnefndarfundur 4.6.2020
      Fundargerð Byggingarnefndar lögð fram til kynningar og sveitastjórn samþykkir.

  3. Aðrar fundagerðir
    1. Fundargerðir 881-884. stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS)
      881., 882., 883. og 884. fundargerðir stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
    2. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019 og fjárhagsáætlun 2020
      Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur fram Ársreikning 2019 og breytta fjárhagsáætlun 2020 til kynningar. Ársreikningurinn var samþykktur á 65. fjórðungsþingi þann 27. maí.
    3. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 25. fundur 21.4.2020
      Fundargerð 25. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu lögð fram til kynningar.
    4. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 26. fundur 7.4.2020
      Fundargerð 26. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu lögð fram til kynningar.
    5. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðarsvæðis, 128. fundur þann 28.5.2020
      Fundargerð 128. fundar í Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar.
    6. Stjórnarfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 28.5.2020
      Fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps lögð fram til kynningar.

  4. Samstarfssamningur 2020 við Byggðasamlag Vestfjarða (BsVest)

Nýs samstarfssamningur Byggðasamlags Vestfjarða fyrir árið 2020 var tekinn fyrir og undirritaður.

  1. Leyfisumsókn Evu K. Reynisdóttur um rekstur gististaðar í flokki IV (Sýslumaður)

Eva K. Reynisdóttir víkur af fundi. Finnur tekur við ritun fundargerðar.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum óskar eftir umsögn sveitarfélagsins við umsókn Evu K Reynisdóttur (Malarhorn) um leyfi til að reka gististað í flokki IV. Sveitarstjórn gerir enga athugasemd við leyfisumsókn Evu Reynisdóttur um rekstur gististaðar í flokki IV.

Sveitastjórn veitir jákvæða umsögn og oddvita falið að svara sýslumanni.

Eva mætir aftur á fund og tekur við ritun fundargerðar.

  1. Erindi Magneu Guðnýjar Róbertsdóttir um stöðuleyfi gáms


Magnea Guðný Róbertsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sem verður staðsettur norðan megin við Grundargötu 5, Drangsnesi.  

Sveitarstjórn vísar í fundargerð byggingar,-  umhverfis- og skipulagsnefndar og bíður afgreiðslu nefndarinnar.

  1. Átak Minjastofnunar Íslands lagt fram til kynningar

Minjastofnun Ísland leitar eftir tillögum að verkefnum fyrir hugsanlegt átak í stærri atvinnukrefjandi verkefnum.

Sveitastjórn hefur hugmynd að verki og oddvita falið að ganga í verkið.

  1. Kynningarátak Vestfjarðarstofu og þátttaka í Vestfjarðaleið
    1. Erindi Díönu Jóhannsdóttir, Vestfjarðarstofu, lagt fram. Markaðsátak Vestfjarðarstofu styrkt af Covid-átakssjóði sóknaráætlunar er kynnt. Búið er að semja við auglýsingastofuna Pipar sem býður sveitarfélögum 3 birtingarpakka. Sveitarfélögin eru beðin um að láta vita ef þau hafa áhuga á þátttöku í birtingum.
      Sveitastjórn ákveður að taka ekki þátt í þessu verkefni vegna mikils kostnaðar miða við stærð sveitafélags.
    2. Kynningarefni um Vestfjarðarleiðina var lagt fram og afstaða tekin til þátttöku hreppsins í verkefninu.
      Sveitarstjórn ákveður að taka þátt í verkefninu með vinnuframlagi skrifstofustjóra og leggur 500 þúsund krónur í verkið.
  1. Erindi Hermanns Valssonar, aðgangur og kennsla í stafrænni ferðaþjónustu

Kynningarefni lagt fram. Hermann Valsson býður Kaldrananeshrepp aðgang að stafrænu vefsjárkorti og kennslu á innsetningu efnis. Mikið er til af myndum og textum sem gagnlegt væri að miðal í vefsjá og deila sem víðast. Hermann býður fram þjónustu sína gegn föstu árgjaldi.

Sveitarstjórn er beðin að taka afstöðu til þátttöku í verkefninu. Sveitarstjórn ákveður að skoða samþættingu þessa verkefnis við þátttöku sveitafélagsins við kynningarefni Vestfjarðaleiðar.

  1. Uppsetning ærslabelgs á vegum Ungmennafélag Neistans

Hugmyndir um uppsetningu á ærslabelg á vegnum Ungmennafélagsins Neistans voru lagðar fram til kynningar. Ungmennafélagið óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu með tilliti til skipulagningu á staðsetningu og uppsetningu ærslabelgsins.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirhugaði staðsetningu ef engar athugasemdir koma frá nágrönnum. Sveitastjórn ákveður að sjá um jarðvinnu við uppsetningu leiktækis.

  1. Erindi þriggja ferðaþjóna Kaldrananeshrepps um lækkun kyndikostnaðar

Eva K. Reynisdóttir víkur af fundi. Finnur tekur við ritun fundargerðar.

Erindi Sunnu J. Einarsdóttur, Evu Katrínu Reynisdóttur og Einars Unnsteinssonar lagt fram, en þar er þess óskað að kyndikostnaður Gistiþjónustu Sunnu, Gistiheimili Malarhorns og Hótel Laugarhóls sé endurskoðaður starfsárið 2020 vegna áhrifa Covid. Jafnframt er þess óskað að hreppsnefndin skoði lækkun hitakostnaðar til framtíðar yfir vetrarmánuðina.

Sveitarstjórn ákveður að fresta erindinu til næsta fundar en tekur vel í það. Sveitarstjórn veitir frest á gjaldtöku næsta mánaðar sé þess óskað.

Eva mætir aftur á fund og tekur við ritun fundargerðar.

  1. Söluferli Grundargötu 9, Drangsnesi

Margrét Bjarnadóttir víkur af fundi í þessum fundarlið. Farið var yfir stöðuna á söluferli Grundargötu 9. Tvö kauptilboð bárust í fasteignina. Sveitstjórn ákveður að taka hærra tilboðinu sem barst 17.9 milljón. Skrifstofustjóra og oddvita falið að sjá um að ganga frá kaupunum. Borið upp og samþykkt samhljóða.

Margrét mætir aftur á fund.

  1. Tilboð Motus í innheimtuþjónustu

Fulltrúi Motus, Sveinn Ó Hafliðason, hélt kynningu á þjónustu Motus og sendi tilboðssamning um samstarf í innheimtuþjónustu.

Tilboðinu hafnað að svo stöddu. Borið upp og samþykkt.

  1. Greining á fjárhagsstöðu sveitarfélags, áætluð frávik og eftirlit (SNR)
    1. Tölvupóstar Eiríks Benónýssonar lagðir fram til kynningar, dags. 14. og 18.maí 2020.
    2. Tölvupóstur Eiríks Benónýssonar lagður fram til kynningar, dags. 28.maí 2020.
      Skrifstofa sveitarfélaga og byggðarmála óskar eftir því að Kaldrananeshreppur geri grein fyrir frávikum frá fjárhagáætlun sem geti talist meiriháttar (A hluti: Laun, þjónustutekjur, Sérstakt atvinnuátak, Aðrir rekstrarliðir, Fjárfestingar, Lántökur. B-hluti: Hafnarsjóður, fjárfestingar).Skrifstofustjóra falið að svara erindi. Borið upp og samþykkt.
  1. Kynning SNR á aukaúthlutun úr „Ísland ljóstengt“ fyrir ljósleiðarauppbygginu

Bréf Sæmundar Þorsteinssonar hjá Skrifstofu stafrænna samskipta (SNR) var ætlað að vekja athygli á því að hægt er að sækja um aukaúthlutun til 1. júní í verkefninu „Ísland ljóstengt“ sem er tímabundið landsátak í ljósleiðaruppbyggingu í dreifbýli.

Oddviti hefur nú þegar sótt um auka úthlutun í verkefni “Ísland ljóstengt“ fyrir umræddan frest. Málið rætt og kynnt.

  1. Niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á neysluvatni Drangsness

Neysluvatn Drangsness stenst gæðakröfur samkvæmt Rannsóknarniðurstöður Matís og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á gæðum neysluvatns Drangsness þann 6. maí 2020. Gögn lögð fram til kynningar.

  1. Samningur Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2020-2022 (UST)

Samningur um refaveiðar 2020-2022 lagður fram til kynningar. Borið upp og samþykkt.

  1. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19 (Aðgerðarpakki v Covid)
    1. Heimild til að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts
    2. Í aðgerðarpakka Alþingis nr. 1 var samþykkt tímabundin endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu sem er innt af hendi frá tímabilinu 1.mars til 31. desember 2020 á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur íbúðar eða frístundarhúsnæðis í eigu sveitarfélaga. Í aðgerðarpakka 2 var heimildin útvíkkuð og nær til annars húsnæðis. Drög að reglum eru til umsagnar til 5.6.2020.
    3. Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og b-félagsfærni barna.
    4. Undanþága til lausráðninga starfsmanna til kennslustarfa fyrir skólaárið 2020-2021.
    5. Staða á „Aðgerðarpökkum Alþingis 1 og 2“ lögð fram til kynningar og frekari umræðu.
    6. Sumarátaksstörf sveitarfélaga, tilkynning 6. maí.

Tekin var umræða um þann stuðning sem er í boði og ákveðið að fylgjast með framvindu mála.

  1. Samhæfingarmiðstöð almannavarna, takmarkanir og tilslakanir (Almannavarnnir)

Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur sent 13 tilkynningar með takmörkunum, leiðbeiningum, tilslökunum og viðbrögðum við Covid19. Lagt fram til kynningar.

  • Söfn og menningarstofnanir 22.4
  • Grunn- og leiksskólar 28.4
  • Viðbragðsáætlanagerð 29.4
  • Smit á stofnunum og starfstöðvum sveitarfélaga 30.4
  • Sumarhátíðir 4.5
  • Leiðbeiningar Landlæknis 5.5
  • Tilslakanir á samkmubanni 12.5
  • Tilslakanir vinnuskóla 13.5
  • Leiðbeiningar sund og baðstaða 14.5
  • Leiðbeiningar velferðarþjónustu 18.5
  • Leiðbeiningar fjöldatakmarkana 25.5
  • Leiðbeiningar íþróttamannvirkja 25.5 og 26.5
  • Tilslakanir skóla og frístundarstarfs 27.5
  1. Bjarnarfjarðará, veiðidagar ára og eldri

Búið er að fá uppfærða íbúaskrá frá Hagstofu Íslands og skrifstofustjóri hefur parað íbúa í tveggja manna hópa. Næsta skref er að staðfesta nákvæmt veiðitímabil og úthluta veiðidögum. Hefð er fyrir því að láta skólabörn draga um úthlutanir veiðidaga.

Sveitastjórn samþykkir að deila úr dögum með sama hætti og áður og felur skrifstofustjóra að fara í málið og birta niðurstöður í Verslunarfélagi Drangsnes og á heimasíðu hreppsins.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun: Kaldrananeshreppur beiti sér fyrir að boðað verði sem fyrst til aðalfundar veiðifélagsins og tekið verði til endurskoðunar fyrirkomulag á veiðum í Bjarnarfjarðaránni og að áin sé gerð að einu veiðisvæði.   

Borið upp og samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá.

  1. Þríþætt erindi framkvæmdaráðs Umhverfisvottunar Vestfjarða (bréf Maríu Maack)

Á fundi framkvæmdarráðs Umhverfisvottunar Vestfjarða 29.04.2020 var kynnt þríþætt erindi sem  sveitarstjórnir voru beðnar um að taka formlega fyrir:

  1. Tilnefning í Græna teymið var staðfest og skrifstofustjóra falið frágang máls
  2. Sveitarstjórn merkti við þau atriði sem eru í gangi og umræða fór fram um forgangsröðun og mótvægisaðgerðir.
  3. Sveitarstjórn tók til umræðu og meðferðar áhættumat vegna loftslagsvár til að greina ógnir sem geta stafað frá breytingum á veðurfari.

Ákveðið var að halda afmarkaðan fund um málaflokka b) og c) og felur skrifstofustjóra að finna hentugan tíma í samráði við sveitastjórn.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 23:55