Sveitarstjórnarfundur 18. desember 2019

Sveitarstjórnarfundur 18. desember 2019

 

Miðvikudaginn 18. desember 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 17. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Ingólfur Árni Haraldsson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 20:00 Oddviti leytar 2 afbrigða, nr. 11 Bréf frá Ingólfi og nr 12. erindi frá Vegagerð. Afbrigði samþykkt.

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu

Dagskrá

  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 4.12.2019
  2. Fundargerðir nefnda
  3. Aðrar fundargerðir
  4. Fasteigankaup
  5. Fasteiganasala
  6. Fjárhagsáætlun 2020 síðari umræða
  7. Bréf frá Þjóðskrá – þjónustusamningur
  8. Bréf frá Umferðarstofu
  9. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
  10. Bréf frá Aflið.
  11. Bréf frá Ingólfi Haraldssyni
  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 4.12.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

  1. Fundargerðir nefnda

Fundargerð fræðslunefndar frá 18.12.2019. Fundagerðin er í 2 liðum. Liður 1 ræddur og samþykktur. Liður 2. Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum

Samþykkt samhljóða

  1. Aðrar fundargerðir
  2. Fundargerð 21. fundar stjórnar Vestfjarðastofu frá 21.10.2019

Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust og yfirlit yfir árstillög sveitarfélaga lagt fram og rætt. Þar kemur fram að framlagið næsta ár er mjög svipað því sem verið hefur.

  1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar frá 5. desember og 11. desember 2019

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

  1. Fasteignakaup

Þar sem ekki hafa borist gögn er lið 4. frestað til næsta fundar .

  1. Fasteignaasala

Oddviti leitar heimildar sveitarstjórnar um að ganga til samninga um sölu á raðhúsinu Holtagötu 6-8 til Leigufélagsins Bríetar hjá Íbúðalánasjóði á kostnaðarverði.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

  1. Fjárhagsáætlun 2020 síðari umræða ásamt 3ja ára áætlun

Fjárhagsáætlun rædd, borin undir atkvæði og samþykkt.

Gert er ráð fyrir að aðalsjóður skili góðum afgangi en B deildar fyrirtækin koma ekki eins vel út. Heildartekjuafgangur áætlaður rúmar 9 milljónir

Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir því að í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir rekstur leikskóla, en berist umsókn um leikskólapláss mun sveitastjórn bregðast við því.

borið upp og samþykkt samhljóða.

  1. Bréf frá Þjóðskrá – þjónustusamningur

Bréf frá Þjóðskrá. Oddvita falið að undirrita þjónustusamning við Þjóðskrá.

  1. Bréf frá Umferðarstofu

Lagt fram til kynningar

  1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
  2. bréf dags. 13.12.2019 lagt fram til kynningar og bréf dags 2.desember lagt fram til kynningar.
  3. Bréf frá Aflið.

Aflið Akureyri óskar eftir rekstarstuðningi. Beiðni hafnað

11.Bréf frá Ingólfi Haraldssyni

Ingólfur lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi, Finnur tekur við ritun fundargerðar

Ingólfur Árni Haraldsson óskar eftir leyfi frá sveitastjórnarstörfum frá og með áramótum 2019/2020.

Sveitarstjórn fellst á leyfi Ingólfs og þakkar honum vel unnin störf, jákvæðni og hugmyndir. Jafnframt er vonast til að hann komi aftur til starfa um leið og henta þykir.

Ingólfur kemur aftur á fund.

12.Erindi frá Vegagerð

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning við Vegagerðina um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka. Oddvita falið að ganga frá samningnum.

samþykkt samhljóða.

                                   

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt

Fundi slitið. 21:40