Góður árangur af borun við Klúku

heittvatnMjög góður árangur hefur náðst við heitavatnsborun að Klúku í Bjarnarfirði. Hafa fengist 16 sek.l af tæplega 50 stiga heitu vatni úr 330 m. borholu sem staðsett er rétt ofan og innan við sundskýlin.

Það er Hitaveita Drangsness sem stendur að þessari borun með styrk frá Orkustofnun.

Það var Árni Kópsson hjá Vatnsborun ehf sem sá um borun en ráðgjöf og eftirlit var í höndum Hauks Jóhannessonar hjá Íslenskum Orkurannskóknum.

Nú eru það engar nýjar fréttir að það sé heitt vatn á Klúku en með þessari borun er vatnsöryggi tryggt en notast hefur verið við vatn úr læk sem þarna rennur í sundlaugina og eins til hitunar hótelsins. Þessi borun hefur ekki haft nein sýnileg áhrif á náttúrulegar lindir á svæðinuæ. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um framhald en ljóst er að möguleikar eru margvíslegir.