Sveitarstjórnarfundur 12. nóvember 2014

Miðvikudaginn 12.11.2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 6. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Halldór Logi Friðgeirsson sem mætir í forföllum Arnlínar Óladóttur. 

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja inn sem lið nr. 3 Skýrslu Veiðimálastofnunar um Bjarnarfjarðará. Þá leitar oddviti afbrigða til að taka á dagskrá sem 4 lið bréf frá foreldrum barna í dagvist. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 28.10.s.l
2. Fjárhagsáætlun 2015
3. Skýrsla Veiðimálastofnunar um Bjarnarfjarðará
4. Bréf frá foreldrum barna í dagvist

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 28. 10 s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fjárhagsáætlun 2015.
Fjárhagsáætlun 2015 lögð fram og afgreidd til næsta formlega fundar.
3. Skýrsla Veiðimálastofnunar um Bjarnarfjarðará
Athugun Veiðimálastofnunar á Bjarnarfjarðará sem unnin var í september 2014 lögð fram til kynningar.
4. Bréf frá foreldrum barna í dagvist.
Í bréfi frá foreldrum barna í dagvist dags. 3.nóv s.l sem barst í dag er óskað eftir fundi sem allra fyrst með sveitarstjórn um stöðu þessara mála í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til að mæta á fund með foreldrum þegar þeir þess óska.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.06