Sveitarstjórnarfundur 28.október 2014

Þriðjudaginn 28. október 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 5. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Arnlín Óladóttir sem komin er inn sem aðalmaður í sveitarstjórn meðan Finnur Ólafsson er í fríi frá sveitarstjórnarstörfum. 

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 23.9.s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Byggðakvóti
4. Samþykkt um fráveitumál í Kaldrananeshreppi
5. Gjaldskrárhækkanir
6. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
7. Athugasemdir sýslumannsins á Bolungarvík við drög að reglugerð
8. Bréf frá Hagstofu Íslands v manntals
9. Aðrar fundargerðir
10. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 23.9.s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð skóla/fræðslunefndar Drangsnesskóla frá 18. ágúst 2014.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð Skóla-/fræðslunefndar frá 30.sept. 2014. Fundargerðin er í 5 liðum. 1. mál afgreitt athugasemdalaust.Varðandi lið nr. 2 þá er samþykkt að ræða við starfsmenn dagvistunar hvort hægt sé að verða við þessari ósk. Liður 3 í fundargerðinni sem varðar lengri opnunartíma leikskóla fram á sumarið þá samþykkir sveitarstjórn að kanna það mál betur. 4. liður þarfnast ekki afgreiðslu þar sem forstöðukona leikskólans hefur ákveðið að fara ekki í frí í nóvember og 5. liður afgreiddur athugasemdalaus.
3. Byggðakvóti
Kaldrananeshreppur hefur fengið úthlutað 76 tonna byggðakvóta sbr. reglugerð nr.651/2014. Vegna skekkju í útreikningi fiskistofu getur uppgefið magn breyst eitthvað. Samkvæmt reglugerðinni getur sveitarstjórn hvers sveitarfélags sem fær úthlutað byggðakvóta lagt til að sérstök skilyrði gildi varðandi úthlutun byggðakvótans og þarf ráðuneytið að samþykkja þær tillögur. Oddviti leggur til að ekki verði neitt breytt út frá gildandi reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Kaldraneshreppi þetta árið. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
4. Samþykkt um fráveitumál í Kaldrananeshreppi
Oddviti leggur fram drög að samþykkt um fráveitur og rotþrær í Kaldrananeshreppi.
Samþykktin borin upp og samþykkt samhljóða.
5. Gjaldskrárhækkanir
a. Gjaldskrárhækkun fyrir Hitaveitu Drangsness. Sveitarstjórn samþykkir að hækka verð á heitu vatni frá hitaveitunni um 3% og mælagjald um 4%.
b. Gjaldskrá Vatnsveitu Drangsness lögð fram og samþykkt. Helsta breyting er að lágmarksgjald vegna vegna allra fasteigna hækkar og verður 10.000.- og hámarksgjald á fasteignir í a stofni þ.e íbúðarhús og sumarhús í þéttbýli verður 15.000.-
c. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi vegna 2015 lögð fram og samþykkt. Árgjald vegna íbúðarhúsa hækkar úr 30.000.- kr. í 32.000.-kr.
d. Gjaldskrárhækkun dagsvistar á Drangsnesi 2015. Samþykkt að hækka dagvistargjöld um 5% og fæðisgjald um 15%. Fæðisgjald hefur ekki hækkað í 2 ár.

6. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Fundargerð eigendafundar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna frá 22. október s.l lögð fram. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust en tillögur að nýrri skipulagsskrá og þjónustusamnings vð Hunaþing Vestra lagðar fyrir sveitarstjórn til ákvarðanatöku.
Nýjar samþykktir fyrir Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna lagðar fram til afgreiðslu. Sveitarstjórn samþykkir nýjar samþykktir fyrir Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
Þjónustusamningur milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og Húnaþings vestra lagður fram til afgreiðslu. Þjónustusamningurinn borinn upp og sammþykktur.

7. Athugasemdir sýslumannsins á Bolungarvík við drög að reglugerð.
Athugasemdir vegna reglugerðar um umdæmi sýslumanna lagðar fram til kynningar.
8. Bréf frá Hagstofu Íslands v manntals
Hagstofan óskar eftir athugasemdum við talningarsvæði vegna manntals 2011.
Engar athugasemdir gerðar.
9. Aðrar fundargerðir
Engar aðrar fundargerðir liggja fyrir fundi.
10. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands
Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands dags 6.10.2014 varðandi lúpínu lögð fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl.