Sveitarstjórnarfundur 8.janúar 2015

Fimmtudaginn 8.janúar 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 9. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson, Finnur Ólafsson og Magnús Ásbjörnsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja inn sem lið nr. 4.
Endurbygging furubryggju Kokkálsvíkurhöfn. Lið nr. 5. Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu 2015 og sem lið 6. Bréf frá Jóni H. Elíassyni. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Oddvitaskipti
2. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18.12 s.l
3. Fundargerðir nefnda
4. Endurbygging furubryggju Kokkálsvíkurhöfn kynning
5. Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu 2015
6. Bréf frá Jóni H. Elíassyni

1. Oddvitaskipti
Finnur Ólafsson er mættur aftur til starfa í sveitarstjórn eftir frí og tekur við oddvitastarfi af Jenný Jensdóttur. Finnur Ólafsson tekur við stjórn fundarins.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18.12 s.l
Jenný Jensdóttir gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust
3. Fundargerðir nefnda
Fundargerð fræðslunefndar frá 7.jan. 2015. Fundargerðin er í 4. liðum. Ingólfur Haraldsson er nýr formaður fræðslunefndar s.b.r lið nr 1. Liður 2 fjallar um starfsmannaskipti í dagvist. Patricia hætti á áramótum og nýr starfsmaður Hrönn Jónsdóttir hóf störf á nýju ári. Fræðslunefnd fjallaði ekki um þá ráðningu. Liður 3 varðar opnunartíma dagvistar. En óskað hafði verið eftir að dagvistin hafi lengur opið dag hvern. Málið verður tekið til skoðunar.
Liður 4 Sveitarstjórn telur eðlilegt að fræðslunefnd og skólastjóri ræði saman um málefni grunnskólans. Fundargerðin borin upp og samþykkt.
4. Endurbygging furubryggju Kokkálsvíkurhöfn kynning.
Teikningar ásamt útboð- og verklýsingu að endurbyggingu furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn lagðar fram til kynningar.
5. Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu 2015.
Samkvæmt áætluninni þá er gert ráð fyrir að heildar rekstrarkostnaður Sorpsamlags Strandasýslu á árinu 2015 verði alls kr.29.341.000.- og hlutur Kaldrananeshrepps sem er 15,81% kr. 5.753.328.- með vsk. þetta er smávegis lækkun á rekstrarkostnaði frá fyrra ári. Rekstraráætlunin borin upp og samþykkt.
6 Bréf frá Jóni H.Elíassyni
Jenný Jensdóttir lýsir sig vanhæfa vegna tengsla og víkur af fundi.
Fyrir er tekið eftirfarandi bréf frá Jóni H. Elíassyni dags. 7.1.2015. Þar sem hann segir upp starfi.
“Undirritaður segir hér með upp starfi sem Byggingarfulltrúa Kaldrananeshrepps. Óska eftir að uppsögnin taki þegar gildi.”
Sveitarstjórn samþykkir að leysa Jón H. Elíasson frá störfum sem byggingarfulltrúa, en óskum eftir því að hann sinni starfinu á meðan leitað er að nýjum starfsmanni. Jenný Jensdóttir mætir aftur á fundinn.
Sveitarstjórnin felur oddvita að leita samninga um samstarf við byggingafulltrúa Dalabyggðar. Samþykkt samhljóða

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.40