Sveitarstjórnarfundur 11. sept 2019

Sveitarstjórnarfundur 11.09.2019

 

Miðvikudaginn 11. september 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ómar Pálsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Bjarni Þórisson og Arnlín Óladóttir.

Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur
 5. Nafn á nýja götu á Drangsnesi
 6. Bréf frá IOGT
 7. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019
 8. Bréf frá Mannvirkjastofnun
 9. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018
 10. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 11. Tillga til þingsályktunar i, sameiningu sveitarfélaga
 12. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019
 13. Lóðamál Klúku
 14. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 31.7.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

 1. Fundargerðir nefnda
 2. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 14. ágúst s.l

Fundargerðin er í 5 liðum og

 1. Fundargerð Byggingar- skipulags og umhverfisnefndar frá 11.september 2019
 2. Aðrar fundargerðir

Fundargerð 873. fundar stjórnar sambands ísl sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 1. Heilbrigðiseftirlit – eftirlitsskýrslur

Eftilitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynninga og umræðu þar sem það á við. Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða, laugin stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Gvendarlaug hins góða heitur pottur. Stenst gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. Sundlaugin á Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010. Heitur pottur við sundlaugina Drangsnesi stenst ekki gæðakröfur skv reglugerð 814/2010 Fram kom að klórbúnaður sundlaugar var bilaður og beðið eftir viðgerð. Heitu pottarnir í fjörunni á Drangsnesi. Stenst gæðakröfur skv reglugerð 814/2010.Vatnsveitan Drangsnesi stenst gæðakröfur skv reglugerð 536/2001.

 1. Nafn á nýja götu á Drangsnesi

Sveitarstjórn hefur ekki formlega samþykkt nafn á nýja götu á Drangsnesi sem hefur haft vinnuheitið Vitagata eða Vitabraut. Sveitastjórn ákveður að kosið verði á milli þriggja nafna í almennri íbúakosningu: Vitavegur; Vitahjalli og Húsahjalli. Oddvita falið að annast framkvæmd.

 1. Bréf frá IOGT Lagt fram til kynningar.
 2. Úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps 2019

Úttektarskýrsla vegna slökkviliðs Kaldrananeshrepss lögð fram til umræðu. Staða slökkviliðsins er ekki nógu góð og mun sveitarstjórn vinna að úrbótum í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

 1. Bréf frá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun í bréfi dags. 23.8 2019 hvetur sveitarstjórnir til að sjá til þess að byggingarfulltrúar standi við lögbundnar skyldur sínar og skrái tilskilin gögn í Byggingargátt. Lagt fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2018

Ársreikningur Félgsþjónustunnar fyrir árið 2018 lagður fram.

 1. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga
 2. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3.9.2019 fjallar um Jafnlaunavottun sveitarfélaga þar sem fram kemur að það sé mat lögfræði- og velferðarsviðs að sveitarfélög þar sem 25 starfsmenn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli beri að ljúka jafnlaunavottun fyrir 31.12.2019. Starfsmannafjöldi Kaldrananeshrepps nær ekki þeirri tölu og þarf ekki formlega jafnlaunavottun, en unnið er eftir markmiðum hennar.
 3. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Sveitarstjórn hyggst ekki taka formlega þátt í þessum vettvangi, þar sem tíminn leyfir það ekki, en mun hafa þessi markmið í huga í störfum sínum og ákvarðanatöku. Borið upp og samþykkt einróma.
 4. Tillaga til þingsályktunar , sameining sveitarfélaga

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði 250 frá 2022 og 1000 frá árinu 2026.

 1. Fundargerð fundar minni sveitarfélaga 5.9.2019

Fundargerð frá fundi minni sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 5.9.2019 lögð fram til kynningar.

Vegna liða 11og 12 telur sveitarstjórn sig hafa vissu um að íbúar séu almennt á móti þvingaðri sameiningu. Miklar umræður sköpuðust um hvort og þá hvernig ætti að bregðast við umræddum áformum.  Samþykkt var að fela oddvita að semja ályktun, í samvinnu við aðra sveitarstjórnarmenn, til birtingar í fjölmiðlum.

 1. Lóðamál Klúku

Einn aðili ítrekar ósk sína um kaup á lóð úr landi Klúku. Sveitarstjórn þarf að taka sér tíma til að endurskoða lóðamál á jörðum sveitarfélagsins, bæði eignarhald og stærð lóða. Oddvita falið að upplýsa viðkomandi.

 1. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf

Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn 17.september 2019. Fulltrúi sveitarfélagsins, Finnur Ólafsson, tilkynnir að hann ætli að hætta í stjórn Drangs vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Gunnar Jóhannesson, Hveravík sem varamaður verður aðalfulltrúi í hans stað og sveitarstjórn skipar Signý Ólafsdóttur sem varamann hans.

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 22:15