Sveitastjórnarfundur 3. júní 2019

Sveitarstjórnarfundur 03.06.2019

Mánudaginn 3. júní 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Eva K. Reynisdóttir , Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir. Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt áður útsendri dagskrá í 19 liðum

Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019
 2. Fundargerð nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Holtagata 6-8
 5. Umsókn um lóð
 6. Umsögn um rekstrarleyfi
 7. Brúin yfir Bjarnarfjarðará
 8. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga
 9. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 v Umhverfisvottun Vestfjarða

10        Bréf frá Unicef

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða
 2. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar
 3. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög
 4. Bréf frá Samgöngu- og sveitasrstjórnarráðuneyti
 5. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti
 6. Skógræktin
 7. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins 2020-2024
 8. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála
 9. Ungmennaráð
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

 1. Fundargerðir nefnda
 2.        Fundargerð Fræðslunefndar 26.september 2018.Fundargerðin er í 7 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 3. Fundargerð Fræðslunefndar engin dagsetning. Fundargerðin er á lausu blaði í 4 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 4. Fundargerð Fræðslunefndar frá13.5.2019 á lausu blaði. Fundargerðin sem er í 7 liðum, lögð fram, rædd og samþykkt
 5. Fundargerð. 4. fundar skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar frá 28.5.2019. Fundargerðin sem er í 7 liðum liðir 1,2,3,4,6,7 lagðir fram, ræddir og samþykktir.

Lið númer 5 sem var umsókn um byggingarleyfi á Vitavegi 6 var vísað til sveitarstjórnar þar sem hugmyndir standast ekki deiliskipulag. Sveitastjórn hafnar umsókn á forsendum sem ekki standast kröfur í deiliskipulagi. Sveitarstjórn mun leitast við að aðstoða umóknaraðila við að leita lausna á vanköntum. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 16.5.2019 lögð fram til kynningar.
 3. Fundargerðir 12., 13., 14. og 15. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu lagðar fram til kynningar.
 4. Fundargerð stjórnar BsVest frá 9.4.2019 lögð fram til kynningar.
 5. Fundargerð 870. og 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar
 6. Holtagata 6-8

Oddviti leggur fram teikningar að parhúsi á lóð nr 6-8 við Holtagötu Drangsnesi

lagt fram til kynningar

 1. Umsókn um lóð

Þorsteinn Húnbogason kt: 240960-7379 sækir um lóð undir 50 ferm. frístundahús. Óskar hann eftir lóð nr 8 við svokallaðan Vitaveg á Drangsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóð nr 8 á svokölluðum Vitavegi til eins árs og verði framkvæmdir ekki hafnar innan árs frá þvi að umsókn barst þarf að endurnýja umsókn. Lóð 8 er laus eftir að fyrri umsókn að lóð 8 var breytt í lóð 6

 1. Umsögn um rekstrarleyfi.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps um umsókn Sunnu Einarsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki ll að Holtagötu 10. Drangsnesi. Oddvita falið að veita jákvæða umsögn. Borið upp og samþykkt

 1. Brúin yfir Bjarnarfjarðará

Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 16.janúar s.l var frestað ákvörðun um hvort sveitarfélagið tæki við rekstri og ábyrgð á gömlu brúnni yfir Bjarnarfjarðará. Þar sem líður að lokafrágangi á veginum um Bjarnarfjarðarháls vill Vegagerðin fá niðurstöðu í það mál.

Sveitarstjórn fellur frá þeim áfromum að taka til eignar eldri brú yfir Bjarnarfjarðará af vegagerð. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga lögð fram til kynninar.

 1. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða.

Sveitarstjórn samþykkir að vinna eftir framkvæmdaáætlun vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða. Í takt við þessa stefnu Kaldrananeshrepps í sorpmálum hefur verið sett upp ný flokkunarstöð í Bjarnarfirði og lýsir sveitarstjórn yfir ánægju sinni með þann áfanga. Borið upp og samþykkt

10        Bréf frá Unicef

Í bréfi frá Unicef á Íslandi dags 22.maí 2019 hvetur UNICEF á Íslandi öll sveitarfélög á Íslandi til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Erindinu vísað til félagsmálafulltrúa og honum falið að vinna að drögum fyrir starfssvæðið sitt. Samþykkt samhljóða.

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna ársins 2018 lögð fram til kynningar

 1. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar

Stofnun Árna Magnússonar sendir sveitarfélögum leiðbeiningarit handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra. Lagt fram til kynningar.

 1. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög.

Bréf frá Fjármála- og Efnahagsráðuneyti dags. 3.maí 2019. Upplýsingarpóstur vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög og bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 17. apríl 2019 um sama málefni lögð fram til kynningar.

 1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags 23.4.2019 vegna frávika frá fjárhagsáætlun sveitarfélaga og áminning til sveitarfélaga um að óheimilt sé að víkja frá samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélags nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina, sbr. 2. mgr. 63. gr sveitarstjórnarlaga. Lagt fram til kynningar

 1. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti

Jafnréttisstofa og vinnueftirlitið benda á skyldur atvinnurekanda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun bregðast við því með að setja upp veggspjöld á tilheyrandi stofnanir.

 1. Skógræktin

Í bréfi frá Skógræktinni er farið yfir nokkur þau atriði er varða stefnumarkandi ákvarðanir sem teknar hafa verið hjá Skógræktinni að höfðu samráði við skógareigenda. Lagt fram til kynningar.

 1. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins fyrir árin 2020-2024 lögð fram til kynningar. Þar kemur meðal annars fram að ríkið hyggst lækka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verulega og mun sú lækkun vera 46.644 krónur á íbúa í Kaldrananeshreppi eða miðað við sama íbúafjölda og nú er eða rúmar 5 milljónir á ári. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkistjórnarinnar. Oddvita falið að koma þeim skilaboðum áleiðis.

 1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála

Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið. Lagt fram til kynningar.

 1. Ungmennaráð

Á að stofna ungmennaráð eða skoða aðrar leiðir.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og ætlar sér að halda fund með ungmennum sveitafélagssins. Margréti og Krístínu falið að kalla hópinn saman og sveitarfélagið mun skaffa veitningar. Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki fyrirtekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt og undirrituð

Fundi slitið kl.23:10