Sveitarstjórnarfundur 18. desember 2014

Fimmtudaginn 18.12.2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 8. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson, Halldór Logi Friðgeirsson sem mætir í forföllum Arnlínar Óladóttur og Margrét Ó Bjarnadóttir sem mætir í forföllum Magnúsar Ásbjörnssonar. 

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja inn sem lið nr. 13 tvær fundargerðir Velferðarnefndar Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda og sem 14.og 15. lið á dagskránni erindi frá Fjórungssambandi Vestfirðinga. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20.11 s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Þriggja ára áætlun 2016-2018 síðari umræða
4. Tekjustofnar 2015
5. Styrkbeiðni HSS
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 28. nóvember 28. nóv s.l og fjárhagsáætlun fyrir ári 2015
7. Deiliskipulag Drangsnesi
8. Bréf frá Vinnumálastofnun
9. Drög að reglum Bsvest vegna NPA
10. Reglur um stuðningsfjölskyldur
11. Samstarfssamningur Bsvest
12. Fjárhagsáætlun Bsvest 2015
13. Fundargerðir Velferðarnefndar
14. Erindi frá Fjórðunssambandi Vestfirðinga
15. Erindi frá Fjórðunssambandi Vestfirðinga

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20.11 s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda liggja fyrir fundi

3. Þriggja ára áætlun 2016-2018 síðari umræða
Þriggja ára áætlun 2016-2018 lögð fram og rædd. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu öll árin. Helstu framkvæmdir eru áætlaðar, viðgerð á vatnstanki og viðhald á skólahúsnæði. Áætlunin borin upp og samþykkt.

4. Tekjustofnar 2015
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu um nýtingu tekjustofna sveitarfélagsins fyrir árið 2015.
1. Útsvar: 14,48%, eða það hámark sem sett verður skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
2. Fasteiganskattur:
a. Íbúðarhús og frístundahús, 0,5% af fasteignamati
b. Opinberar byggingar 1,32% af fasteignamati
c. Aðrar fasteignir, 1,4% af fasteignamati.
Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri, sem og 75% öryrkja sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. 1. feb,1.apríl, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
3. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.
Tillagan borin upp og samþykkt.

5. Styrkbeiðni HSS
Héraðssamband Strandamanna óskar í bréfi dags. 30. nóv. sl.eftir styrk að upphæð 100.000.-krónur. Styrkbeiðnin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 28. nóvember s.l og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 28.nóv s.l lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar fyrir árið 2015 lögð fram. Kostnaður Kaldrananeshrepps hækkar á milli ára um rúm 9%. Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt samhljóða.

7. Deiliskipulag Drangsnesi
Frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögur fyrir Drangsnes sem byggja á staðfestu aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 sem auglýstar voru skv 1.mgr.41.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er runninn út. Tillaga að deiliskipulagi, uppdrættir og greinargerð lágu frammi á skrifstofu Kaldrananeshrepps tilskilinn tíma. Eftirtaldar umsagnir hafa borist.
Umhverfisstofnun bendir á að: Frárennsli skal vera í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Svæði G: Engar upplýsingar eru um gróður á svæðinu.
Svæði D: Bent er á að skilgreiningin athafnasvæði eigi mögulega betur við en iðnaðarsvæði þar sem um breytilega starfssemi er að ræða á svæðinu. Þá bendir stofnunin á að mikilvægt sé að halda í náttúrulegt ástand fjörunnar ef þess er nokkur kostur og útivistargöngustíg meðfram fjörunni.
Svæði C. Bent er á mikilvægi þess að aðgengi almennings sé meðfram fjörunni/sjóvörn s.b.r skipulagsreglugerð nr.90/2013 gr. 5.2.3.14. Þá tekur stofnunun undir umhverfisvernd Kerlingarinnar og telur afar jákvætt að útivistarsæði fyrir almenning er tengt sundlaugarlóðinni.
Svæði A: Bent er á að athuga þarf að rekstur heitu pottanna þarf að vera í samráði við heilbrigðisfulltrúa.
Vegagerð: Gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar en vill þó benda á að bæta mætti útfærslu gatnamóta Aðalbrautar og Grundargötu með viðeigandi eyju og merkingum.
Samgöngustofa: Gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar en bendir á nokkur atriði sem hafa ber í huga við framkvæmdir almennt á hafnarsvæðum.
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
Má segja að þær athugasemdir og ábendingar sem bárust séu frekar smávægilegar og verður tekið tillit til þeirra í greinargerð eftir því sem við á.
Oddviti leggur til að deiliskipulagstillögur fyrir þéttbýlið Drangsnesi og hafnarsvæðið í Kokkálsvík sem eru á 7 uppdráttum og meðfylgjandi greinargerð verði samþykkt af sveitarstjórn Kaldrananeshrepps.
Tillagan borin upp og samþykkt.

8. Bréf frá Vinnumálastofnun
Í bréfi dags. 21.11.2014 frá Vinnumálastofnun er tilkynning um að vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning við Kaldrananeshrepp dags. 23.september 2012. Þó óskar stofnunin eftir að fá aðgang að viðtalsaðstöðu hjá Kaldrananeshreppi.Sveitarsjórn samþykkir að heimila Vinnumálastofnun aðgang að viðtalsaðstöðu.
9. Drög að reglum Bsvest vegna NPA

Byggðasamlag vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) hefur á fundi sínum þann 18.11.2014 samþykkt drög að reglum varðandi þjónusuformið notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA).
Óskað er eftir að reglurnar verði teknar til umfjöllunar og umsagnar hjá félagsmálanefndum félagsþjónustunnar. Lagt fram til kynningar og umræðu. Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um NPA.

10. Reglur um stuðningsfjölskyldur
Viðauki við reglur sveitarfélaganna á Vestfjörðum um stuðningsfjölskyldur. Væntir BsVest þess að sveitarstjórn taki viðaukann sem er um greiðslur til stuðningsfjölskyldna árið 2015 til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar.
Viðauki 1 við reglur um stuðningsfjölskyldur samþykktur.

11. Samstarfssamningur Bsvest
Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks í Árneshreppi, Bolungarvíkurkaupstað, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi, Strandabyggð, Súðavíkurhreppi, Ísafjarðarbæ, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð lagður fram. Oddviti leggur til að samningurinn verði samþykktur. Tillagan samþykkt

12. Fjárhagsáætlun Bsvest 2015
Fjárhagsáætlun BsVest fyrir árið 2015 lögð fram til kynningar og umræðu. Umtalsverð kostnaðarhækkun verður á svæði Félagsþjónustu Stranda- og Reykhóla og skýrist af því að komið hefur verið á fót búsetuúrræði í Strandabyggð fyrir fatlaðan einstakling. Fjárhagsáætlunin borinn upp og samþykkt.

13. Fundargerðir Velferðarnefndar
Fundargerðir Velferðarnefndar Félagsþjónustu Stranda-og Reykhóla frá 27.ágúst og 22. október 2014 lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar fundargerðir velferðarnefndarinnar.

14. Erindi frá Fjórðunssambandi Vestfirðinga
Verkefnastjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga um Umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum leggur framkvæmdaáætlun 2015-2016 vegna umhverfisvottunar Vestfjarða fram til kynningar og afgreiðslu í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps. Framkvæmdaáætlunin rædd og oddviti ber upp þá tillögu að framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar 2015 -2016 verði samþykkt.
Tillagan borin upp og samþykkt.

15. Erindi frá Fjórðunssambandi Vestfirðinga
Sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti, sem samþykkt var af sveitarfélögunum árið 2013 lögð fram til kynningar.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 22.40