Sveitarstjórnarfundur 7. júní 2012

Fimmtudaginn 7. júní 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 16 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka af dagskrá lið nr. 14 ársreikning 2011 þar sem ársreikingurinn er ekki kominn frá endurskoðanda. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. april s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá orkubúi Vestfjarða
4. Styrkbeiðni vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar í Strandabyggð
5. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
6. Oddvitakjör
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 27. apríl
8. Fundargerð aðalfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða
9. Fundargerðir Byggðasamlags Vestfjarða
10. Fundargerðir Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla
11. Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhóla
12. Reglur um sérstakar húsaleigubætur
13. Vatnavinir Vestfjarða
14. Ársreikningur 2011 fyrri umræða
15. Kynningarferð oddvita til Brussel
16. Bréf frá sóknarnefnd Drangsnessóknar

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. april s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Skipulags- og byggignarnefndar frá17. maí s.l
Fundargerðin er í 8 liðum og afgreidd athugasemdarlaust.

3. Bréf frá orkubúi Vestfjarða
Orkubúið sendir sveitarstjórn hugmynd að legu fyrir háspennustreng 12 KW frá rafstöð Drangsnesi að Kokkálsvíkurhöfn. Meðfylgjandi uppdráttur á loftmynd sýnir væntanlega legu strengsins í vegkantinum. Ekki er búið að fá leyfi hjá Vegagerðinni fyrir þessari staðsetninu háspennustrengsins. Þá beina þeir þeirri spurningu til sveitarstjórnar hvort Kaldrananeshreppur geti nýtt sér gröft á þessari leið fyrir vatn eða annað.
Sveitarstjórn er mjög jákvæð fyrir að leggja vatnslögn í skurðinn hjá orkubúinu, og felur vatnsveitustjóra að kanna kostnað, bæði við efni og þátttöku í skurðinum.

4. Styrkbeiðni vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar í Strandabyggð.
Sveitarstjórnin samþykkir að styrkja reksturinn um 200.000,- krónur.

5. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
Undarfarin ár hefur sveitarstjórn samþykkt að veiðidagar Kaldrananeshrepps verði gefnir íbúum sveitarfélagsins 18. ára og eldri til afnota. Oddviti leggur til að sama fyrirkomulag verið á þetta árið og að veiðidagar Kaldrananeshrepps í Bjarnarfjarðará sumarið 2012 verði gefnir íbúunum og verði dregið um það hverjir fá hvaða daga.
Tillagan borin upp og samþykkt.

6. Oddvitakjör
0ddviti kjörinn Jenný Jensdóttir með 4 atkvæði
Varaoddviti kjörinn Guðbrandur Sverrisson með 4 atkvæðum.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 27. apríl
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 27. apríl s.l lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.

8. Fundargerð aðalfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða
Fundargerðin lögð fram til kynningar

9. Fundargerðir Byggðasamlags Vestfjarða
Fundargerðirnar lagðar fram og afgreiddar athugasemdalaust.

10. Fundargerðir Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla
Fundargerðirnar lagðar fram og afgreiddar athugasemdalaust.

11. Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhóla
Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhóla sem samþykkt var í Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla lögð fram. Jafnréttisáætlunin samþykkt samhljóða.

12. Reglur um sérstakar húsaleigubætur
Reglur um sérstakar húsaleigubætur sem samþykktar hafa verið af Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla lagðar fram og samþykktar.

13. Vatnavinir Vestfjarða
Samantekt Verkefnisstjórna 2012 Vatnavinir Vestfjarða lögð fram til kynningar.

14. Kynningarferð oddvita til Brussel
Oddviti Kaldrananeshrepps tekur þátt í kynningarferð sveitarstjórnarfólks á vegum Evrópusambandsins til Brussel dagana 18.til 20 júní n.k. Ferðin er alfarið kostuð af Esb.

16. Bréf frá sóknarnefnd Drangsnessóknar
Bréf frá Sóknarnefnd Drangsnessóknar dags. 30.maí s.l varðandi fyrirhugaðar endurbætur á sameiginlegu húsnæði grunnskólans og kapellunnar á Drangsnesi.
Sóknarnefndin óskar eftir að fá aukið rými til afnota fyrir kapelluna sem geymslu fyrir stóla og fleira. Þeirra hugmynd er að fá rými aftast í skólastofunum.
Sóknarnefnd vill árétta að Kapellan er tilbúin að greiða allt að 40% af kostnaði en þó aldrei meira en 5 milljónir.

Ómar Pálsson hefur tekið framkvæmdirnar í skólastofunum að sér. Þ.e að skipta um loftklæðningu á gangi og skólastofum og byggja undir og koma fyrir skilrúmum til að skipta stofunum. Samhliða því þarf að skipta um gólfefni og koma fyrir nýjum ljósum og því sem til þarf að koma hljóði og tölvutæku efni milli gamla og nýja skólahúsnæðisins. Kostnaður liggur ekki fyrir.
Oddviti leggur til að 3ja manna framkvæmdanefnd verði skipuð þ.e 2 frá hreppnum og einn frá Sóknarnefnd sem sjái um framkvæmdirnar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita sóknarnefndinni aukið rými, ca 1,5 metra aftast í salnum, til geymslu, og minnka þar með kennlurými í skólanum, þó með fyrirvara um að sveitarstjórn geti sagt samningnum upp með árs fyrirvara.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Jenný Jensdóttur og Óskar Torfason sem fulltrúa sveitarstjórnar, og óska eftir að sóknarnefnd skipi einn fulltrúa.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.55