Sveitarstjórnarfundur 8. júlí 2014

Þriðjudaginn 8. júlí 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 2. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson og Arnlín Óladóttir mætt í fjarveru Ingólfs Árna Haraldssonar.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 13 liðum.
Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá breytingu á lið nr 3 að þar verði einnig tekin fyrir fundargerð Fv frá 26. júní s.l. . Þá leitar oddviti afbrigða til að fella niður boðaðan dagskrárlið númer 13 á fundarboði og taka í staðinn fyrir heimildarveitingu til Byggingar – skipulags og umhverfisnefndar til að afgreiða ákveðin mál. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1. Fundagerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 27. maí 2014.
2. Fundagerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 16. júní 2014.
3. Fundagerð stjórnarfundar Fjórðungssambans Vestfirðinga frá 4. júní 2014.
4. Beiðni um stuðning við starf Hróksins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
5. Skipa fulltrúa í samráðshóp um kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu.
6. Skipa í Framkvæmdarráð Umhverfisvottunar.
7. Ræða fyrirkomulag leigu á húsnæði sveitarfélagsins.
8. Tillaga um skipun varamans sem umsjónarmann á hitaveitu og vatnsveitu.
9. Tillaga um uppsetningu á söfnunarbauk við pottana á Drangsnesi til að viðhalda þeim.
10. Fundagerð nefnda.
11. Bréf frá Skíðafélagi Strandamanna 2. júlí 2014
12. Þáttaka í landshlutakynningu á vegum Iceland Review og Atlanticu
13. Heimildarveiting til byggingar- , skipulags og umhverfisnefndar sveitarfélagsins til afgreiðslu mála á næsta fundi nefndarinnar.


Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 27. maí 2014
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá þeim fundi. Fundagerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir sveitastjórnar Kaldrananeshrepps frá 16. júní 2014
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá þeim fundi. Fundagerðin afgreidd athugasemdalaust.

3. Fundargerðir Fjórðungssambans Vestfirðinga frá 4. júní 2014 og 26. júní 2014.
Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 4. júní 2014 lögð fram og rædd. Afgreidd athugasemdalaust.
Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. júní 2014 lögð fram og rædd. Afgreidd athugasemdalaust
4. Beiðni um stuðning við starf Hróksins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
Fjárbeiðnin lögð fram og styrkbeiðninni hafnað. Oddvita falið að skrifa þeim bréf þar sem afstaða okkar kemur fram.
5. Skipa fulltrúa í samráðshóp um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu.
Hlutverk stýrihópafulltrúa er að fara yfir skráningu staða í hverju sveitarfélagi / landssvæði fyrir sig og meta þá staði m.a. út frá aðgengi og aðdráttarafli. Arnlínu Óladóttur falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins uns annað verður ákveðið. Þá er henni falið að kanna hvað í þessu starfi felst, kostnað og fleira. Oddviti sendir tilkynningu til ferðamálastofu.
6. Skipa í Framkvæmdarráð Umhverfisvottunar.
Samþykkt að skipa Jenný Jensdóttir í framkvæmdaráð Umhverfisvottunnar á Vestfjörðum. Varamaður Finnur Ólafsson.
7. Ræða fyrirkomulag á leigu á húsnæði sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela húsnæðisnefnd sveitarfélagsins að vinna hugmyndir að stefnumörkun varðandi leiguhúsnæði sveitarfélagsins.Þessar hugmyndir skal leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

8. Tillaga um skipun varamanns sem umsjónarmanns á hitaveitu og vatnsveitu.
Samþykkt að skipa Ingólf Haraldsson sem varamann Óskars Torfasonar. Greitt verður fyrir vinnuframlag.

9. Tillaga um uppsetningu á söfnunarbauk við pottana á Drangsnesi til að viðhalda þeim.
Oddvita falið að kanna með og hanna uppsetningu á söfnunarbauk við heitu pottana á Drangsnesi

10. Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir nefnda liggja fyrir fundi.

11. Bréf frá Skíðafélagi Strandamanna 2. júlí 2014
Þakkarbréf frá Skíðafélagi Strandamanna lagt fram til kynningar.

12. Þátttaka í landshlutakynningu á vegum Iceland Review og Atlanticu. Blað sem gefið er út og kostnaðurinn er 75.000 kr + vsk.
Sveitarstjórn samþykkir að vera ekki með í þetta sinn.


13. Heimildarveiting til byggingar- , skipulags og umhverfisnefndar sveitarfélagsins til afgreiðslu mála á næsta fundi nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila Byggingar- skipulags og umhverfisnefnd afgreiðslu þeirra umsókna um byggingarleyfi sem fyrir liggja og krefjast brýnnar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 00.10