Sveitarstjórnarfundur 18. janúar 2012

Miðvikudaginn 18. janúar 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 18. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Halldór Logi Friðgeirsson í stað Óskars Torfasonar, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 7 liðum.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem 8. mál Landamerki á milli Skarðs og Hvamms í Bjarnarfirði.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu
Dagskrá
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12.des s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Byggðakvóti
4. Bréf til hreppsnefndar dags 11.1.2012
5. Styrkbeiðni frá Lífæðinni
6. Styrkbeiðni vegna Góðgerðardaga
7. Deiliskipulag Drangsnesi

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12.des s.l
Oddviti fór yfir fundargerð síðasta fundar og afgreiðslu mála frá þeim fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Byggðakvóti
Skv reglugerð um úthlutun Byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2011 til 2012 hefur Kaldrananeshreppi verið úthlutað alls 85 þorskígildistonnum.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi sértækar reglur fyrir Kaldrananeshrepp um úthlutun byggðakvóta.

Með vísan í reglugerð nr, 1182/2011 um úthlutun Byggðakvóta til fiskiskipa óskar Kaldrananeshreppur eftir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 6. og 9. gr. reglugerðarinnar um úthlutun byggðakvóta Kaldrananeshepps.

Breytingar ákvæði við 6. grein
Fallið verði frá skilyrði um tvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 1182/2011
Breytingarákvæði við 9. grein.
Ekki er heimilt að leigja frá sér úthlutaðan Byggðakvóta heldur skal hann allur veiddur og honum landað til vinnslu á Drangsnesi.Þó skulu heimil jöfn skipti á aflamarki í þorskígildum talið.

Greinargerð:
Eins og aðstæður eru núna á leigumarkaði aflaheimilda og í ljósi skerðinga síðustu ára í bolfiski þá er það ljóst að útgerð frá Drangsnesi getur ekki verið rekin nema að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti falli frá skilyrði um tvöföldun þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað í byggðakvóta Kaldrananeshrepps. Ástandið á leigumarkaði og skerðingar gera það að verkum að nánast ókleift er fyrir útgerðir á Drangsnesi, Kaldrananeshreppi að stunda bolfiskveiðar en útgerðir hér hafa þurft að sækja töluvert af aflaheimildum inn á leigumarkaðinn en nú er lítið sem ekkert framboð og verðin mjög svo óásættanleg.Vegna mikillar ýsugengdar á miðum hafa útgerðir neyðst til að láta frá sér þorskkvóta í skiptum fyrir ýsukvóta til að geta náð einhverjum þorski á land, eru þessi kvótaskipti nauðsynleg vegna mikils meðafla af ýsu. Útgerð og fiskvinnsla eru aðal atvinnuvegurinn á Drangsnesi og því gríðarlega mikilvægt að byggðakótinn nýtist sem best í þágu byggðarlagsins.
Varðandi breytingarákvæði við 9. grein þá er það skoðun sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps að Byggðakvóta sé uthlutað til byggðarlaga til að auka þar atvinnu bæði til sjós og lands en ekki til að leigja hann burt úr byggðarlaginu. Hafi útgerð ekki hug á að veiða byggðarkvótann þá á hún að afsala sér honum aftur þannig að hann geti nýst öðrum til atvinnusköpunar í byggðarlaginu.
Breytingartillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða.

4. Bréf til hreppsnefndar dags 11.1.2011
Magnús Ásbjörnsson vikur af fundi vegna vanhæfi.
Þuríður Ásbjarnardóttir skrifar hreppsnefnd bréf vegna þess að oddviti hefur hafnað ósk hennar um leikskólapláss fyrir dóttur sína. Forstöðumaður leikskóla telur sig ekki geta tekið við fleiri börnum nema ráðin verði viðbótar starfskrafur. Börnin eru 5 á aldrinum 2ja og hálfs til 6 ára.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa 50% starf til vors.til að byrja með.

5. Styrkbeiðni frá Lífæðinni.
Útvarpstöðin Lifæðin Bolungarvík, sem sendi út frá 7. des til 7. jan s.l á vestfjörðum óskar eftir styrk. Sveitarstjórn hafnar þessari styrkbeiðni.

6. Styrkbeiðni vegna Góðverkadaga.
Bandalag ísl skáta óskar eftir styrk vegna Góðverkadaga sem verða haldnir 20- 24 febrúar n.k. Sveitarstjórn hafnar þessari styrkbeiðni.

7. Deiliskipulag Drangsnesi
Drög að deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Drangsnesi lagt fram til kynningar og skoðanaskipta í sveitarstjórn.

8. Landamerki á milli Skarðs og Hvamms í Bjarnarfirði.
Oddvita falið að skrifa undir pappíra varðandi landamæri Skarðs og Hvamms í Bjarnarfirði.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.55