Sveitarstjórnarfundur 3. júlí 2019
- Details
- Miðvikudagur, 03 júlí 2019 22:57
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 12. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Bjarni Þórirsson og Ingi Vífill Imgimarsson. Oddviti setti fund kl. 20 og og leitar afbrigða til að bæta við 2 liðum á dagskrá fundarins. Það er nr. 12. Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla, 13. Skólahald haust 2019. Afbrigði samþykkt.
Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júní 2019
- Fundargerð nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Sérfræðiálit
- Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
- Holtagata 6-8
- Bjarnarfjarðará
- Vatnssýni
- Fasteignamat 2020
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
- Ársreikningur
- Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla
- Skólahald haust 2019
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 3. júní 2019
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.
- Fundargerð nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi
- Aðrar fundargerðir
- Fundargerð stjórnar Bsvest frá 12.6.2019. Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.
- Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Sérfræðiálit
Áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins yfirstandandi reikningsár er skylt að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins. Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur hefur unnið sérfræðimat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á fjárhag sveitarfélagsins. Hans álit er að áform um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði eignarsjóðs hafi ekki verulega íþyngjandi áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, gangi áætlanir eftir að öðru leiti.
Sérfræðiálitið lagt fram til kynningar.
- Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Oddviti leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 og 2020 vegna byggingaráforma. Samtals framkvæmdakostnaður er 75.000.000.- sem skiptist á 2 ár. Fjármögnun er með sölu eigna, lántökum og með lækkun á handbæru fé. Einnig er vísað til sérfræðiálits sem lagt var fram í fyrri málslið fundarins.
Þá leggur oddviti fram breytingu á áður gerðri fjárhagsáætlun að teknu tilliti til viðaukans sem hér er lagður fram. Viðauki við fjárhagsáætlun lagður fram og samþykktur.
- Holtagata 6-8
Oddviti leggur fram tillögu um byggingu 2ja íbúða parhúss að Holtagötu 6-8 samkvæmt áður fram lögðum teikningum ásamt staðfestum viðauka við fjárhagsáætlun og sérfræðiáliti og óskar eftir framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Bjarnarfjarðará
Bjarni Þórisson ber upp tillögu svohljóðandi: Kaldrananeshreppur á 84 stangir í Bjarnarfjarðará sumarið 2019. Sveitarfélagið hefur ákveðið að úthluta stöngunum milli íbúa hreppsins með drætti sem skrifstofustjóri framkvæmir.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
- Vatnssýni
Skýrsla um vatnssýni sem tekið var þann 11.6 s.l kom ekki vel út og varð að senda út viðvörun vegna E-coli gerla í vatninu. Seinna sýni sýndi að allt var í lagi og ekki þörf á að sjóða vatn. Lagt fram til kynningar.
- Fasteignamat 2020
Þjóðskrá Íslands sendir út kynningu á nýju fasteiganmati sem gildir frá 31. desember n.k Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 7. júní og 26. júní s.l varðandi álagningarprósentur fasteignagjalda lögð fram til kynningar.
- Bréf frá Sambandi ísl Sveitarfélaga frá 20. júní 2019 lagt fram til kynningar.
- Ársreikningur
Ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Afgreiddur til síðari umræðu.
Borið upp og samþykkt.
- Umsókn um undanþágu fyrir þakhalla
Umsóknaraðilar að byggingaráformum að Vitagötu 6 óska eftir undanþágu frá þakhallaákvæði í deiluskipulagi á deiliskipulagi E á Drangsnesi. Í gildandi deiluskipulagi er kveðið á um að þakhalli eigi að vera 15 til 30 gráður. Sveitarstjórn ákveður að veita umsækjanda undanþágu til 2ja ára frá ákvæði um þakhalla. Sveitarstjórn áformar að taka til endurskoðunar skilyrði í deiliskipulagi Drangsness.
Borið upp og samþykkt.
- Skólahald haust 2019
Skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi gerir grein fyrir áformum um reksturs skólasels á skólaárinu 2019-2020. Sveitarstjórn samþykkir að hefja rekstur skólaselsins fyrir börn á aldrinum 5-9 ára og ákveður að vistunargjöld verði 300 krónur fyrir hverja klukkustund, en hressing væri innifalin og boðið verði uppá 50% systkinaafslátt.
Samþykkt samhljóða.
Ákveðið er að hafa leikjanámskeið dagana 12.-20. ágúst og gjald fyrir námskeiðið verið 10.000 krónur (50% systkinaafsláttur) og yrði hressing innifalin en börnin kæmu með hádegismat og nesti fyrir hádegi. Ákveðið að veita skólastjóra heimild til að semja við Markús Bjarnason starfsmann Reykjavíkurborgar sem hefur áralanga reynslu af því að skipuleggja og starfa að skipulegu frístundastarfi í Reykjavík og á leikjanámskeiðum upphæð 170.000.
Samþykkt samhljóða.
Lögð hefur verið könnun fyrir foreldra varðandi kaup á hádegismat og hefur meirihluti foreldra barna við grunnskólann lýst yfir áhuga á því að kaupa hádegismat yrði hann í boði.
Oddvita og skólastjóra falið að afla frekari upplýsinga og kostnaðargreina mismunandi útfærslur.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23:00