Sveitarstjórnarfundur 5. maí 2011

Fimmtudaginn 5. maí 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 14 liðum.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 15. mál á dagskrá fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3.5 s. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. apríl s.l
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar frá 31.janúar
3. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum
4. Fundargerð Velferðarnefndar frá 2.5.s.l. .
5. Samstarf sveitarfélaga í Strandasýslu
6. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.4.s.l
8. Markaðsátak Vestfjarða
9. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarðar frá 11.4 s.l
10. Erindi til hreppsnefndar frá Á.V.M útgerð ehf
11. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 3.5 s.l
12. Bréf frá Strandabyggð frá 20.4 s.l
13. Efling atvinnu og byggðar á Vestfjörðum – samráðsfundur 3.5 s.l
14. Starfsmannamál
15. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3.5 s.l

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. apríl s.l

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar frá 31.janúar
Fundargerðin lögð fram og rædd. Afgreidd athugasemdalaust.

3. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum
Fyrir liggja drög að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum sem samin hefur verið að tilhlutan Búnaðarsambands Vestfjarða í samstarfi við sveitarstjórnir. Samkvæmt þeim verða Vestfirðir eitt fjallskilasvæði sem skiptist í nokkrar fjallskiladeildir. Sveitarfélög í Strandasýslu eru í dag með sameiginlega fjallskilasamþykkt sem fellur úr gildi samþykki sveitarfélögin að vera aðilar að fjallskilasvæði Vestfjarða.Samþykkt að Guðbrandur Sverrisson verði okkar fulltúi í þessu samstarfi og Óskar Torfason til vara.

4. Fundargerð Velferðarnefndar frá 2.5.s.l
Lögð fram til kynningar.
3. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla var haldinn í félagsheimilinu Árneshreppi mánudaginn 2. maí s.l. Fundargerðin er í 7 liðum og með henni fylgja samþykktir fyrir nefndina ásamt verklagsreglum varðandi meðferð og afhendingu gagna sem samþykktar voru á fundinum.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

5. Samstarf sveitarfélaga í Strandasýslu
Á fundi Héraðsnefndar Strandasýslu á dögunum var fjallað um framtíð nefndarinnar og samstarf sveitarfélaga á Ströndum. Í framhaldi af umræðunni á fundinum var ákveðið að boða sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögunum Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Bæjarhreppi til fundar, til að ræða þessi mál nánar, þar á meðal hvort leggja beri Héraðsnefnd Strandasýslu niður og hvernig samstarf sveitarstjórna Strandamanna gæti þá verið í framhaldinu. Að mörgu er að huga varðandi samstarf sveitarfélaganna. Bæjarhreppur hefur óskað formlega eftir viðræðum við Húnaþing vestra um sameiningu sveitarfélaganna. Samvinna sveitarfélaganna sem standa að Héraðsnefndinni nær einnig í sumum málaflokkum út fyrir Strandasýslu. Til að mynda er sameiginleg félagsþjónusta þriggja sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahrepps nú orðin að veruleika. Einnig er nú rætt um þátttöku Reykhólahrepps í Sorpsamlagi Strandasýslu og fleira bendir til að mörk samvinnu á ýmsum ólíkum sviðum séu að riðlast frá starfssvæði Héraðsnefndar Strandasýslu og verði í framtíðinni fjölbreyttari en áður var. Samkvæmt drögum að nýjum sveitarstjórnarlögum sem lögð hafa verið fram á Alþingi er ekki gert ráð fyrir að Héraðsnefndir séu starfræktar. Í staðinn skal samstarfið fara fram í byggðarsamlögum um einstök málefni eða með þeim hætti að eitt sveitarfélag tekur starfið að sér og selur öðrum sveitarfélögum þjónustu. Reiknað er með að formlegir samningar séu gerðir um alla samvinnu.
Fundurinn var haldinn á Kaffi Norðurfirði miðvikudaginn 4. maí s.l engar formlegar ákvarðanir voru teknar en Hérðasnefnd Strandasýslu mun senda formlegt erindi til sveitarstjórna með tillögu að breyttu fyrirkomulagi á samstarfi sveitarfélaganna.

6. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að meðan að úthlutun veiðidaga er með óbreyttu sniði mun úthlutun verða með sama sniði og undanfarin ár.að dregið verið um dagana á sjómannadag.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.4.s.l
Fudnargerð Heilbriðisnefndar Vestfjarða frá 12 apríl s.l lögð fram og rædd. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

8. Markaðsátak Vestfjarða
Tölvupóstar varðandi markaðsátak fyrir Vestfirði lagt fram til kynningar

9. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarðar frá 11.4 s.l
Í bréfi frá Heilbriðiseftirliti Vestfjarðar frá 11. apríl s.l kemur fram að neysluvatnssýni sem tekið var þann 30. mars s.l stóðst gæðakröfur. Lagt fram til kynningar

10. Erindi til hreppsnefndar frá Á.V.M útgerð ehf
Magnús Ásbjörnsson lísti sig vanhæfan og vék af fundi.

Ásbjörn Magnússon fyrir hönd Á.V.M útgerðar ehf sendir eftirfarnadi erindi til Hreppsnefndar Kaldrananeshrepps þann 23. apríl s.l.

Ég Ásbjörn Magnússon bið leyfis fyrir hönd AVM útgerðar ehf. Að byggja á lóð Grundargötu 17. hús að grunnflatarmáli 141 ferm. Meðfylgjandi eru teikningar og staðsetning þess á lóðinni. Ennfremur bið ég leyfis að ganga frá lóðinni hvað varðar bílastæði þili milli lóða og annað. Sem sagt að lóðin verði öll nýtt í þágu ferðaþjónustu en ekki til geymslu utandyra. Með óskir um svar sem fyrst. Með vinsemd og virðingu. Fyrir hönd ÁVM útgerðar efhf kt: 410705-0520 Ásbjörn Magnússon(sign)

Kaldrananeshreppur er eigandi að 25 % eignarhluta í matshluta 01 í fasteigninni Grundargötu 17 fastanúmer 212-8403 ásamt lóðarleiguréttindum eins og lóðin var við undirritun afsals dags 14.12.1993. Hús þetta skiptist í dag í slökkvistöð sem er í norðurhluta hússins, fiskverkun og veitingastað.
Meðeigandi Kaldrananeshrepps í fasteigninni hefur fullnýtt allan sinn lóðarrétt til bygginga á lóðinni og er að falast eftir að fá til afnota lóð ofanvert við slökkvistöðina sem tilheyrt hefur Kaldrananeshreppi og notuð hefur verið sem geymslusvæði fyrir ýmislegt bæði nothæft og ónýtt.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við óskum ÁVM útgerðar og gefa eftir lóðina.
Fyrir liggur grendakynning, og er oddvita veitt heimild til að undirrita hana.
Magnús Ásbjörnsson kemur aftur á fundinn.

11. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 3.5 s.l
Fundargerðin lögð fram og rædd. Fundargerðinni fylgir uppkast að verðmætamati endurskoðanda á hlutafélaginu. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

12. Bréf frá Strandabyggð frá 20.4 s.l
Afrit af bréfi Strandabyggðar til Innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar og Vegamálastjóra Hreins Haraldssonar frá 20.4 s.l. Einnig er lagt fram bréf sveitarstjórnar Árneshrepps til sömu aðila dags 27. 4 s.l. tilefni bréfanna varðar forgangsröðun 350 milljóna aukafjárveitingar til vegaframkvæmda á Vestfjörðum árið 2011. Er óskað eftir því að fénu verði varið til vegagerðar í Strandasýslu og er um að ræða vegarkaflana um Veiðileysuháls í Árneshreppi, Bjarnarfjarðarháls í Kaldrananeshreppi ásamt framkvæmdum í Tungusveit og Bitru. Sveitarstjorn Kaldrananeshrepps tekur heilshugar undir þessi tilmæli og var það áréttað af oddvita á samráðsfundi sveitarfélaga á Vestfjörðum og stjórnavalda á fundi á Ísafirði þann 3. maí s.l Því miður var þessum fjármunum ráðstafað á annan veg en hér er farið fram á.

13. Efling atvinnu og byggðar á Vestfjörðum – samráðsfundur 3.5 s.l
Minnisblað vegna fyrsta samráðsfundar sveitarfélaga á Vestfjörðum með stjórnvöldum á Ísafirði þann 3. maí s.l lagt fram til kynningar.

14. Starfsmannamál
Oddviti gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi hjá sveitarfélaginu nú í vor.
Laus störf hafa verið auglýst. Tryggvi Ólafsson hefur sagt upp starfi við leikskólann og í staðinn var Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir ráðin. Hún mun einnig taka að sér að sjá um unglingavinnuna í sumar.
Baldur Jónasson hefur sagt upp starfi við sundlaugina og lætur af störfum um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið ráðið í hans stöðu ennþá. Linda Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin við sundlaugina í sumar og fyrir liggur umsókn frá Guðlaugi Eyjólfssyni um sumarstarf við laugina. Þá hefur Auður Höskuldsdóttir sótt um forstöðumannsstarf við sundlaugina í haust.
Hjörtur Kristjánsson nýráðinn slökkviliðsstjóri hefur sagt upp og fyrir liggur umsókn frá Valgeiri Guðmundssyni um starfið.
Sveitarstjórn felur oddvita að ganga frá þessum málum.

15. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3.5 s.l
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt,
Fundi slitið kl 23.05