Sveitarstjórnarfundur 23.apríl 2020

Sveitarstjórnarfundur 23. apríl 2020

Fimmtudaginn 23. apríl 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 20. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 20. Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá eitt viðbótar erindi: 20) Samhæfingarmiðstöð almannavarna – Covid 19. Afbrigði samþykkt.

Finnur Ólafsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá:

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 12.3.2020
 2. Fundagerðir nefnda
  1. Hafnarnefnd 14.4.2020
  2. Fræðslunefnd 16.4.2020
 3. Aðrar fundagerðir
  1. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) 23.3.2020
  2. Fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla 2.4.2020
 4. Leiðbeiningar SÍS til að virkja ný sveitarstjórnarlög sem heimila fjarfundi sveitarstjórna
 5. Skýrsla KPMG – Stjórnsýsluskoðun
 6. Erindi frá SÍS með ábendingar um aðgerðir á samdráttartímum
 7. Erindi frá SÍS um veitingu afslátta af greiðsluhluteild notenda velferðarþjónustu
 8. Uppfærsla á áætlun og verklagsreglum Umhverfisstofnunar – Covid 19
 9. Bréf frá Reikningsskila og upplýsinganefnd, Skrifstofu sveitarf. og byggðamála
 10. Bréf frá Lögfræði- og velferðarsviðs SÍS um frestun gjalddaga fasteignaskatta
 11. Umhverfisvottun Earth Check – afstaða til endurnýjunar
 12. Erindi Skrifstofu sveitarf. og byggðamála um endurgerð á greiðsluáætlun Jöfnunarsjóðs
 13. Fjórðungssamband Vestfirðinga – Áætlun og framlög sveitarfélaga 2020
 14. Bréf frá Höskuldi Búa Jónssyni
 15. Tvö erindi EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) – fjárfesting í fjárhagsáætlun
 16. Fyrirspurn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisum vatnsveitur sveitarfélaga
 17. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
 18. Bréf frá Hallfríði F. Sigurðardóttur
 19. Tillaga um sölu á Grundargötu 9

Fundargerð:

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 12.3.2020.
  Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Fundagerðir nefnda
  • Hafnarnefnd 14.4.2020
   Fundargerð Hafnarnefndar frá 14.4.2020 lögð fram. Fundagerðin er í 4 liðum. Liður 1 lagður fram, Liður 2 rætt um kaup á nýjum löndunarkrana, sem kostar 6.2 miljón (án vsk) borið upp og samþykkt. Liður 3. Sveitarstjórn felur oddviti að kanna hvaða aðgerða er hægt að grípa til þess bregðast við bágbornu ástandi rafmangsskúrsins. Liður 4 oddviti falið að senda bréf á Vegagerðina vegna dýpkunnar við höfnina í Kokkálsvík. Samþykkt samhljóða
  • Fræðslunefnd 16.4.2020
   Fundagerð fræðslunefnar var í einum lið um ráðningu skólastjóra. Sveitastjórn samþykkir ráðninguna og felur fræðslunefnd að setja upp ráðningu og starfshlutföllum við grunnskólan á Drangsnesi, áður endanleg staðfesting á ráðningu. Borið upp og samþykkt.
 1. Aðrar fundagerðir
  1. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) 23.3.2020
   Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  2. Fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla 2.4.2020
   Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 2. Leiðbeiningar SÍS til að virkja ný sveitarstjórnarlög sem heimila fjarfundi sveitarstjórna. 
  Gögn lögð fram til kynningar. Til að virkja þessa heimild þarf sveitarstjórn að taka um það sérstaka ákvörðun. Samþykkt var að virkja heimildina og heimila fjarfundi.
 3. Skýrsla KPMG – Stjórnsýsluskoðun 2019
  Skýrslan lögð fram til kynningar og umræðu. Oddvita falið að bregðast við.
 4. Erindi frá SÍS með ábendingar um aðgerðir á samdráttartímum
  Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fram lista af aðgerðum og beinir því til sveitarfélaga að hrinda þeim í framkvæmd eins og kostur er. Erindi lagt fram til kynningar.
 5. Erindi frá SÍS um veitingu afslátta af greiðsluhluteild notenda velferðarþjónustu.
  Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrám velferðarþjónustu og mælist til þess að tekin sé afstaða til listaðra valkosta. Erindi lagt fram til kynningar.
 6. Uppfærsla á áætlun og verklagsreglum Umhverfisstofnunar – Covid 19 
  Breytingar hafa verið gerðar á áætlunum er varða flokkun úrgangs undir neyðarstigi þar sem fólk kann að vera í sóttkví eða einangrun. Áætlunin lögð fram til kynningar.
 7. Bréf frá Reikningsskila og upplýsinganefnd, Skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála
  Reikningsskila- og upplýsinganefnd bendir sveitarfélögum á yfirlýsingu frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vegna áhrifa af COVID-19 17. mars 2020, þar sem mælst er til þess að félög fjalli sérstaklega um áhrif af kórónaveirunni (COVID-19) á afkomu og stöðu viðkomandi félaga í skýrslu stjórnar. Bréfið lagt fram til kynningar, en það hefur jafnframt verið áframsent á endurskoðenda.
 8. Bréf frá Lögfræði- og velferðarsviðs SÍS um frestun gjalddaga fasteignaskatta
  Bréf ásamt minnisblaði frá lögfræði- og velferðarsviði SÍS var lagt fram til kynningar. Þar er farið yfir bráðabirgðaákvæði um frestun gjalddaga fasteignaskatta ásamt leiðbeiningum er geta nýst sveitarfélögum við undirbúning slíkra aðgerða. Lagt fram til kynningar og sveitastjórn ákveður að skoða málið betur, til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
 9. Umhverfisvottun Earth Check – afstaða til endurnýjunar 
  Umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum fyrir starfsárið 2019 hefur verið endurnýjuð. Sveitarfélagið samþykkir þátttöku í verkefninu. Samhliða eru sveitarstjórnir hvattar til að tengjast verkefninu með sýnilegum hætti og endurnýja undirskriftir með 2019-logói verkefnisins. Merkið hefur ekki verið nýtt í samskipti sveitarfélagsins til þessa. Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að bæta úr því. Heildarúttektarskýrslan lögð fram til kynningar.
 10. Erindi Skrifstofu sveitarf. og byggðamála um endurgerð á greiðsluáætlun Jöfnunarsjóðs
  Lagt fram til kynningar. Sveitastjórn Kaldrananeshrepps lýsir yfir undrun sinni á þessum gjörningi á þessu erfiðu tímum. Mikill tekjusamdráttur er framundan hjá sveitafélögum samhliða auknum útgjöldum vegna covid 19. Borið upp og samþykkt.
 11. Fjórðungssamband Vestfirðinga – Áætlun og framlög sveitarfélaga 2020 
  Áætlun lögð fram til kynningar.
 12. Bréf frá Höskuldi Búa Jónssyni
  Bréf lagt fram til kynningar. Sveitastjórn samþykkir fyrirhugaðri staðsetningu, en vísar á að umsókn þarf að berast byggingar og umhverfisnefndar um stöðuleyfi. Borið upp og samþykkt.
 13. Tvö erindi EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) – fjárfesting í fjárhagsáætlun
  Erindi lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn er gert að skila innn upplýsingum um áform sveitarfélagsins um fjárfestingar og hvort fyrir liggi að einstök fjárfesting nemi hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum og þá mati á áhættu sveitarfélagsins. Oddvita falið að svara erindi.
 14. Fyrirspurn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um vatnsveitur sveitarfélaga
  Fyrirspurn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um vatnsveitur sveitarfélaga dags. 13.11.2019 er enn ósvarað. Hugmyndir að svari var lagt fram til kynningar.
 15. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
  Óskað er eftir staðfestingu á endanlegu útsvarshlutfalli sveitarfélags við álagningu 2020 á tekjur ársins 2019. Einnig er óskað svars hvort heimild til lækkunar eða hækkunar á útsvarshlutfalli hafi verið beitt. Oddvita falið að svara erindi.
 16. Bréf frá Hallfríði F. Sigurðardóttur
  Bréf lagt fram til kynningar. Sveitastjórn tekur heilshugar undir erindi Hallfríðar og felur oddvita að ganga rösklega til verks.
 17. Tillaga um sölu á Grundargötu 9
  Sveitastjórn samþykkir að auglýsa Grundargötu 9 til sölu og kanna áhuga. Sveitastjórn felur skrifstofustjóra að auglýsa eignina. Sveitastjórn áskilur sér að rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Borið upp og samþykkt.
 18. Upplýsingar frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna
  Gögn lögð fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22.30