Sveitarstjórnarfundur 9. nóvember 2011

Miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 16. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 13 liðum.
Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir a. Bréf frá Strandaskel ehf, b. Staðfestingu á Aðalskipulagi, c. Beiðni um hækkun framlaga til Atvest, d. Stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. sept s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Fundargerð Velferðarnefndar
4. Bréf frá Dalabyggð
5. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
6. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
7. Tilnefning fulltrúa í Vatnasvæðanefnd
8. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
9. Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga
10. Sveitarstjórnarlög
11. Vatnsból fyrir Kokkálsvíkurhöfn
12. Bréf frá Árneshreppi
13. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólum
14. Bréf frá Strandaskel ehf
15. Staðfesting á Aðalskipulagi
16. Beiðni um hækkun framlaga til Atvest
17. Stoðkerfi atvinnu og byggðar á Vestfjörðum

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. sept s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi

3. Fundargerð Velferðarnefndar
Fundargerð Velferðarnefndar frá 19. október lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

4. Bréf frá Dalabyggð
Á fundi Dalabyggðar 18. október s.l var samþykkt tillaga byggðaráðs um að stofnað verði byggðasamlag um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa með núverandi samstarfsaðilum, Reykhólahreppi og Árneshreppi og að Strandabyggð og Kaldrananeshreppi verði jafnframt boðin aðild að byggðasamlaginu.
Meðfylgjandi eru drög að stofnsamningi og samþykktum fyrir byggðasamlagið ásamt minnisblaði þar sem fram koma rekstraráætlanir miðað við mismunandi forsendur.
Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að kostnaður Kaldrananeshrepps yrði rúm 1 milljón á ári. Oddviti leggur til að afgreiðslu þessa máls verði frestað, og fylgst með hvað nágranna sveitarfélög hyggjast gera.

5. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Bréf frá Heilbrigðiseftiliri Vestfjarða dags. 26 okt s.l þar sem fram kemur að neysluvatnssýni úr vatnveitu Drangsness sem tekið var þann 14. sept s.l stóðst gæðakröfur. Baðvatnssýni tekið úr sundlaug og heitum potti sundlaugarinnar stóðst ekki gæðakröfur.
Um tímabundið ástand var að ræða og var allt komið í lag innan fárra daga.

6. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

7. Tilnefning fulltrúa í Vatnasvæðanefnd
Umhverfisstofnun óskar eftir að Kaldrananeshreppur tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd en sveitarfélagið er á vatnasvæði 1. Sveitarstjórn leggur til að sveitarfélögin í Strandasýslu sameinist um fulltrúa.

8. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
Bréf frá Eftilitsnefnd sveitarfélaga dags. 21 .sept inniheldur skýrlsu nefndarinnar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Íslandi miðað við ársreikninga þeirra fyrir árið 2010. Lagt fram til kynningar

9. Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga
Minnisblað Guðjóns Bragasonar um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

10. Sveitarstjórnarlög
Nýsamþykkt sveitarstjórnarlög lögð fram til kynningar.

11. Vatnsból fyrir Kokkálsvíkurhöfn
Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur kannað hvort hægt væri að finna nothæft vatnsból fyrir Kokkálsvíkurhöfn og lagt fram greinargóða skýrslu um málið. Oddviti leggur til að visa málinu til hafnarnefndar og til næstu fjárhagsáætlunar.

12. Bréf frá Árneshreppi
Árneshreppur fer þess á leit við Kaldrananeshrepp að hann veiti umsögn sína um fyrirhugaða háspennulínu frá Hvalárvirkjun sem gert er ráð fyrir að liggi um Húsadal, yfir Tagl og þaðan ofan við botn Reykjarfjarðar og suður Trekyllisheiði til Steingrímsfjarðar. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á að hún sé reiðubúin að gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir fyrirhugaða legu háspennulínu frá Hvalárvirkjun og lýsir sig reiðubúna til til að gera breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps þegar til framkvæmda kemur.

13. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólum
Minnispunktar Ingibjargar Valgeirsdóttur af fundi sveitarstjóra á Ströndum og Reykhólahreppi með Atvest á Hólmavík í okt. 2011. Atvest er tilbúið að vinna að stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólum og leggur fram tillögu að mótun atvinnustefnunnar. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að taka þatt í þessu verkefni. Þrátt fyrir efsemdir um meiri árangur en af fyrri stefnumótunarvinnu.

14. Bréf frá Strandaskel ehf
Nýstofnað einkahlutafélag um rekstur kræklingavinnslu á Drangsnesi Strandaskel ehf býður Kaldrananeshreppi til kaups 15% hlutafé í félaginu að upphæð 3.000.000.- á genginu 1.
Óskar Torfason víkur af fundi vegna vanhæfi
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa 15% hlutafé í Standaskel ehf að upphæð kr 3.000.000,-

Óskar kemur aftur á fundinn.

15. Staðfesting á Aðalskipulagi
Skipulagsstofnun hefur staðfest Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010 til 2030. Lagt fram til kynningar.

16. Beiðni um hækkun framlaga til Atvest
Skv bréfi frá Atvest dags 3. nóvember s.l kemur fram að greining á rekstri á félaginu gefi til kynna að samþykkt framlag 4,5 milljónir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum samkvæmt ákvörðun 56. Fjórðungsþings Vestfirðinga nægi ekki til að viðhalda óbreyttri starfssemi félagsins á árinu 2012. Því senda þeir út beiðni til allra sveitarfélaga á vestfjörðum um 83 % hækkun á framlagi til Atvest fyrir næsta ár.
Oddvita falið að ganga frá málinu í samræmi við afgreiðslu annara sveitarfélaga.

17. Stoðkerfi atvinnu og byggðar á Vestfjörðum
Greinargerð unnin af starfshópi um endurskoðun stoðkerfis atvinnu- og byggða á Vestfjörðum sem skipaður var á síðasta fjórðungsþingi Vestfirðinga. Í greinargerðinni eru lagðar fram tillögur um sameiningu Fjórðungsambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðstofu Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og verða þær teknar fyrir á aukafjórðungsþingi á Ísafirði þann 25. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundragerð lesin upp og semþykkt.
Fundi slitið kl 22.59