Sveitarstjórnarfundur 12. mars 2020
- Details
- Fimmtudagur, 12 mars 2020 19:52
Sveitarstjórnarfundur 12. mars 2020
Fimmtudaginn 12. mars 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 19. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 17. Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá fjögur erindi: a) Lánasjóður Sveitarfélaga, b) Vitavegur 4 og c) Leiga skólaíbúðar, d) Samráð minni sveitarfélaga, e) Erindi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Afbrigði samþykkt.
Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 29.1.2020 og 18.2.2020
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Fasteignakaup
- Yfirdráttarlán
- Skrifstofustjóri
- Hvalárvirkjun umsögn
- Svar við fyrirspurn Orkusjóður
- Fyrirhugað verkfall aðildarfélaga BSRB
- Frumvarp um eignaráð – og nýtingu fasteigan
- Heimild til að skrá bifreið fyrir neyðarakstur
- Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
- Breytingartillaga við 22.gr Náttúruverndarlaga
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 2.3.2020
- Erindi frá Félagsmálaráðuneyti og UNICEF
- Styrktarbeiðni Sólheimar
- Styrktarbeiðni Skíðafélag Strandamanna
- Gróðurhúsið við skólann
- samningur um styrk vegna verslunar í stjálbýli
- Upplýsingar vegna kórónaveiru COVId 19
- Áætlun um refaveiðar 2020 – 2022
- Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2019
- Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga
- Vitavegur 4
- Leiga skólaíbúðar
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 29. janúar 2020 og aukafundar 18. febrúar 2020. Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
- Fundargerðir nefnda
- Fundur Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefndar 4.2.2020.
Fundargerðin lögð fram til staðfestingar. Sveitarstjórn samþykkir að fara í vinnu við breytingar á Aðalskipulagi vegna breyttrar nýtingar á jörðinni Hvammi og heimila eigendum að hefja vinnu við deiliskipulag.
- Fundur Fræðslunefndar. Í fundargerð kemur fram að skólastjóri hafi
sagt starfi sínu lausu og skal auglýsa eftir skólastjóra. Oddvita falið að
auglýsa starfið í samráði við starfandi skólastjóra.
- Aðrar fundargerðir
- Fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 19.2.2020. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Fundur Byggðasamlags Vestfjaðra um málefni fatlaðs fólks 13.1.2020. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31.1.2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Fundur Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 27.2.2020. Fundargerðin ásamt ársreikningi 2019 lagt fram til kynningar og staðfestingar.
- Fundur Skipulagsnefndar Dalabyggðar, Strandabyggðar, Reykhólahrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps 6.3.2020. Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.
- Fasteignakaup
Oddviti leggur fram tillögu um fasteignakaup Kaldrananeshrepps á Borgargötu 2, Drangsnesi af Kaupfélagi Steingrímsfjarðar svf., kt. 6801695949. Kaupverð er yfirtaka á skuldabréfi Byggðarstofnunar nr. 750902, en eftirstöðvar nafnverðs voru þann 10.7.2019 alls kr. 8.666.667.-. Sveitarstjórn Kaldrananershrepps samþykkir kaupin. Oddvita falið að ganga frá leigusamningi við Verslunarfélag Drangsness.
- Yfirdráttarlán
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir á fundi sínum að óska eftir yfirdráttarláni hjá Sparisjóði Strandamanna allt að kr.10.000.000.- Oddvita falið að ganga frá yfirdráttarláninu við Sparisjóðinn.
- Skrifstofustjóri
Finnur víkur af fundi vegna vanhæfis. Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Viktoríu Rán Ólafsdóttur í starf skrifstofustjóra Kaldrananeshrepps. Starfslýsing skrifstofustjóra liggur fyrir fundinn. Ráðningarsamningur lagður fram. Nýr skrifstofustjóri hóf störf 12.3.2020 og verður Jenný Jensdóttir einnig við störf fyrst um sinn.
Sveitarstjórn samþykkir að Viktoría Rán Ólafsdóttir nýr skrifstofustjóri hafi prókúru fyrir skrifstofu Kaldrananeshrepps frá og með 17. mars 2020 og frá þeim tíma fellur niður prókúra Jennýjar Jensdóttur fráfarandi skrifstofustjóra. Finnur kemur aftur að fundarborði.
- Hvalárvirkjun umsögn
Oddviti leggur fram tillögu þess efnis að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við breytingu á legu Hvalárlínu, þar sem hún snertir ekki beina hagsmuni Kaldrananeshrepps. Fyrirhuguð lega Hvalárlínu verður á Ófeigsfjarðarheiði og er ekki þörf á breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepss. - Svar Orkusjóðs
Svar Orkusjóðs lagt fram til kynningar. - Fyrirhugað verkfall aðildarfélaga BSRB
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir komu ekki til framkvæmda, þar sem samningasaðilar náðu saman fyrir tilgreindan verkfallstíma. - Frumvarp um eignaráð – og nýtingu fasteigna
Guðjón Bragason leggur til breytingar á drögum frumvarps sem eru hjálagðar til kynningar. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarfélaga.
- Heimild til að skrá bifreið fyrir neyðarakstur
Samgöngu- og sveitarsjórnarráðuneytið heimilar ráðuneytið að bifreiðin EL-986 verði skráð og búin til neyðaraksturs. Viðeigandi búnaður skal vera í samræmi við lög.
- Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Erindi lagt fram. Oddvita falið að svara Eftirlitsnefndinni.
- Breytingartillaga við 22.gr Náttúruverndalaga
Erindi lagt fram til kynningar Sveitarstjórn ákveður að taka ekki undir þessa breytingartillögu.
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 2.3.2020
Erindi lagt fram til kynningar.
- Erindi frá Félagsmálaráðuneyti og UNICEF um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Erindi lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur sveitarfélagið almennt barnvænt og ekki ástæða til að taka þátt í svo flóknu ferli.
- Styrktarbeiðni Skíðafélag Strandamanna til kaupa á snjótroðara
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 200.000 sem er innan ramma fjárhagsáætlunar. jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir vilja til frekari stuðnings þegar færi gefst.
- Gróðurhúsið við skólann
Erindi lagt fram þar sem skólastjóri óskar eftir lagfæringu á gróðurhúsi grunnskólans. Sveitarstjórn telur gróðurhúsið mikilvægt, en það þarf að fara í miklar endurbætur og einnig endurskoðun á nýtingu hússins. Oddvita falið að ræða málið við skólastjóra.
- Samningur um styrk vegna verslunar í strjálbýli.
Undirritaður samningur lagður fram til kynningar.
- Upplýsingar vegna kórónaveiru COVId 19
Áríðandi gögn er varða varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 lögð fram til kynningar.
- Áætlun um refaveiðar 2020 – 2022.
- Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2019
Umhverfisstofnun kallar eftir áætlun sveitarfélagsins um refaveiðar. Skrifstofustjóra falið að ganga frá óbreyttri áætlun frá síðasta ári og skila henni til Umhverfisstofnunar.
- Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga
Fundarboð á Aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf fimmtudaginn 26. mars 2020, kl 15:45 á Grand Hótel Reykjavík.
- Vitavegur 4
Lóðahafar Vitavegi 4, Drangsnesi, ítreka vilja sinn til að nýta lóðina. Bókun sveitarstjórnar frá 9.10.2019 stendur óbreytt. Þau munu því halda lóðinni svo fremi sem framkvæmdir hefjist fyrir október 2020.
- Leiga skólaíbúðar
Eva Katrín víkur af fundi vegna vanhæfi. Forstöðumaður Malarhorns ehf óskar eftir að fá íbúðina á Aðalbraut 10, Drangsnesi, á leigu í sumar. Sveitarstjórn samþykkir að leigja þeim íbúðina þegar hún losnar í vor.
Eva mætir aftur á fund.
- Samráð minni sveitarfélaga.
Erindi hefur borist vegna Landsþings Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Erindið er kynning á tillögu til landsþingsins vegna frumvarps sem felur í sér þvingaða sameiningu sveitarfélaga. Oddvita falið að svara erindinu með þeim áhersluatriðum sem sveitarstjórn hefur í viðkomandi máli.
- Erindi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna fyrirhugaðra
framkvæmda sveitarfélagsins.
Vegna þeirra aðstæðna sem Covid 19 veiran veldur í íslenski samfélagi hefur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskað eftir samvinnu við sveitarfélög um framkvæmdir sem gætu skapað atvinnu til skamms tíma og eru í þágu almannahags. Sveitarstjórn hefur undirbúið borun á nýrri vinnsluholu fyrir hitaveituna á Drangsnesi og samþykkir að senda erindi þess efnis til ráðuneytisins. Öll gögn eru fyrirliggjandi og er oddvita falið að ganga frá formlegu erindi.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 19:45