Sveitarstjórnarfundur 23. september 2014

þriðjudaginn 23. ágúst 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 4. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Árni Haraldsson og varamennirnir Birna Hjaltadóttir og Hilmar Hermannsson sem mæta vegna fjarveru Guðbrandar Sverrissonar og Magnúsar Ásbjörnssonar.

Oddviti setti fund kl 14.00 og stýrði honum.

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að tekin verði á dagskrá sem 21. liður bréf frá Sif Huld Albertsdóttur verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra dags 16. sept. s.l og sem liður nr. 22 bréf frá FV vegna fundar þingmanna Norðurlands vestra og sem liður nr 23. bréf Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis um Byggðakvóta. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1. Fundagerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 6. ágúst 2014
2. Erindi frá Félagsþjónustu Stranda-og Reykhólahrepps
3. Siðareglur sveitarstjórnar
4. Byggingaráform sveitarfélagsins
5. Ósk um tímabundið leyfi frá störfum
6. Erindi frá sjómönnum og útgerðarmönnum
7. Erindi frá OV vegna útiljósa á Háabakka og Steinholti
8. Deiliskipulag – að samþykkja að auglýsa skipulagsuppdrátt á Drangsnesi
9. Ósk um úthlutun á lóð á “Vitagötu”
10. Samningur um samstarf varðandi rekstur félagsmiðstöðvarinnar Ozon
11. Námskeið fyrir nýtt sveitarstjórnarfólk
12. Erindi varðandi fyrirhugaða vegaframkvæmd yfir Bjarnarfjarðarháls
13. Erindi frá Sýslumanninum Hólmavík
14. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi reglugerð um starfssemi slökkviliða
15. Vestfiðringur
16. Ósk um ályktun varðandi óviðunandi fjarskipti á svæðinu
17. Erindi frá Grunnskóla Kaldrananeshrepps
18. Boð til viðtals hjá Fjárlaganefnd Alþingis um fjármál sveitarfélaga
19. Fundargerðir nefnda
20. Aðrar fundargerðir
21. Bréf frá Sif Huld Albertsdóttur verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra dags 16. sept. s.l
22 Bréf frá FV vegna fundar þingmanna Norðurlands vestra
23. Bréf Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis um Byggðakvóta.

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundagerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 6. ágúst 2014
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Erindi frá Félagsþjónustu Stranda-og Reykhólahrepps
Félagsmálastjóri María Játvarðardóttir sendir inn erindi sem varðar búsetumál Maríu Lovísu Guðbrandsdóttur, Bassastöðum. María Játvarðardóttir er mætt á fundinn og gerir grein fyrir málinu. Hugmyndin er að MLG taki á leigu íbúðina að Miðtúni 15 á Hólmavík og búi þar og hafi starfsmann með sér allan sólarhringinn. Nú þegar eru 2 stöðugildi sem fylgja henni greidd af fjármunum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ásamt einhverjum tímum í liðveislu á mánuði sem Kaldrananeshreppur greiðir, sem færu líka inní verkefnið. Hún þarf að lágmarki 4 starfsmenn til að manna sólarhringsvaktir. Heildarkostnaður við þetta fer ekki undir 30 milljónum á ári. Óskar Félagsmálastjóri eftir að Kaldrananeshreppur og Strandabyggð leggi fram eitt stöðugildi hvort sveitarfélag til að byrja með þangað til meira fjármagn fæst frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sótt hefur verið um það. Einnig hefur verið sótt um að Hússjóður Öryrkjabandalagsins kaupi íbúðina en ekki er komið svar. Oddviti þakkar Maríu fyrir komuna.
Oddvita falið að senda ítrekun um kröfur um útbætur í málefnum fatlaðra í Kaldrananeshreppi.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að veita 500.000.- styrk vegna nýs búsetuúrræðis sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps hefur hug á að koma á fót á Hólmavík. Þessi styrkur er háður því að verkefnið fari af stað nú í haust.
3. Siðareglur sveitarstjórnar
Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Kaldrananeshrepps lagðar fram til kynningr og yfirferðar. Samþykkt að koma þessum reglum áfram til nefnda á vegum sveitarfélagsins.
4. Byggingaráform sveitarfélagsins
Oddviti gerði grein fyrir byggingaráformum sveitarfélagsins að Grundargötu 9-11 Samkvæmt framlagðri kostnaðaráætlun er kostnaður 41.000.000.-
Sveitarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum að fara í þessa framkvæmd Hilmar Hermannsson situr hjá við afgreiðsluna.
5. Ósk um tímabundið leyfi frá störfum.
Finnur Ólafsson óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem oddviti frá 6. október n.k og út árið 2014. Hæfi hann síðan aftur störf á nýju ári 2015.
Finnur Ólafsson vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi frá störfum. Finnur Ólafsson mætir aftur á fund.
6. Erindi frá sjómönnum og útgerðarmönnum
Sjómenn og útgerðarmenn í Kaldrananeshreppi senda undirskriftarlista til sveitarstjórnar þar sem í fyrsta lagi er farið fram á að vatn verði leitt út í Kokkálsvík til þrifa á bátum. Í öðru lagi að upptökubrautin í Kokkálsvík verði löguð en hún er of brött og skapar að þeirra mati verulega slysahættu þegar verið er að taka báta upp eða setja niður. Í þriðja lagi benda þeir á að það þurfi rafmagnsinnstungur við bátaplan þar sem bátar eru teknir upp til vetursetu.
Sveitarstjórn tekur vel í erindi útgerðarmanna og felur oddvita að hafa samband við landeigendur til að fá tilskilin leyfi vegna vatnsveituframkvæmdanna og rafvirkja vegna tenglanna. Þá verður að skoða með upptökubrautina en það mál er á fundargerð Hafnarnefndar síðar á fundinum.
7. Erindi frá OV vegna útiljósa á Háabakka og Steinholti
Fyrir liggur frá Orkubúi Vestfjarða kostnaðar og verksamþykktir vegna uppsetningar á ljósastaurum við Steinholt og Háabakka í Bjarnarfirði. Kostnaður vegna Steinholts er kr. 725.000- og vegna Hábakka 320.000.-
Sveitarstjórn samþykkir að hafna þessu tilboði og leita annarra lausna í samráði við húseigendur.
8. Deiliskipulag – að samþykkja að auglýsa skipulagsuppdrátt á Drangsnesi.
Deiliskipulagsdrög fyrir Drangsnes unnin af Benedikt Björnssyni arkitekt lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi skv 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010
9. Ósk um úthlutun á lóð á “Vitagötu”
Ásta Dís Óladóttir kt: 041272-5709 og Jakob Bjarnason kt: 310860-2989 Viðjugerði 12, Reykjavík óska eftir að fá úthlutaða lóð á Drangsnesi sem samkvæmt tillögu að deiliskipulagi er nefnd “Vitagata 2, Drangsnesi”
Eftirfarandi bókun samþykkt. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps fagnar þessum áhuga sem sýndur er með þessari lóðaumsókn en telur sig því miður ekki geta úthlutað umræddri lóð þar sem ekki liggja fyrir neinar ákvarðanir um götuframkvæmdir á Drangsnesi í náinni framtíð. Sveitarstjórn bendir á að í dag eru 5 lóðir tilbúnar til úthlutunar á Drangsnesi.
10. Samningur um samstarf varðandi rekstur félagsmiðstöðvarinnar Ozon
Á síðasta ári óskaði sveitarstjórn Kaldrananeshrepps eftir því við Strandabyggð að unglingar í Kaldrananeshreppi gætu tekið þátt í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon Hólmavík. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps var ekki sátt við þann kostnað sem Strandabyggð lagði til grundvallar þátttöku unglinganna í félagsmiðstöðvarstarfinu. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar hefur lagt fram drög að samningi um hlutdeild að kostnaði í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon ásamt gögnum sem sýna heildarkostnað við starf Tómstundafulltrúa. Hefur hlutfall af starfi tómstundafulltrúa vegna Ozon verið lækkaður úr 40% í 25% og þá um leið ýmsum öðrum kostnaðarliðum bætt við eins og innri leigu, rútu- og fundakostnaði þannig að kostnaður kemur út með mjög svipaðri upphæð og lagt var fram á síðasta ári. Kostnaður Kaldrananeshrepps er samkvæmt þessum samningsdrögum kr. 587.397 fyrir skólaárið 2013-2014 og kr. 545.050 fyrir skólaárið 2014-2015
Oddvita falið að leita eftir fundi við sveitarstjórn Strandabyggðar um þessi mál.
11. Námskeið fyrir nýtt sveitarstjórnarfólk
Oddviti kynnti fyrir sveitarstjórnarmönnum námskeið á vegum Sambands ísl sveitarfélaga og hvetur sveitarstjórnarfólk til að fara á námskeið sem haldið verður í haust en sveitarfélagið greiðir þátttökukostnað.
12. Erindi varðandi fyrirhugaða vegaframkvæmd yfir Bjarnarfjarðarháls
Arnlín Óladóttir og Magnús Rafnsson Bakka, Bjarnarfirði vilja með bréfi dags. 8. sept 2014 beina þeim tilmælum til sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps að hún íhugi vandlega staðsetningu nýs vegar um Bjarnarfjörð og láti breyta áætlun Vegagerðarinnar um staðsetningu brúar og vegar á þann veg að vegur og brú verði á sama eða svipuðu vegstæði og vegurinn er í dag.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur í áratugi barist fyrir vegabótum í Bjarnarfirði og yfir Bassastaðaháls. Vegabótum sem nú loks eru að komast á fasta áætlun hjá fjárveitingavaldinu. Veglína sú sem nú er unnið eftir er á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps. Fékk aðalskipulagið alla þá kynningu sem lög krefja og gott betur þar sem flestir íbúar fengu skipulagsdrögin send til sín í tölvupósti oft meðan á skipulagsvinnunni stóð. Þrátt fyrir margar og góðar ábendingar varðandi skipulagið sem flestar voru teknar til greina var enginn ágreiningur um þessa veglínu í Bjarnarfirði né heldur brúarstæðið. Landeigendur sem missa land undir veginn hefðu að sjálfsögðu viljað halda sínu landi en ákváðu að gera ekki ágreining varðandi veglínuna.
Sveitarstjórn fagnar því að á áætlun sé nýr vegur yfir Bassastaðaháls og um Bjarnarfjörð en ítrekar um leið nauðsyn þess að gömlu brúnni yfir Bjarnarfjarðará verði viðhaldið til að tryggja samgöngur innan fjarðarins um komandi framtíð. Mun sveitarstjórn óska eftir svörum frá Vegagerðinni hvernig hún sér framtíð gömlu brúarinnar og tengingu innan fjarðarins. Áætluð veglína sem Vegagerðin vinnur eftir er á gildandi aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og þarf að breyta aðalskipulagi ef færa á veglínuna til fyrra horfs. Við teljum fyrirhugað vegstæði ekki að raska búsetuskilyrðum í sunnanverðum Bjarnarfirði.
13. Erindi frá Sýslumanninum Hólmavík.
Sýslumaðurinn á Hólmavík fer þess á leit að Kaldrananeshreppur veiti samþykki sitt til þess að ógreidd útsvarsgjöld gjaldaársins 2010 að höfuðstól kr. 107.778- vegna Alexander Charles B. Jourdain kt. 111286-4189 sem fluttur er á brott til Frakklands verði afskrifuð. Innheimtutilraunir hafa reynst árangurslausar og krafan fyrnd.
Afskriftarbeiðnin samþykkt.
14. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi reglugerð um starfssemi slökkviliða
Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfssemi slökkviliða lögð fram til kynningar.
15. Vestfiðringur
Elísabet Gunnarsdóttir verkefnisstjóri Vestfiðrings – átaks til uppbyggingar starfa í skapandi greinum á Vestfjörðum sendir inn kynningu á verkefninu og óskar eftir samvinnu og fjárhagslegri aðstoð sveitarfélagsins við undirbúning fundar á Drangsnesi.
Sveitarstjórn fagnar því að fá svona verkefni í sveitarfélagið og samþykkir að kosta veitingar á fundinum. Þá mun sveitarstjórn hvetja íbúa til að mæta á fundinn.
16. Ósk um ályktun varðandi óviðunandi fjarskipti á svæðinu
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir eftirfarandi ályktun varðandi óviðunandi fjarskipti í Kaldrananeshreppi.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps krefst þess að fá það staðfest að Kaldrananeshreppur sé hluti af hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði sem er á áætlun árið 2015. Teljum við að um grunnþjónustu samfélags sé að ræða og núverandi ástand alls óviðunandi enda skiptir slík tenging sköpun fyrir uppbyggingu atvinnu og framþróun.
17. Erindi frá Grunnskóla Kaldrananeshrepps
Birna Hjaltadóttir lýsir sig vanhæfa til afgreiðslu þessa erindis og víkur af fundi. Skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi óskar eftir heimild til að kaupa 6 ipad spjaldtölvur fyrir nemendur skólans ásamt Apple tv. Áætlaður kostnaður er rúmlega 420 þúsund krónur. Samþykkt samhljóða verða við þessari ósk. Birna Hjaltadóttir mætir aftur á fund.
18. Boð til viðtals hjá Fjárlaganefnd Alþingis um fjármál sveitarfélaga
Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2015. Oddvita falið að panta tíma hjá fjárlaganefnd og ræða m.a verkaskiptingu og fjarskipti.
19. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð Byggingar-skipulags og umhverfisnefndar Kaldrananeshrepps frá 18. sept s.l. Fundargerðin sem er í 4 liðum rædd og afgreidd án athugasemda.
b. Fundargerð Fjallskilanefndar Kaldrananeshrepps frá 7. sept s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
c. Fundargerð Hafnarnefndar frá 10 sept s.l
Fundargerðin sem er í 4 liðum rædd og afgreidd án athugasemda en varðandi fyrsta lið þá styður sveitarstjórn það mat Hafnarnefndar að tillaga Vegagerðar nr. 2 sé betri kostur fyrir höfnina.
20. Aðrar fundargerðir.
a. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps frá 13. ágúst s.l Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust. Reglur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps um fjárhagsaðstoð lagðar fram til kynningar.
b. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 29. ágúst 2014 lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.
c. Fundargerðir stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu frá 16. September s.l og Aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu frá 16. September 2014 lagðar fram og afgreiddar athugasemdalaust
d. Fundargerð 818 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. September lögð fram til kynningar
21. Bréf frá Sif Huld Albertsdóttur verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags 16. sept. s.l
Fundarboð vegna fundar vegna undanþágu frá íbúamörkum þjónustusvæða fyrir fatlað fólk þann 8. október n.k
Samþykkt að Jenný Jensdóttir mæti á þennan fund.
22 Bréf frá FV vegna fundar þingmanna Norðurlands vestra
Fyrsti þingmaður NV kjördæmis boðar til fundar þingmanna NV kjördæmis og sveitarstjórna á Vestfjörðum þann 1. október n.k á Reykhólum. Sveitarstjórn gerir ráð fyrir að mæta á þennan fund.
23. Bréf Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis um Byggðakvóta.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015 skv reglugerðum nr 651,4. júli 2014 og nr 652 4. júlí 2014
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að fela Jenný Jensdóttur sækja um byggðakvótann.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.20.45