Sveitarstjórnarfundur 11. apríl 2012

Miðvikudaginn 11. apríl 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Sunna Einarsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson sem mætti vegna fjarveru Guðbrandar Sverrissonar. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 9 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 10 og 11 lið samgöngumál og fjarskiptamál og 12 framkvæmdir í skólanum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15.febrúar s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna
4. Fundargerðir Velferðarnefndar
5. Deiliskipulag Svanshóli
6. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins
7. Fundargerð Landsþings sveitarfélaga frá 23. mars s.l
8. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti frá 9. mars s.l
9. Stefnumótunarvinna Stranda og Reykhólahrepps

Var þá gengið til dagskrár :

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15.febrúar s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð Hafnarnefndar frá 13. mars s.l. Funargerðin er í 2 liðum.
Í fyrsta lið fundargerðarinnar er rætt um vatnsmál í Kokkálsvíkurhöfn.
Vatnsveitustjóra falið að hafa samband við Val Þorðarson varðandi framkvæmdina. og hafa umsjón með verkinu.
Í öðrum lið er rætt um ástand bryggjunnar í Kokkálsvík og nauðsyn þess að Siglingastofnun meti ástand hennar og hvað sé hægt að gera til úrbóta. Myndir sem sýna vel hversu illa farin bryggjan er hafa verið sendar til stofnunarinnar.
Oddvita falið að hafa samband við siglingastofnun.
Fundargerð skólanefndar frá 13. mars s.l
Fundargerðin er í 4 liðum. Í þriðja lið fundargerðarinnar kemur fram að skólastjóri grunnskólans hefur sagt upp störfum. Auglýst hefur verið eftir skólastjóra og kennurum. Nokkrar umsóknir hafa borist en ekki er enn búið að ráða í störfin. Fundargeriðin að öðru leiti afgreidd athugasemdalaust.

3.. Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna
Héraðssambandið þakkar veittan styrk á síðasta ári og óskar eftir 100.000.- króna styrk í ár. Sveitarstjórnin samþykkir að styrkja Héraðsambandið um umbeðna upphæð.

4. Fundargerðir Velferðarnefndar
Fundargerðir Velferðarnenfdar frá 5. mars lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.

5. Deiliskipulag Svanshóli
Deiliskipulagstillaga fyrir Svanshól hefur legið frammi tilskilinn tíma. Engar athugasemdir hafa borist. Oddviti leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

6. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Skilagreinin lögð fram til kynningar.

7. Fundargerð Landsþings sveitarfélaga frá 9. mars s.l
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti frá 9. mars s.l
Í bréfi Heilbrigðiseftirlits kemur fram að vatnssýni sem tekin voru á Drangsnesi 14 feb. s.l stóðust ekki gæðakröfur. Tekin voru ný vatnssýni þann 28. feb. s.l og stóðust þau gæðakröfur. Lagt fram til kynningar

9. Stefnumótunarvinna Stranda og Reykhólahrepps.
Drög að vinnuferli við stefnumótunarvinnuna lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórn.

10. Fjarskiptamál.
Netsamband hérna á svæðinu er alveg óviðunandi, og sveitartjórn samþykkir
að hafa samband við símann og krefjast úrbóta.

11. Samgöngumál.
Vegurinn í Kaldrananeshreppi er allt að því lokaður núna þar sem 2 tonna
Öxulþungi er á malarveginum frá Drangsnesi og yfir Bjarnafjarðarháls og af
Þeim sökum er ekkert vegasamband við Árneshrepp, og hamlar þetta nú þegar
atvinnustarfssemi á svæðinu verulega

12. Framkvæmdir í skólanum
Ákveðið að halda fund með sóknarnefnd og ræða málið.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.50