Sveitarstjórnarfundur 20. nóvember 2014
- Details
- Fimmtudagur, 20 nóvember 2014 21:00
Fimmtudaginn 20.11.2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 7. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Margrét Ó Bjarnadóttir sem mætir í forföllum Arnlínar Óladóttur.
Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja inn sem lið nr. 2 Óskir um leiktæki við skólann. Þá leitar oddviti afbrigða til að taka á dagskrá sem 5. lið á dagskránni málefni dagvistar á Drangsnesi og sem 6. lið afsögn formanns fræðslunefndar. Afbrigði borin upp og samþykkt.
Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12.11 s.l
2. Óskir um leiktæki við skólann
3. Fjárhagsáætlun 2015 síðari umræða.
4. Þriggja ára áætlun – fyrri umræða
5. Málefni dagvistar á Drangsnesi
6. Afsögn formanns fræðslunefndar.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12.11 s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
2. Óskir um leiktæki við skólann
Nemendur 6-10 bekkjar grunnskólans hafa sent inn óskalista yfir þau leiktæki sem þau vilja að keypt verði og sett upp á lóð grunnskólans. Heildartækjakostnaður er 2.306.178.- ekki liggur fyrir hvort upphæðin sé með eða án virðisaukaskatts.
Sveitarstjórn samþykkir að setja 500.000.-kr. á fjárhagsáætlun til að bæta leiktækjum við skólann.
2. Fjárhagsáætlun 2015.
Fjárhagsáætlun 2015 lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi. Helstu framkvæmdir eru bygging Grundargötu 9-11, endurnýjun viðlegukants í Kokkálsvíkurhöfn og gerð vatnsveitu fyrir Kokkálsvíkurhöfn. Þá er einnig gert ráð fyrir framkvæmdum við hitaveitu.
Fjárhagsáætlunin lögð fram og samþykkt.
3. Þriggja ára áætlun – fyrri umræða
Fyrri umræða þriggja ára áætlunar afgreidd til síðari umræðu.
3. Bréf frá sýslumanni.
Sýslumaðurinn á Hólmavík fer þess á leit við Kaldrananeshrepp að sveitarstjórn veiti samþykki sitt til að álögð opinber gjöld á Björn Guðjónsson kt: 201050-3249 verði afskrifuð alls að upphæð höfuðstóls 1.099.133.- kr. þ.e ógreitt útsvar 2008 og 2009. Árangurslaust fjárnám hefur verið gert og frekari innheimtutilraunir reynst árangurslausar, fyrning þessara gjalda var 02.09.2014
Sveitarstjórn samkykkir að afskrifa þessi opinberu gjöld.
4. Málefni dagvistar á Drangsnesi.
Fundargerð fundar foreldra barna í dagvist með sveitarstjórn þann 17.11. 2014
Foreldrar kalla eftir stefnu sveitarstjórnar í dagvistunarmálum. Málið rætt ítarlega og ýmsir kostir athugaðir. Samþykkt að fresta frekari ákvarðanatöku. Forstöðumaður dagvistar hefur sagt upp störfum frá áramótum. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir starfskrafti í leikskólann.
6. Afsögn formanns fræðslunefndar.
Formaður fræðslunefndar Heiðrún H. Hjörleifsdóttir hefur sent sveitarstjórn bréf þar sem hún óskar eftir að vera leist frá störfum í fræðslunefnd.
Ingólfur Haraldsson víkur af fundi vegna fjölskyldutengsla meðan afsögnin er afgreidd.
Sveitarstjórn telur eðlilegt að kjósa nýja fræðslunefnd.
Aðalmenn: Hólmfríður Smáradóttir
Ingólfur Haraldsson
Ingi Vífill Ingimarsson
Varamenn: Arnlín Óladóttir
Magnús Ásbjörnsson
Birna Ingimarsdóttir
Hólmfríði Smáradóttur falið að kalla nefndina saman, sem allra first.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.06