Sveitarstjórnarfundur 13. júní 2012

Miðvikudaginn 13. júní 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 21 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá. Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem lið nr. 5 Deiliskipulag Svanshóli og sem lið nr. 6 Rekstrarleyfi vegna veitingahúss og gistihúss Grundargötu 17. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 7. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2011 – fyrri umræða
4. Greinargerð Kristjáns Helgasonar v Kokkálsvík
5. Deiliskipulag Svanshóli
6. Rekstrarleyfi v Grundargötu 17, Drangsnesi


Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 7. júní s.l
oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Ársreikningur 2011 – fyrri umræða
Ársreikningur 2011 afgreiddur til síðari umræðu

4. Greinargerð Kristjáns Helgasonar v Kokkálsvík
Kristján Helgason hjá Siglingastofnun gerði úttekt á trébryggju í Kokkálsvík að ósk oddvita. Niðurstaða er sú að bryggjan er í góðu standi og getur gengt sínu hlutverki sem viðlegubryggja án teljandi viðhalds í 5-10 ár í viðbót. Bent er á að það myndi hlífa bryggjunni töluvert og draga úr sliti á þybbuklæðningu væru settar framan á hana dekkjaþybbur.
Varðandi ósk formanns Hafnarnefndar um löndunaraðstöðu við austurenda gömlu bryggjunnar telur hann það ekki mikið mál.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að láta setja dekkjaþybbur á fremsta hluta viðlegukantsins..

5. Deiliskipulag Svanshóli
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aftur deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Svanshóls í Kaldrananeshreppi. Auglýsingin verður birt í Lögbirtingarblaðinu föstudaginn 15. júní n.k og Morgunblaðinu fimmtudaginn 14. júní 2012
Tillagan borin upp og samþykkt.

6. Rekstrarleyfi v Grundargötu 17, Drangsnesi
Sýslumaður á Hólmavík óskar eftir umsögn um umsókn um breytingu á skilmálum rekstrarleyfis skv. lögum nr. 85/2007 vegna reksturs veitingahúss Grundargötu 17, Drangsnesi og þá óskar sýslumaður einnig eftir umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis og breytingu frá núgildandi leyfi v. stækkunar gistiaðstöðu að grundargötu 17, Drangnesi skv lögum nr. 85/2007.
Magnús Ásbjörnsson lýsir sig vanhæfan vegan tengsla og víkur af fundi.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps sér ekketr því til fyrirstöðu að sýslumaður veiti umbeðin rekstrarleyfi. Þó með fyrirvara um úttekt vegan brunavarna og lokaúttekt byggingarfulltrúa
Magnús Ásbjörnsson mætir aftur á fundinn.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22.08