Sveitarstjórnarfundur 4. desember 2019
- Details
- Fimmtudagur, 05 desember 2019 00:13
Sveitarstjórnarfundur 4. desember 2019
Miðvikudaginn 4. desember 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 16. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Bjarni Þórisson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 20:00 og leitar afbrigða til að bæta við 1 lið það er liður 24. Starfsuppsögn. Afbrigði samþykkt.
Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 9.10.2019
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Tekjustofnar og gjaldskrár
- Bréf frá Umhverfishópi Kaldrananeshrepps framh. síðast fundar
- Bréf frá Mannvirkjastofnun
- Eldvarnarátak
- Húsnæðisáætlun
- Tilboð Motus
- Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla 2020
- Fjárbeiðni Stígamót
- Skógræktaráform eigenda Hveravíkur
- Bréf frá Capasent
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir 2020
- Bréf til skógarbænda
- Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
- Eftirlitsskýrslur Heilbrigiseftirlits Vestfjarða
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
- Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
- Fasteignakaup
- Fjárhagsáætlun Kaldrananeshrepps 2020 fyrri umræða ásamt
þriggja ára áætlun
- Bréf frá Birki K. Sigurðssyni
- Starfsuppsögn.
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 9.10.2019
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
- Fundargerðir nefnda
Fundargerð Fræðslunenfdar frá 29.10.2019 lögð fram. Fundargerðin rædd og samþykkt.
- Aðrar fundargerðir
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 31.10.2019 lögð fram til kynningar og samþykkt. Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020 verður tekin fyrir síðar á dagskránni.
- Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 29.11.2019 lögð fram til kynningar og samþykkt.
- Fundargerðir 875. og 876. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagaðar fram til kynningar.
- Fundargerð 40. fundar Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 27.11.2019 lögð fram til kynningar.
- Tekjustofnar og gjaldskrár
Tillaga að tekjustofnum 2020.
- Útsvar: 14,52% af útsvarsstofni eða hámarks útsvarsálagning sem heimilt er samkvæmt lögum.
- Fasteignaskattur.
- Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
- Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
- Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.
Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri og 75% öryrkja, sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. þ.e 1. febr, 1. aprl, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
- Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.
Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrá Drangsnesvatnsveitu: Oddviti leggur til að gildandi gjaldskrá verði samþykkt óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi: Oddviti leggur til að gildandi gjaldskrá verði samþykkt óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi.
Oddviti leggur til að gjaldskrá fyrir sorphirðu hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness: Oddviti leggur fram tillögu um að gjaldskráin hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrá Drangsneshafnar: Oddviti leggur fram tillögu um að gjaldskrá Drangsneshafnar hækki um 2%. Tillagan borin upp og samþykkt.
Gjaldskrá vegna skipulags og byggingargjalda: Oddviti leggur fram tillögu um að gjöld vegna þjónustu byggingarfulltrúa verði í samræmi við gjaldskrár þeirra sveitarfélaga sem nýta sér þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Stranda- Dala- og Reykhóla. Tillagan borin upp og samþykkt.
Ýmsar gjaldskrár og þjónustugjöld sem innheimt eru af Kaldrananeshreppi. Oddviti leggur til að þessi þjónustugjöld verði óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt.
- Bréf frá Umhverfishópi Kaldrananeshrepps framh. síðasta fundar. Sveitastjórn frestar fyrirtöku til næsta fundar þar sem gögn hafa ekki borist.
- Bréf frá Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Kaldrananeshrepps. Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið mun bregðast við ábendingum mannvirkjastofnunar eftir fremsta megni.
Í framhaldi af þessum lið vísast til næsta liðar á dagskránni.
- Eldvarnarátak
Oddviti gerði sveitarstjórn grein fyrir sérstöku eldvarnarátaki slökkviliðsins og Eldvarnabandalagsins. Slökkvilið Kaldrananeshrepps og Eldvarnabandalagið vilja hvetja íbúa Kaldrananeshrepps til að huga sérstaklega vel að eldvörnum heimila nú í aðdraganda jólanna. Slökkvilið Kaldrananeshrepps mun á næstunni heimsækja öll heimili í hreppnum og afhenda þeim að gjöf nauðsynlegan eldsvarna- og björgunarbúnað. Sveitarstjórn þakkar Sjóvá og Eldvarnarmiðstöðinni fyrir veittan stuðning í því framtaki. Hlutur sveitarfélagsins í eldvarnarátakinu er kr. 115.000. Sveitastjórn samþykkir að bera þann kostnað.
- Húsnæðisáætlun
Húsnæðisáætlun Kaldrananeshrepps lögð fram og samþykkt.
- Tilboð Motus
Þjónustutilboð frá Motus lagt fram og hafnað.
- Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla 2020
Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps fyrir árið 2020 lögð fram.
Áætlaður kostnaður Kaldrananeshrepps er 3,9 milljónir. Borið upp og samþykkt.
- Fjárbeiðni Stígamót
Stígamót óskar eftir fjárstyrk fyrir árið 2020. Erindinu er hafnað.
- Skógræktaráform eigenda Hveravíkur
Skógræktaráform eigenda Hveravíkur lögð fram ásamt fyrirspurn um hvort sveitarfélagið heimili þeim að hefja framkvæmdir við skógrækt á jörðinni.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir þær áætlanir.
- Bréf frá Capasent
Bréf frá Capasent þar sem þeir bjóða sveitarfélögum þjónustu vegna fyrirhugaðs frumvarps um sameiningu sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 30.10.2019 um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga og dags. 23.10.2019 umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Lögð fram til kynningar.
- Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir 2020
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2020 lögð fram. Árlegt framlag Kaldrananeshrepps til eftirlitsins er 1.071.732.- krónur. Sveitarstjórn beinir til síns fulltrúa í Heilbrigðisnefnd að kanna ástæður mikils kostnaðar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.
- Bréf til skógarbænda
Bréf til skógarbænda dags 4.11.2019 lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Lagt fram til kynningar.
- Eftirlitsskýrslur Heilbrigiseftirlits Vestfjarða
Eftirlitsskýrsla Heilbrigiseftirlits Vestfjarða vegna grunnskólans lögð fram. Sveitarsjórn mun taka þessar ábendingar til sín og vinna að úrbótum samkvæmt skýrslunni.
Eftirlitsskýrsla Heilbrigiseftirlits Vestfjarða vegna vatnsveitunnar sýna að vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Í bréfi dags 13.11.2019 koma fram tillögur um samkeppnisframlög úr stefnumótandi byggðaáætlun vegna aðgerðar A.9 Verslun í strjálbýli. Verslun á Drangsnesi fær 4,8 milljónir þ.e 2 milljónir árið 2020 og 2,8 milljónir árið 2021. Lagt fram til kynningar.
Bréf dags. 13.11.2019 er úrskurður um álagninu vatnsgjalda vatnsveitna. Lagt fram til kynningar.
- Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 lögð fram til kynningar.
- Fasteignakaup – Lið frestað til næsta fundar.
- Fjárhagsáætlun Kaldrananeshrepps 2020 fyrri umræða ásamt þriggja ára áætlun. Afgreitt til síðari umræðu.
- Bréf frá Birki K. Sigurðssyni
Í bréfinu sem dagsett er 24.11.2019 er boðið upp á 2ja daga skáknámskeið. Oddvita falið að kanna kostnað.
- Starfsuppsögn.
Jenný Jensdóttir, skrifstofustjóri hjá Kaldrananeshreppi hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur 3ja mánaða uppsagnarfrest þannig að síðasti vinnudagur yrði í lok febrúar.
Ástæða uppsagnar er hækkandi aldur eða eins og hún tók sjálf fram í bréfi til sveitarstjórnar:
Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun og verður sennilega líka erfitt að lifa með henni. Vil ég taka það skýrt fram og án alls vafa að þessi ákvörðun hefur ekkert með samstarf mitt með oddvita og sveitarstjórn að gera en það hefur verið mjög gott og tel ég að fullt traust hafi ríkt milli okkar. En hún ég verð ekki yngri meðan tíminn þýtur áfram og ég vil eiga nokkur góð ár án fastrar vinnu meðan heilsan leyfir að leika sér. Sveitastjórn Kaldrananeshrepps þakkar Jenný Jensdóttur fyrir öll þau vel unnu störf sem hún hefur unnið fyrir hreppinn frá árinu 1986, þar af frá árinu 1990 sem skrifstofustjóri og sem oddviti eða varaoddviti í 28 ár á því tímabili.
Oddvita falið í samráði við skrifstofustjóra og sveitarstjórn að auglýsa eftir nýjum starfsmanni.
Borið upp í heild sinni og samþykkt.