Sveitarstjórnarfundur 17.janúar 2011

Mánudaginn 17.janúar 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 7. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 14 liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9.12. s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Byggðakvóti 2010-2011
4. Fiskvinnslan Drangur
5. Aðgengi fatlaðra - skýrsla
6. Ársreikningur Glámu ehf
7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags 30.12 s.l
8.. Samstarfssamningur sveitarf. á Vestfj. um BSV
9. Fundargerðir Sorpsamlags Strandasýslu.
10. Styrkbeiðni
11. Reglugerð um fráveitur
12. Áskorun til sjávarútvegsráðherra
13. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
14. Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps

Var þá gengið til dagskrár

1. Fundragerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9.des s.l
Oddviti gerðið grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi

3. Byggðakvóti 2010-2011
Kaldrananeshreppur hefur fengið úthlutað 85 þorskígildistonnum í Byggðakvóta, kvótaárið 2010 til 2011. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Ennfremur vill ráðuneytið beina þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horft sé fyrst og fremst til verðmætaaukningar og atvinnusköpunar þegar reglur um ráðstöfum byggðakvótans séu mótaðar. Benda má á kosti dagróðrarbáta í þessu sambandi, þó mögulega komið aðrir kostir til greina sem skila sama árangri. (orðrétt tilvitnun í bréfið)

Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi sértækar reglur fyrir Kaldrananeshrepp um úthlutun byggðakvóta.

Með vísan í reglugerð nr. 999/2010 frá 17. desember 2010 óskar Kaldrananeshreppur eftir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 6. gr. um úthlutun byggðakvóta Kaldrananeshepps.

Fallið verði frá skilyrði um tvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 999/2010 frá 17. desember 2010.Og skal öllum byggðakvóta landað til vinnslu í þorskígildum talið.

Greinargerð:
Eins og aðstæður eru núna á leigumarkaði aflaheimilda og í ljósi skerðinga síðustu ára í bolfiski þá er það ljóst að útgerð frá Drangsnesi getur ekki verið rekin nema að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti falli frá skilyrði um tvöföldun þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað í byggðakvóta Kaldrananeshrepps. Ástandið á leigumarkaði og skerðingar gera það að verkum að nánast ókleift er fyrir útgerðir á Drangsnesi, Kaldrananeshreppi að stunda bolfiskveiðar en útgerðir hér hafa þurft að sækja töluvert af aflaheimildum inn á leigumarkaðinn en nú er lítið sem ekkert framboð og verðin mjög svo óásættanleg.Vegna mikillar ýsugengdar á miðum hafa útgerðir neyðst til að láta frá sér þorskkvóta í skiptum fyrir ýsukvóta til að geta náð einhverjum þorski á land, eru þessi kvótaskipti nauðsynleg vegna mikils meðafla af ýsu. Útgerð og fiskvinnsla eru aðal atvinnuvegurinn á Drangsnesi og því gríðarlega mikilvægt að byggðakótinn nýtist sem best í þágu byggðarlagsins.

Tillagan borin upp og samþykkt.

4. Fiskvinnslan Drangur
Lögð fram samantekt Einar K. Jónssonar ráðgjafa um bráðabirgðaniðurstöður um rekstur og skuldir fiskvinnslunnar Drangs ehf og útgerðarfélagsins Skúla ehf.
Rekstur fyrirtækjanna er mjög erfiður. Almennur fundur um málefni Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn á morgun 18. janúar þar sem þessi samantekt verður kynnt og framtíð Fiskvinnslunnar Drangs ehf skoðuð með íbúum sveitarfélagsins.

5. Aðgengi fatlaðra – skýrsla
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vestfjörðum kannaði á árinu 2009 aðgegni fatlaðra á helstu þjónustustöðvum á Vestfjörðum. Skýrsla sem unnin var um aðgengi fatlaðra í Kaldrananeshreppi lögð fram til kynningar og umræðu. Því miður er aðgengi fatlaðra ekki gott í Kaldrananeshreppi, en þó betra en fram kemur í skýrslunni, t.d er talað um malarbílastæði við Gistiþjónustu Sunnu en það er steypt. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að skoða á hvern hátt bæta má úr þeim atriðum sem bent er á í skýrslunni.

6. Ársreiknignar Glámu ehf
Ársreiknignar Glámu ehf fyrir árið 2009 lagðir fram til kynningar. Skv þeim er tap ársins alls 295.034 krónur.

7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 30.12. s.l
Í bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti frá 30.des s.l sem lagt er fram til kynningar kemur fram að Alþingi hafi í september síðastliðnum samþykkt breytingu á lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands sem fela í sér þá breytingu að sett verður á stofn innanríkisráðuneyti með samruna dómsmála- og mannréttindaráðuneytis annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis hins vegar. Tók hið nýja ráðuneyti til starfa 1. janúar 2011

8. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um BSV
Lagður fram til kynningar undirritaður samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um BSV.

9. Fundargerðir Sorpsamlags Strandasýslu
Fundargerðir Sorpsamlags Strandasýslu frá 22.12. s.l og 10. 1 s.l lagðar fram til kynningar og umræðu. Stjórn Sorpsamlagsins hefur ákveðið að leita eftir að fá húsnæði það sem sorpsamlagið nú hefur á leigu keypt en það er í eigu Sauðfjársetursins. Fundargerðirnar samþykktar athugasemdarlaust.

10. Styrkbeiðni.
Félag eldri borgara í Strandasýslu þakkar áður veittan fjárhagslegan stuðning og óskar eftir styrk til rekstur komandi árs.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um 40.000,-

11. Reglugerð um fráveitur.
Reglugerð um fráveitur nr. 982/2010 lögð fram til kynningar

12. Áskorun til sjávarútvegsráðherra.
Hagsmunaðilar í sjávarútvegi við Steingrímsfjörð hafa tekið höndum saman um að senda Jóni Bjarnasyni sjávarútveg- og landbúnaðarráðherra erindi þar sem skorað er á ráðuneytið að auka við ýsukvóta og liðka fyrir framsali, veiðum og vinnslu á svæðinu til styrkingar. Óskað er eftir að hreppsnefnd Kaldrananeshrepps taki erindið fyrir á fundi og taki afstöðu um hvort áskorunin verði undirrituð að hálfu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að oddviti undirriti áskorunina.

13. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjrða
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjrða frá 10. desember 2010 lögð fram til kynningar og umræðu. Afgreidd athugasemdarlaust.

14. Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps.
Sveitarstjórnir í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Reykhólahreppi hafa ráðið sameiginlegan félagsmálastjóra til að fara með þau mál sem falla undir sameiginlega velferðarnefnd svæðisins. Ráðin var Hildur Jakabína Gísladóttir. Hún mun búa í Strandabyggð og hafa þar skrifstofu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps fagnar ráðningu Hildar og óskar henni farsældar í starfi.