Sveitarstjórnarfundur 5. september 2011

Mánudaginn 5. september 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 15. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 6 liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15. ágúst s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Fundargerð Velferðarnefndar og reglur
4. Bréf frá Dalabyggð
5. Styrkbeiðni frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar
6. Fundargerð samráðsfundar v eflingu atvinnu og byggðar frá 18.8.2011

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15. ágúst s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreidd athugasemdarlaust.

2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1.sept. s.l
Fundargerðin sem er í 8 liðum rædd og afgreidd athugasemdalaust. Varðandi lið 8 þá hefur oddviti haft samband við Óskar Sigurðsson lögfæðing og Benedikt Björnsson og málið á að vera komið í farveg.
b. Fundargerð skólanefndar Drangsnesskóla frá 25. ágúst s.l
Fundargerðin sem er í 2 liðum lögð fram ásamt skóladagatali, vinnuskýrslum kennara og stundatöflum. Farið ítarlega yfir gögnin og þau rædd. Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
c. Fundargerð fjallskilanefnadar Kaldrananeshrepps frá 4 sept.2011. Oddvit leggur til að fyrri leitir fari fram 16. og 17. september
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

3. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps og reglur.
Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps frá 30. September lögð fram og rædd ásamt reglum Félagsþjónustunnar um félagslega heimaþjónustu, liðveislu, gjaldtöku fyrir félagslega heimaþjónustu, fjárhagsáætlun vegna Bsvest og fundargerð 8. fundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 11. júlí s.l.
Fundargerðin sem er í 6 liðum rædd og samþykkt ásamt reglunum um Félagsþjónustuna.

4. Bréf frá Dalabyggð
Bréf frá sveitarstjóra Dalabyggðar Sveini Pálssyni dags. 12.8.2011. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst s.l að undirbúa stofnun byggðasamlags um embætti skipulags- og byggignarfulltrúa og einnig var sveitarstjóra falið að bjóða Reykhólahreppi, Strandabyggð, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi aðild að samlaginu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að fara til viðræðna við Dalabyggð en áskilur sér rétt til að taka ákvörðun um málið síðar.

5. Styrkbeiðni frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar.
Tómstundafulltrúi Strandabyggðar óskar eftir 20.000 króna fjárstuðningi frá Kaldrananeshreppi vegna fyrirlestrar um forvarnir hjá Félagsmiðstöðinni Óson á Hólmavík í tilefni forvarnardags þann 5. október n.k. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja þetta verkefni.

6. Fundargerð samráðsfundar v eflingu atvinnu og byggðar frá 18.8.2011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 21.40