Sveitarstjórnarfundur 11. sept 2019
- Details
- Miðvikudagur, 11 september 2019 22:20
Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019
Miðvikudaginn 11. september 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ómar Pálsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Bjarni Þórisson og Arnlín Óladóttir.
Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur
- Nafn á nýja götu á Drangsnesi
- Bréf frá IOGT
- Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019
- Bréf frá Mannvirkjastofnun
- Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Tillga til þingsályktunar i, sameiningu sveitarfélaga
- Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019
- Lóðamál Klúku
- Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
- Fundargerðir nefnda
- Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 14. ágúst s.l
Fundargerðin er í 5 liðum og
- Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 11.september 2019
- Aðrar fundargerðir
Fundargerð 873. fundar stjórnar sambands ísl sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
- Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur
Eftilitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynninga og umræðu þar sem það á við. Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða, laugin stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Gvendarlaug hins góða heitur pottur. Stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Sundlaugin á Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010. Heitur pottur við sundlaugina Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010 Fram kom að klórbúnaður sundlaugar var bilaður og beðið eftir viðgerð. Heitu pottarnir í fjörunni á Drangsnesi. Stenst gæðakröfur skv reglugerð 814/2010.Vatnsveitan Drangsnesi stenst gæðakröfur skv reglugerð 536/2001.
- Nafn á nýja götu á Drangsnesi
Sveitarstjórn hefur ekki formlega samþykkt nafn á nýja götu á Drangsnesi sem hefur haft vinnuheitið Vitagata eða Vitabraut. Sveitastjórn ákveður að kosið verði á milli þriggja nafna í almennri íbúakosningu: Vitavegur; Vitahjalli og Húsahjalli. Oddvita falið að annast framkvæmd.
- Bréf frá IOGT Lagt fram til kynningar.
- Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019
Úttektarskýrsla vegna slökkviliðs Kaldrananeshrepss lögð fram til umræðu. Staða slökkviliðsins er ekki nógu góð og mun sveitarstjórn vinna að úrbótum í samvinnu við slökkviliðsstjóra.
- Bréf frá Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun í bréfi dags. 23.8 2019 hvetur sveitarstjórnir til að sjá til þess að byggingarfulltrúar standi við lögbundnar skyldur sínar og skrái tilskilin gögn í Byggingargátt. Lagt fram til kynningar.
- Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018
Ársreikningur Félgsþjónustunnar fyrir árið 2018 lagður fram.
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3.9.2019 fjallar um Jafnlaunavottun sveitarfélaga þar sem fram kemur að það sé mat lögfræði- og velferðarsviðs að sveitarfélög þar sem 25 starfsmenn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli beri að ljúka jafnlaunavottun fyrir 31.12.2019. Starfsmannafjöldi Kaldrananeshrepps nær ekki þeirri tölu og þarf ekki formlega jafnlaunavottun, en unnið er eftir markmiðum hennar.
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Sveitarstjórn hyggst ekki taka formlega þátt í þessum vettvangi, þar sem tíminn leyfir það ekki, en mun hafa þessi markmið í huga í störfum sínum og ákvarðanatöku. Borið upp og samþykkt einróma.
- Tillaga til þingsályktunar , sameining sveitarfélaga
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði 250 frá 2022 og 1000 frá árinu 2026.
- Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019
Fundargerð frá fundi minni sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 5.9.2019 lögð fram til kynningar.
Vegna liða 11og 12 telur sveitarstjórn sig hafa vissu um að íbúar séu almennt á móti þvingaðri sameiningu. Miklar umræður sköpuðust um hvort og þá hvernig ætti að bregðast við umræddum áformum. Samþykkt var að fela oddvita að semja ályktun, í samvinnu við aðra sveitarstjórnarmenn, til birtingar í fjölmiðlum.
- Lóðamál Klúku
Einn aðili ítrekar ósk sína um kaup á lóð úr landi Klúku. Sveitarstjórn þarf að taka sér tíma til að endurskoða lóðamál á jörðum sveitarfélagsins, bæði eignarhald og stærð lóða. Oddvita falið að upplýsa viðkomandi.
- Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn 17.september 2019. Fulltrúi sveitarfélagsins, Finnur Ólafsson, tilkynnir að hann ætli að hætta í stjórn Drangs vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Gunnar Jóhannesson, Hveravík sem varamaður verður aðalfulltrúi í hans stað og sveitarstjórn skipar Signý Ólafsdóttur sem varamann hans.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 22:15