Sveitarstjórnarfundur 9. febrúar 2011

Miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 8. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 6 liðum.
Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka nokkur mál á dagskrá sem borist hafa eftir að fundarboð var sent út. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða verði sett á dagskrá sem mál númer 7, Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna verði mál númer 8, Árangur rannsóknarborunar verði mál númer 9, Viðbót við greinargerð Aðalskipulags verði mál númer 10, fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vestfjörðum verði mál númer 11 og samningsumboð til kjarnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga verði mál númer 12. Afbrigði borið upp og samþykkt

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Var þá gengi til dagskrár sem eftir samþykkt afbrigðis er eftirfarandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. jan. s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Fjárhagsáætlun 2011 síðari umræða
4. Þriggja ára áætlun 2011- 2014
5. Þjónustusamningur milli Kaldrananeshrepps og Bsvest
6. Bréf frá UMFÍ
7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
8.. Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna
9. Árangur rannsóknarborunar
10. Viðbót við greinargerð Aðalskipulags
11. Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vestfjörðum
12. Samningsumboð

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17.jan s.l
Oddviti gerðið grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi

3. Fjárhagsáætlun 2011 síðari umræða
Fjárhagsáæltlun fyrir árið 2011 rædd og lögð fram til
Samþykktar, Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

4. Þriggja ára áætlun 2011- 2014
Þriggja ára áætlun fyrir árin 2011 til 2014 rædd og lögð fram til samþykktar
Þriggja ára áætlun samþykkt samhljóða.

5. Þjónustusamningur milli Kaldrananeshrepps og Bsvest.
Þjónustusamningur milli Kaldrananeshrepps og Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum lagður fram til samþykktar og undirskriftar. Þjónustusamningurinn lesinn yfir og ræddur og oddvita falið að undirrita hann þegar orðalagsbreytingar hafa verðið gerðar á honum.

6. Bréf frá UMFÍ
UMFÍ auglýsir eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður árið 2013. Lagt fram til kynningar og umræðu.

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Niðurstöður efna- og örverugreininga á vatnssýni sem tekið var á Drangsnesi 25. janúar s.l sýnir að vatnssýnið stóðst ekki gæðakröfur vegna gerlafjölda. Þá liggur einnig fyrir niðurstaða vegna sýnatöku af ís framleiddum í Fiskvinnslunni Drangi þann 19. janúar s.l og það sýni var í lagi. Vatnssýnataka verður endurtekin fljótlega.

8.. Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna
Héraðssamband Strandamanna óskar eftir rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu að upphæð 100.000.-krónur. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja HSS um 100.000 kr.

9. Árangur rannsóknarborunar
Boruð var hitastigulshola á Mýrunum, Óskar fór yfir málið og niðurstaðan er
Að upp kom kalt vatn og ákveðin vísbendingar um heitt vatn ef borað er
dýpra.

10. Viðbót við greinargerð Aðalskipulags
Með nýjum skipulagslögum sem tóku gildi um síðustu áramót þarf að bæta smá grein inní greinargerðina með aðalskipulagi fyrir Kaldrananeshrepp sem tilbúin var til umsagnar. Sveitarstjórn samþykkir að bæta við lýsingu á skipulagsvinnunni og efnistökum varðandi hana við 3.ja kafla greinargerðarinnar.

11. Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Oddviti gerði grein fyrir fundi oddvita og sveitarstjóra um málefni Vestfjarða sem haldinn var í Reykjavík þann 4. feb.s.l
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og hvetur þetta ágæta fólk til frekari dáða.

12. Samingsumboð
Sveitarstjórn samþykkir að fela stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við stéttarfélög sem starfsfólk sveitarfélagsins eru aðilar að.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22.15