Sveitarstjórnarfundur 20. apríl 2012

Föstudaginn 20. apríl 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Franklín B. Ævarsson varamaður sem mætti í fjarveru Magnúsar Ásbjörnssonar.. Oddviti setti fund kl 17 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 4 liðum. 

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. april s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá Héraðssambandi Strandamanna
4. Kjörstjórn

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. april s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar frá 18. apríl s.l. Aðeisn eitt mál var á dagskrá skólanefndar. Umsóknir um skólastjórastöðu við grunnskólann. 5 umsóknir bárust um stöðu skólastjóra og mælir skólanefnd með að Birna Hjaltadóttir kt: 270479-4809 verði ráðin í stöðuna. Með fundargerðinni fylgja allar umsóknirnar og fór sveitarstjórn í gegnum þau gong. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Birnu Hjaltadóttur sem skólastjóra.

3. Bréf frá Héraðssambandi Strandamanna
Bréf frá Héraðssambandi Strandamanna dags. 16.4.2012 þar sem óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps við þeirri hugmynd að HSS sæki um að annast undirbúning og framkvæmd Landsmóts 50 ára og eldri á Ströndum árið 2014.Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps setur sig ekki á móti þvi að Héraðssamband strandamanna sæki um að halda Landsmót 50 ára og eldri, en þó með fyrirvara um áætlaðan kostnað.

4. Kjörstjórn
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í kjörstjórn Kaldrananeshrepps.

Aðalmenn:
Finnur Ólafsson, formaður
Margrét Bjarnadóttir
Valgerður Magnúsdóttir

Varamenn
Hilmar Hermannsson
Eva Katrín Reynisdóttir
Birna Ingimarsdóttir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 17.35