Sveitarstjórnarfundur 11. apríl 2011

Mánudaginn 11. apríl 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 10. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20:30 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 17 liðum.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 18. mál á dagskrá endurskoðun samnings barnaverndarnefndar Húnavatnsþings vestra og Héraðsnefndar Strandasýslu. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9 og 23 febrúar s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá Halldóri Höskuldssyni
4. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
5. Fundargerð verkefnahóps um Byggðasamlag Vestfjarða
6. Ráðningarsamningur Félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps
7. Bréf frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis
8. Fundargerðir velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps frá 28. 2 og 4.4
9. Styrkbeiðni
10. Fundur ríkisstjórnar Íslands með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum
11. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 4. feb s.l
12. Fundargerð aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu frá 6.4 s.l
13. Menningarsamningur Vestfjarða fyrir árin 2011- 2013
14. Samstafssamningur sveitarfélaga á vestfjörðum um menningarmál.
15. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambans Vestfirðinga
16. Markaðssetning Vestfjarða
17. Fundargerð eigendafundar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.

Var þá gengið til dagskrár

1. Fundragerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9 og 23 febrúar s.l
Oddviti gerðið grein fyrir afgreiðslu mála frá síðastu fundum.

2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð Hafnarnefndar frá því í mars. Fundargerðin rædd. Varðandi lið númer 1 er varðar öryggismyndavélar í Kokkálsvíkurhöfn var eftirfarnadi samþykkt gerð. Sveitarstjórn samþykkir að setja upp öryggismyndarvélar í Kokkálsvíkurhöfn. Aðrir liðir samþykktir athugasemdalaust.

3. Bréf frá Halldóri Höskuldssyni.
Halldór Höskuldsson hvetur sveitarstjórn til að taka sig á varðandi heitu pottana og lagfæra í kringum þá með bekk og hengi fyrir sloppa.
Við þökkum Halldóri fyrir erindið og vonumst til að geta komið pottunum í almennilegt horf fyrir sumarið.

4. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030 verði tekið til athugunar í samræmi við 3. mgr., 30. gr. laga nr. 123/2010. Kynning hefur farið fram í samræmi við 2. mgr. 30. gr., hvað varðar íbúafund og kynningu í sveitarfélaginu. Nú er skipulagstillagan í umsagnarferli stofnana og nágrannasveitarfélaga. Hafa flestir þessara aðila þegar skilað inn umsögnum sínum.

5. Fundargerð verkefnahóps um Byggðasamlag Vestfjarða
Fundargerðin lögð fram rædd og afgreidd

6. Ráðningarsamningur Félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps
Ráðningarsamningur Félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps lagður fram til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að oddviti undirriti samninginn.

7. Bréf frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis.
Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis ritar sveitarstjórn vegna hugmynda um flutning hreindýra á Vestfirði. Leggst nefndin alfarið á móti því að flytja hreindýr á Vestfirði og óskar eftir stuðningi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis í þessu máli.

8. Fundargerðir Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla frá 28.2 og 4.4 s.l
Fundargerðirnar lagðar fram og ræddar. Þær síðan afgreiddar athugasemdalaust.

9. Styrkbeiðni
Skíðafélag Strandamann óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til kaupa á keppnisgöllum fyrir yngstu skíðaiðkendur félagsins. Sveitarstjórnin samþykkir að styrkja verkefnið um 20.000,kr

10. Fundur ríkistjórnar Íslands með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum
Oddvit greindi frá fundinum og lagði fram minnisblað um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum sem ríkisstjórn lagði fyrir fundinn.

11. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 4. feb s.l
Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu frá 6.4 s.l
Fundargerðin rædd og samþykkt athugasemdalaust nema fyrir lið 3 í fundargerðinni þar sem rætt er um framtíð héraðsnefndarinnar.Sveitarstjórn leggur til að Héraðsnefndi verði starfrækt með svipuðu sniði og verið hefur, og samstarf í gegnum héraðsnefnd frekar aukið en hitt.

13. Menningarsamningur Vestfjarða fyrir árin 2011-2013
Mennignarsamningurinn lagður fram til kynningar og skal sveitarstjórn taka afstöðu til hans, Sveitarstjórn samþykkir þennan samning fyrir sitt leyti.

14 Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.
Samstarfssamningurinn lagður fram og hann ræddur. Sveitarstjórn samþykkir þenna samning fyrir sitt leyti.

15. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Fundargerðirnar lagðar fram og afgreiddar athugasemdalaust.

16. Markaðssetning Vestfjarða.
Sú hugmynd hefur komið fram hjá Markaðastofu Vestfjarða að gera mikið ímyndar- og markaðs átak í vor. Áætlaður heildar kostnaður er 20.000.000.- sem sveitarfélögin reiði fram.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu.
“ Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir á fundi sínum þann 11. apríl 2011 að taka þátt í sérstöku markaðsátaki fyrir Vestfirði vorið 2011” Tillagan samþykkt.

17.Fundargerð eigendafundar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.
Fundargerð eigendafundar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna 2. mars s.l lögð fram. Fundargerðin rædd og afgreidd athugasemdalaust.

18. Endurskoðun samnings barnaverndarnefndar Húnaþings og Stranda.
Samingur Héraðsnefndar Strandasýslu og Húnaþings Vestra um barnaverndarmál er útrunninn og þarfnast endurskoðunar. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að samningur þessi fari til endurskoðunnar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt,
Fundi slitið kl 23.25