Sveitarstjórnarfundur 1. febrúar 2012

Miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 19. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 4 liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. janáur s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Byggðakvóti
4. Styrkbeiðni

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. janúar s.l
Oddviti fór yfir fundargerð síðasta fundar og afgreiðslu mála frá þeim fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Byggðakvóti
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti hefur haft samband við oddvita vegna samþykktar sveitarstjórnar frá síðasta fundi um breytingar á reglum um úthlutun byggðakvóta. Mælir talsmaður ráðuneytisins með því að sveitarstjórn falli frá þeim breytingum á reglugerð nr. 1182/2011 sem samþykktar voru á síðasta fundi.
Telur hann að tillaga sú sem gerð var til breytingar á 9. grein reglugerðarinnar byggi á misskilningi sveitarstjórnar og geti ekki staðist og ekki sé hægt með þeirri breytingu að koma í veg fyrir leigu á úthlutuðum byggðakvóta og tillagan því óþörf.
Þá sé spurning hvort breyting sú sem sveitarstjórn lagði til varðandi 6. grein reglugerðarinnar sé sveitarfélaginu til góðs og aukningar á afla til vinnslu í byggðarlaginu eins og stefnt sé að með byggðakvótanum. Á móti standa þau rök okkar að vegna mikillar ýsugengdar á miðunum og erfiðleikum á að fá ýsukvóta eigi útgerðir mjög erfitt með að uppfylla tvöföldunar skilyrðin.

Oddviti leggur fram eftirfarnadi tillögu:

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að draga til baka samþykkt sveitarstjórnar frá 18. janúar s.l um breytingar á 6. og 9. grein reglugerðar nr. 1182/2011 um úthlutun Byggðakvóta ársins 2012.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps vill einnig árétta nauðsyn þess að úthlutun Byggðakvóta hvers fiskveiði árs liggi fyrir í byrjun september ár hvert.

Tillagan borin upp til atkvæða.og samþykkt með 4 atkvæðum og einu á móti.

4. Styrkbeiðni.
Félag eldri borgara í Strandasýslu þakkar fjárhagslegan stuðning á liðnum árum og óskar eftir styrkveitingu vegna ársins 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja eldirborgara um 40.000.- kr.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 20.40