Sveitarstjórnarfundur 27.maí 2014

Þriðjudaginn 27.maí 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 46. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir, oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson mættur í fjarveru Magnúsar Ásbjörnssonar.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 5 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 6. mál á dagskrá, framlagningu og staðfestingu kjörskrár og sem 7. mál bréf frá Hermanni R. Jónssyni og Þuríði Ásbjörnsdóttur og sem 8. mál fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Afbrigði samþykkt

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. maí 2014
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur Kaldrananeshrepps 2013 –síðari umræða
4. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013
5. Listaverk
6. Kjörskrá v sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
7. Bréf frá Hermanni R. Jónssyni og Þuríði Ásbjörnsdóttur
8. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. maí 2014
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar frá 14 mai 2014 afgreidd athugasemdarlaust.

3. Ársreikningur Kaldrananeshrepps 2013 –síðari umræða
Oddviti lagði fram ársreikning vegna ársins 2013. Kaldrananeshreppur skilar jákvæðri rekstrarniðurstöðu vegna 2013 alls 5,8 milljónir vegna aðalsjóð.
Heildarskatttekjur voru 43 milljónir, framlög frá jöfnunarsjóði voru 29,6 milljónir og aðrar tekjur voru 12 milljónir.
Helstu kostnaðarliðir voru Félagsþjónusta 4 milljónir, Fræðslu og uppeldismál 36,9 milljónir, menningarmál 1,8 milljónir, Æskulíðs- og íþróttamál 14,4 milljónir, Brunamál- og almannavarnir 1,6 milljónir, Skipulags- og byggingarmál 1,9 milljónir, Umferðar- og samgöngumál 1,2 milljónir, Umhverfismál 2 milljónir, Atvinnumál 0,5 milljónir, yfirstjórn 11,2 milljónir
Hafnarsjóður skilaði neikvæðri rekstrarniðurstöðu alls 2,6 milljónir, Vatnsveitan skilaði neikvæðri niðurstöðu alls 0,5 milljónur og Hitaveitan skilaði jákvæðri niðurstöðu alls tæplega 2 milljónum.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur.
Í lok kjörtímabils er fráfarandi sveitarstjórn mjög sátt við fjárhagsstöðu sveitarsjóðs.

4. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013
Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2013 lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

5. Listaverk
Eitt af verkefnum Lilju Sigrúnar Jónsdóttur þegar hún útskrifaðist úr Listháskólanum var hugmynd og líkan af útilistaverki sem hún kallar Segl. Þetta verk var sýnt á fyrstu bryggjuhátíðinni 1996. Líkanið er til sýnis á fundinum. Þetta verk er Sigrún tilbúin að gefa íbúum Kaldrananeshrepps ef þeir sjá sér fært að láta vinna það í fulla stærð og setja upp. Líklegasti staðurinn er á Forvaðanum. Það á að vera úr ryðfríu, léttu, sterku og salt og sýruvörðu stáli og lausleg kostnaðaráætlun er um 3 – 4 milljónir.
Sveitarstjórn lýst vel á þetta verkefni en telur að vanti frekari kostnaðaráætlun og verkfræðilega úttekt.

6. Kjörskrá v sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Kjörskráin lögð fram og staðfest.

7. Bréf frá Hermanni R. Jónssyni og Þuríði Ásbjörnsdóttur
Fyrirspurn varðandi lengri opnunartíma sundlaugar og lokunartíma leikskóla yfir sumarið. Oddvita falið að svara fyrirspurnunum..

8. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22.45