Sveitarstjórnarfundur 31. júlí 2019
- Details
- Miðvikudagur, 31 júlí 2019 23:03
Sveitarstjórnarfundur 31.07.2019
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 13. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ingólfur Haraldsson og Arnlín Óladóttir. Oddviti setti fund kl. 20:30 og og leitar afbrigða til að bæta við 2 liðum á dagskrá fundarins það er liður 16. Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu og liður 17. Skólamál
Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Ársreikningur 2018 síðari umræða
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019
- Fundagerð nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Umsókn um lóð á Klúku
- Almennir viðskiptaskilmálar ljósleiðarnets Veitustonunar Kaldrananeshrepps
- Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018
- Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018
- Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
- Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019
- Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga
- Fjárveiting til styrkvega
- Bréf frá Örnefnanefnd
- Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
- Bréf frá Íbúðalánasjóði
- Ósk um úthlutum um lóð Vitagötu
- 17. Skólamál
- Ársreikningur 2018
Haraldur Örn Reynisson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG fór yfir endurskoðanda skýrslu í síma vegna ársreiknings fyrir árið 2018
Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2018 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er neikvæð. 264.000- og A og B hluta jákvæð um 2,3 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 307.2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 336,6 millj. króna. Handbært fé í árslok var 53,6 milljónir kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Eignasjóðs var 5,1 millj. kr. Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs var neikvæð 1,4 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða vatnsveitunnar var jákvæð 1,2 mill.kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Hitaveitu Drangsness var 2,8 millj. eftir skatta.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
Ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram til síðari umræðu.
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júlí 2019
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi -. Afgreitt athugasemdalaust
- Fundargerð nefnda
Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi
- Aðrar fundargerðir
- Stjórnarfundur BsVest 12.7.2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
- Ársfundur starfsendurhæfingar Vestfjarða 28. maí 2019. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
- Umsókn um lóð á Klúku
Einar Hannesson sækir um sumarhúsalóð á Klúku. Hann óskar eftir að gildandi deiliskipulagi frístundalóða í landi Klúku verði breytt og tvær lóðir verði skipulagðar ofan við þær lóðir sem fyrir eru og óskar eftir að fá til umráða báðar þær lóðir. Sveitarstjórn telur sig ekki getað orðið við þeirri ósk að samþykkja gerð umræddra lóða þar sem þær eru á samningbundnu skógræktarsvæði. Sveitarstjórn lýsir yfir eindregnum vilja að leita lausna til þess að verða við áhuga umsækjanda á að fá að lóð í Klúkulandi. Sveitarstjórn bíður þeim jafnframt í könnunarleiðangur um að finna heppilega lóð. Borið upp og samþykkt
- Almennar viðskiptareglur ljósleiðaranets Veitustofnunar Kaldrananeshrepps
Oddviti leggur fram tillögu að viðskiptareglum fyrir ljóðleiðaranet Kaldrananeshrepps. Sveitarstjórn samþykkir viðskiptaskilmála með fyrirvara að í stað Veitustofnunar standi Hitaveita Drangsness. Borið upp og samþykkt samhljóða
- Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2018
Ársskýrsla starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.
- Ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018
ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða lagður fram til kynningar.
- Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarfélaga varðandi fjárfestingar á vegum sveitarfélaga.
Sveitafélagið mun starfa samkvæmt þeim tilmælum.
- Umsögn Sambands Ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019
Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um samráðsskjal S-135/2019 lagt fram til kynningar.
- Minnisblað frá Sambandi Ísl sveitarfélaga
Minnisblað Sambands ísl sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til 3ja ára lagt fram til kynningar.
- Fjárveiting til styrkvega
Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta til vegar að Kokkálsvíkurhöfn kr. 1.500 þúsund.
- Bréf frá Örnefnanefnd
Bréf Örnefnanefndar frá 26.6.2018 um ensk nöfn á íslenskum stöðum. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
Verkalýðsfélag Vestfjarða sendir áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum vegna ágreinings við samninganefnd Sambands ísl sveitarfélaga um 105 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna sveitarfélaga sem samið hefur verið um við samninganefnd Fosvest en ekki hafa náðst samningar um við Verk vest. Sveitarstjón mun kynna sér málið frekar og frestar málinu til næsta fundar. Borið upp og samþykkt.
- Bréf frá Íbúðalánasjóði
Bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem áform félags- og barnamálaráðherra í húsnæðismálum er kynnt. Lagt fram til kynningar.
- Ósk um úthlutum um lóð á Vitagötu
Á sveitarstjórnarfundi 01. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
“Ásta Dís Óladóttir og Jakob Bjarnason til heimilis að Viðjugerði 12, 108 Reykjavík vilja með bréfi dags 12.6 2017 endurnýja ósk sína um að fá úthlutað lóð, sem samkvæmt tillögu að deiliskipulagi, er nefnd Vitagata 2 Drangsnesi. Vonast þau eftir að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps endurmeti afstöðu sína frá 2014. Afgreiðslu frestað en oddvita falið að kanna með kostnað og fleira tengt götu framkvæmdum.”
Sveitarstjórn ákveður að afgreiða áður frestuðu erindi og úthluta þeim lóð á Vitagötu 2. Úthlutun gildir í 1 ár og eftir það fellur úthlutun niður ef framkvæmdir eru ekki hafnar. borið upp og samþykkt
- Skólamál
Leikjanámskeið sem halda átti fellur niður og mun sveitarstjórn leita lausna í samráði við Skólastjóra
borið upp og samþykkt
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 22:40