Sveitarstjórnarfundur 23. febrúar 2011

Miðvikudaginn 23. febrúar 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 9. fundar kjörtímabilsins á kaffistofu Fiskvinnslunnar Drangs efh. Mætt voru Guðbrandur Sverrisson vara oddviti, Óskar Torfason, Sunnar einarsdóttir, Magnús Ásbjörnsson og hIlmar hermannsson varamaður í forföllum oddvita Jennýjar Jensdóttur. Sunna Einarsdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Varaoddviti Guðbrandur Sverrisson leitaði afbrigða þar sem ekki var boðað til fundarins með tilskyldum fyrirvara, um að vera með eitt mál á dagskrá þ.e “Reglugerð um bann við dragnótarveiðum út af Ströndum.” Afbrigði samþykkt samhljóða.

Varaoddviti setti fund kl 21 og stýrði honum.

Dagskrá:
1. Reglugerð nr..xxxxxxx um bann við drangnótarveiðum út af Ströndum.

Fyrir lá reglugerð um bann við dragnótarveiðum sem taka á gildi 1. mars 2011. og fjallar hún meðal annars um lokun Reykjarfjarðar syðri. 1. mars til 31. mars ár hvert. Og mótmælir Sveitarstjorn Kaldrananeshrepps því harðlega.

Varaoddviti bar upp eftirfarandi bókun:

“Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega banni á veiðum með dragnót í Reykjarfirði syðri á Ströndum sem mælt er fyrir í reglugerð sem taka á gildi 1. mars næst komandi og mun samkvæmt henni gilda frá 1. amrs til og með 31. maí ár hvert. Sveitarstjórn mótmælir einnig þeim vinnubrögðum að viðbótarsvæði sé laumað inn í áður kynnt drög á þess að viðkomandi aðilar fái eðlilegaan andmælarétt.

Þá bendir Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps einnig á að ekki hafi verið bent á neinar raunhæfar rannsóknir sem styðji þessar aðgerðir og minnir á að þegar rækjuveiðar hófust bæði í Reykjarfirði og Steingrímsfirði á sjöunda áratug síðustu aldar var þar hvorki þorskur né ýsa í þeim mæli að veiðanlegt þætti en eftir áratuga veiðar með rækjutroll og síðar einnir snuruvoð og dragnót er þar mikill þorskur og ýsugegnd svo mikil að útferðir sem nánast engan ýsukvóta eiga vegna þess að hér var engin ýsuveiði ná ekki þorskinum vegna ýsunnar.

Sveitarstjórn telur að með setningu þessarar reglugerðar sé gróflega vegið að lífsafkomu hjá stórum hópi folks í litlu samfélagi sem þolað hefur miklar búsifjar vegna rangláts kvótakerfis þar sem verulegur hluti kvóta sem til var í sveitarfélaginu hefur verið seldur burt án þess að útgerðir sem áfram starfa hafi haft bolmagn til að kaupa.
Einnig má benda á að rækjuveiðar voru burðarás í veiðum útgerða við Húnaflóa þar til hún hvarf 1998.

Við viljum að ráðamenn snúi sér fremur að því að hlúa að framleiðsluatvinnugreinum þjóðarinnar og styðji við bakið á þeim sem einn vilja lifa og starfa á landsbyggðinni heldur en eltast við slæma ráðgjöf úrtölumanna.”

Bókunin borin upp og samþykkt.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.00