Sveitarstjórnarfundur 15. febrúar 2012
- Details
- Miðvikudagur, 15 febrúar 2012 21:00
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 20. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja á dagskrá sem 8 lið Vegamál. Samþykkt samhljóða.
Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 7 liðum.
Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.
Dagskrá
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 1.febrúar s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Fjárhagsáætlun 2012 ásamt 3ja ára áætlun 2012 síðari umræða
4. Samningur um barnaverndarmál
5. Bréf frá fræðsluskrifstofu reykjnesbæjar
6. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla
7. Fundargerð og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits vestfjarða
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 1.febrúar s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðast fundi.
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Skipulgs og byggingarnefndar frá 14.2.2011
Fundagerðin sem er í 7 liðum afgreidd athugasemdarlaust.
3. Fjárhagsáætlun 2012 ásamt 3ja ára áætlun 2012-2015 síðari umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 lögð fram til afgreiðslu
Samstæðureikningur - Skatttekjur áætlaðar alls 37.500.000.- Jöfnunarsjóður er áætlaður alls 22.500.000- Aðrar tekjur eru áætlaðr alls 35.919.000.-
Heildargjöld og afskriftir er alls áætlað kr. 95.516.000.- rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða er því 403.000.- Fjármagnsgjöld eru áætluð alls 1.594.000.-
Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs er áætluð 4.141.000.- rekstrarniðurstaða eignasjóðs er áætluð neikvæð um 4.421.000.- Rekstrarniurstaða Hafnarsjóðs er áætluð neikvæð um 1.390.000.- Rekstarniurstaða Vatnsveitu er áætluð 235.000.- rekstrarniðurstaða Hitaveitu er áætluð 164.000.-
Fjárhagsáætlun 2012 ásamt 3ja ára áætlun 2012- 2015 borin upp og samþykkt.,
4. Samningur um barnaverndarmál
Drög að samstarfssamningi um barnaverndarmál milli Húnaþings vestra, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps lögð fram.
5. Bréf frá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar
Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar hefur borist beiðni um að Sverrir Svanhólm Gunnarsson með lögheimili í Reykjanesbæ fái að stunda nám við Grunnskóla Drangsness frá 1. febrúar 2012 og út skólaárið. Reykjnesbær samþykkir að greiða skólakostnað samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands ísl sveitarfélaga.
Oddvita hafði ekki verið sagt frá að drengurinn væri væntanlegur í skólann fyrr en eftir að þetta bréf var sent. Sveitastjórn samþykkir að veita Sverri Svanhólm Gunnarssyni skólavíst í Drangsnesskóla skólaárið 2011 til 2012.
6. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla
Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla lögð fram til kynningar
7. Fundargerð og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits vestfjarða
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 3. feb s.l lögð fram til kynningar. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 lagt fram til afgreiðslu. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir ársreikninginn eða fjárhagsáætlunina.
8. Vegamál.
Sveitatstjórn Kaldrananeshrepps lýsir ánægju með þær yfirlýsingar ráðamann að ástand samgöngumála á vestfjörðum kalli á verulega aukið átak í samgöngumálum umfram aðra landshluta. Árneshreppur næsta sveitarfélag norðan Kaldrananeshrepps er eina sveitarfélag landsíns sem ekki býr við vegasamband stóran hluta ársins. Meðal annars með því að verkefnin á Bjarnarfjarðarhálsi og Veiðileysuhálsi séu sett í forgang má tryggja að orðum fylgi efndir
Miðað við framanlagða samgönguáætlun sér þess ekki stað..
Bjarnarfjarðarháls er settur á annað tímabil 2015-2018 og Veiðileysuháls á þriðja timabil langt í fjarska 2019-2022 með þessu er stuðlað að falli byggðar í Árneshreppi og nánast gert út af við ferðaþjónustu bæði í Árneshreppi og Bjarnarfirði sem verið hefur byggð upp af mikilli bjartsnýni á síðustu árum meðal annars vegna jákæðra orða ráðamann sem síðan hefur reynst hjóm eitt. Nýr vegur yfir Bjarnarfjarðarháls ásamt nýrri brú yfir Bjarnarfjarðará var tilbúinn til úboðs haustið 2008.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps krefst þess að þessi verkefni verði færð framar á samgönguáætlun.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.22.00